Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið styrkir uppbyggingu Fab-lab smiðju á Akranesi.

SSVFréttir

Nýverið undirrituðu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra og Rakel Óskarsdóttir formaður SSV samning um stuðning atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis  við uppbyggingu stafrænnar smiðju, Fab-lab á Akranesi.

 Smiðjan hefur undanfarin ár verið starfrækt í Fjölbrautarskóla Vesturlands en verður nú flutt yfir í nýsköpunarsetrið Coworking í gamla Landsbankahúsinu á Akranesi.  Stuðningur ráðuneytisins verður nýttur til þess að efla starfsemina á nýjum stað og stuðla að því að skólanemar og almenningur kynnist stafrænum framleiðsluaðferðum, auka tæknilæsi og tæknivitund og þar með efla hæfi til nýsköpunar í námi og atvinnulífi.

 Efling Fab-lab smiðjunnar á Akranesi er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands um nýsköpun, frumkvöðla og tæknimenntun.                                Akraneskaupstaður og Sóknaráætlun Vesturlands hafa lagt þessu verkefni lið, en Muninn kvikmyndagerð mun sjá um rekstur smiðjunnar.