Leitin af frumkvöðli Vesturlands árið 2006 er hafin. Búið er að opna fyrir tilnefningar, og m.a. hægt að senda inn tilnefningu rafrænt á þessari síðu. Nánari upplýsingar er að finna hér til hægri undir FRUMKVÖÐULL VESTURLANDS ÁRIÐ 2006.
Kynningarfundir vegna skýrslunnar Ímynd Vesturlands
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og SSV þróun & ráðgjöf kynna niðurstöður skýrslunnar á kynningarfundum sem haldnir verða víða á Vesturlandi dagana 19-21. febrúar. sjá nánari tíma- og staðsetningar hér:
Nýr hagvísir: Vestlendingar auka sókn sína í nám á framhaldsskólastigi
Nýr hagvísir kom út á dögunum. Í honum spurt hvort Vestlendingar séu viljugri til að hefja framhaldsnám strax að loknum grunnskóla eftir að framhaldsskóli tók til starfa á Snæfellsnesi. Hagvísinn má nálgast hér eða undir liðnum hagvísar hér til vinstri.
Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands árið 2005
Frumkvöðlaverðlun Vesturlands voru veitt í fyrsta skipti á aðalfundi SSV þann 15.september síðastliðinn, og var það Sparisjóður Mýrarsýslu sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Tilgangurinn með verðlaununum er að örva frumkvöðlastarf á Vesturlandi með því að veita einstaklingi/aðila eða fyrirtæki viðurkenningu fyrir frumkvöðlaframtak á Vesturlandi á sviði atvinnumála.
Vaxtarsamningur Vesturlands undirritaður á aðalfundi SSV
Á aðalfundi Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldin var í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði föstudaginn 15.september síðastliðinn, var undirritaður Vaxtarsamningur Vesturlands. Á aðalfundi SSV á síðasta ári, kom þáverandi Iðnaðar-og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir og tilkynnti formlega að ákveðið væri að skipa verkefnisstjórn að undirbúningi að Vaxtarsamningi Vesturlands. Rúmu ári síðar var svo vaxtarsamningurinn undirritaður á aðalfundi SSV sem haldinn var í Grundarfirði. SSV. En hægt er að nálgast Vaxtarsamning Vesturlands
Kynningarfundur um sjóði í umsýslu Rannís.
Fulltrúi Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís, Eiríkur Smári Sigurðarson kynnir helstu sjóði í umsýslu Rannís og umsókna- og matsferli sjóðanna.
Vinna við Vaxtarsamning
Nú stendur yfir vinna við Vaxtarsamning Vesturlands. Gert er ráð fyrir að ganga frá samningum við aðila samningsins í lok ágústmánaðar og skrifa undir samninginn á aðalfundi SSV sem haldinn verður í Grundarfirði 15. september nk. Það er von SSV staðið verði myndarlega að þessum samningi hér á Vesturlandi og að fyrirtækin sjái sér hag í því að taka þátt í því starfi sem honum fylgir.
Guðmundur Ingi og Einar koma á Vesturland
Nýjir bæjar og sveitarstjórar hafa verið ráðnir í Grundarfjörð og í nýtt sameinað sveitarfélag í Hvalfirði. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, frv. sveitarstjóri á Hellu kemur í Grundarfjörð og Einar Thorlacius flytur sig frá Reykhólum, þar sem hann var áður sveitarstjóri, til Hvalfjarðar þar sem hann tekur við stöðu sveitarstjóra. Samtök sveitarfélaga bjóða þá innilega velkomna á Vesturland og óskar þeim velfarnaðar í starfi.
Fækkun sveitarfélaga á Vesturlandi í kjölfar sameiningar
Í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í maí sl. eru sveitarfélögin á Vesturlandi nú einungis 10. Sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar heitir nú sveitarfélagið Hvalfjörður. Borgarbyggð þekur allann Borgarfjörð, Borgarfjarðarsveitina, Hvítársíðuhrepp og Kolbeinsstaðahrepp. Og Dalabyggð er sameinað sveitarfélag Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps.
Ásthildur komin aftur til starfa
Ásthildur Sturludóttir sem verið hefur í framhaldsnámi sl. 18 mánuði er nú komin aftur til starfa hjá SSV.