Úthlutunarhátið Uppbyggingarsjóðs

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands verður haldin fimmtudaginn 31. mars kl. 16 í Tónbergi, sal ´Tónlistarskólans á Akranesi. Sendar hafa verið út tilkynningar til þeirra sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum en þau leiðu mistök áttu sér stað að vikudagurinn er ekki réttur í þeirri tilkynningu. Það áréttast hér með, fimmturdagurinn, 31. mars n.k. kl. 16.

Fundur í kvöld um menningarstefnu fyrir Vesturland

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

SSV boðar hér með til fundar um menningarstefnu fyrir Vesturland, miðvikudaginn 16. mars kl. 17:30 til kl 20:30. Fundurinn verður haldinn að Bjarnarbraut 8, í húsnæði SSV. Áhugafólk um menningu er hvatt til þess að mæta, sérstaklega þeir sem eru að sinna menningarverkefnum í Borgarbyggð eða hafa áhuga á slíku starfi. Hér er tækifærið til að hafa áhrif á menningarstefnuna.

Átak til atvinnusköpunar

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Opið er fyrir umsóknir í verkefnið Átak til atvinnusköpunar. Umsóknafrestur er til kl. 12:00 á hádegi 30. mars. Sjá auglýsingu hér.

Viðtalstímar – Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Starfsmenn SSV bjóða upp á viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem veittar verða upplýsingar um gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Mánudagur 8. febrúar Akranes og Hvalfjarðarsveit Kl.10:00-12:00 Ráðhúsið, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit Kl.14:00-16:00 Bæjarskrifstofan, Stilliholti 16-18, Akranesi Miðvikudagur 10. febrúar Búðardalur og Borgarnes Kl.10:00-12:00 Stjórnsýsluhúsið, Miðbraut 11, Búðardalur Kl.14:00-16:00 Skrifstofa SSV, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Fimmtudagur 11. febrúar Snæfellsnes Kl.10:30-12:30 Bæjarskrifstofan, Hafnargötu 3, Stykkishólmi Kl.13:00-15:00 Bæjarskrifstofan, Borgarbraut 16, Grundarfirði Kl.15:30-17:30 Átthagastofa Snæfellsbæjar,

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – Sóknaráætlun Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Búið er að opna fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands – sjá auglýsingur hér. Allar upplýsingar vegna umsókna í sjóðinn eru hér vinstra megin á síðunni undir hnappi sem á stendur Sóknaráæltun Vesturlands (Uppbyggingarsjóður).

Auglýsing um styrki til rannsókna á sviði byggðamála

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Byggðarannsóknasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á sviði byggðamála árið 2016. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Í umsóknum skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á rannsókninni, markmiðum hennar, ávinningi, nýnæmi og hvernig hún styður við tilgang sjóðsins. Við mat á umsóknum er meðal annars litið til hvernig verkefnið styður við markmið sjóðsins, vísindalegs- og hagnýts gildis

Stjórnarfundur á Akranesi

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Stjórn SSV fundaði nýverið á Akranesi. Í kjölfar fundarins var farið í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands þar sem Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri kynnti starfsemi stofnunarinnar og helstu áherslur í starfseminni árið 2016. Eftir kynningu Guðjóns voru líflegar umræður um stöðu heilbrigðismála á Vesturlandi, en auk Guðjóns sátu þau Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar og Þórir Bergmundsson framkvæmdstjóri lækninga og rekstrar fundinn og tóku þátt í umræðum. Þetta var fróðleg

Uppbyggingarsjóður Vesturlands

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Á árinu 2015 var úthlutað rúmlega 48 milljónum úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Verkefnaefnastyrkjum á sviði menningar og stofn- og rekstrarstyrkjum menningarmála var úthlutað einu sinni á árinu en styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar tvisvar. Sjóðurinn hefur á árinu 2016, 55 milljónir til ráðstöfunar og verður auglýst í næstu viku (viku 4) eftir umsóknum, en umsóknarfrestur mun verða til 15. febrúar. Upplýsingar varðandi umsóknirnar, verklagsreglur og eyðublöð verða þá komin á vefinn.

Styrkir til atvinnumála kvenna

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Fyrir frumkvöðlakonur Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2016 lausa til umsóknar. (Sjá auglýsingu hér) Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 35.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 3.000.000. Ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 400.000. Sérstök áhersla er að styðja við þau verkefni sem eru á frumstigi þróunar og hafa ekki hlotið styrki. Umsóknarfrestur er frá 18.janúar til og með 22.febrúar og skal sækja um rafrænt á