Fyrirtæki á Vesturlandi ráða fólk

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Tæplega fjórðungur fyrirtækja á Vesturlandi telja að starfsmönnum þeirra eigi eftir að fjölga lítið eitt á næstu 12 mánuðum. Um 65% fyrirtækja sjá fyrir sér óbreyttan fjölda starfsmanna en tæplega 10% sjá fyrir sér fækkun starfsmanna, þar af eru innan við 2% fyrirtækja sem gera ráð fyrir að starfsmönnum eigi eftir að fækka mikið. Sjá alla frétt hér.


Niðurstöðurnar benda til þess að fleiri fyrirtæki á Vesturlandi sjá fyrir fjölgun starfa frekar en fækkun sem ætti að birtast í aukinni eftirspurn eftir vinnuafli á svæðinu. Það að 90% fyrirtækja á Vesturlandi sjá fyrir fjölgun eða óbreyttan fjölda starfa gæti verið vísbending um gott starfsöryggi fyrir íbúa svæðisins. Sjá alla frétt hér.