Bæjar- og sveitarstjórar á Vesturlandi funda með SSV

SSVFréttir

  Bæjar- og sveitarstjórar á Vesturlandi ásamt nokkrum oddvitum af svæðinu og framkvæmdastjóra SSV funduðu í Borgarnesi mánudaginn 14. nóvember s.l..  Á fundinum var komið inn á ýmis málefni, s.s. almannavarnir, samstarf slökkviliða, stafræna þróun í sveitarfélögunum, eflingu öldrunarþjónustu, stofnun safnaklasa, almenningssamgöngur, samgöngumál og innviði.  Að fundi loknum sótti hópurinn ráðstefnu Sorpurðunar Vesturlands um úrgangsmál sem fór fram á Hótel …

Kynning á Uppbyggingarsjóði Vesturlands

SSVFréttir

Kynning á Facebook Live á Uppbyggingarsjóði Vesturlands þar sem farið verður yfir úthlutunarreglur, umsóknarferlið, spurningum svarað og fleira. Allir velkomnir ! VIÐBURÐUR Á FACEBOOK Opið er fyrir umsóknir og rennur fresturinn út 17. nóvember. Sjá nánar: UPPBYGGINGARSJÓÐUR OPIN FYRIR UMSÓKNIR  

Íslensku menntaverðlaunin til Vesturlands

SSVFréttir

Tvenn verðlaun Íslensku menntaverðlaunanna fóru í hlut skóla á Vesturlandi í ár, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum nú á dögunum. Grunnskóla Snæfellsbæjar hlaut verðlaun í flokknum þróunarverkefni fyrir átthagakennslu og Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut hvatningarverðlaun fyrir framsækna endurskoðun á námskrá. Átthagafræði Grunnskóla Snæfellsbæjar gengur útá að nemendur öðlist góðan skilning á átthögum sínum og nærumhverfi. Þannig kynnist …

Kellingar hylltar á Akranesi

SSVFréttir

Sú hefð hefur skapast á Akranesi að heiðra ýmis konar samfélagsverkefni í tilefni af Rökkurdögum sem í ár eru haldnir í 20. skipti. Þar á meðal eru menningarverðlaun Akraneskaupsstaðar sem í ár féllu í skaut leikhópsins Kellinga. Kellingarnar eru hópur kvenna á Akranesi sem undanfarin ár hafa staðið fyrir sögurölti um Akranes þar sem þær stíga á stokk og segja …

Frumkvæðissjóður DalaAuðs úthlutar styrkjum

SSVFréttir

  Föstudaginn 4. nóvember var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. Úthlutunarhátíðin var haldin á Laugum í Sælingsdal. DalaAuður er samstarfsverkefni SSV, Byggðastofnunar og Dalabyggðar og er eitt af verkefnum undir hatti brothættra byggða. Verkefnið hófst í mars á þessu ári og er þetta fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóði þess. Að þessu sinni voru 12.250.000 kr voru til úthlutunar. Alls bárust 30 umsóknir …

Heima Skaginn 2022 fer fram um helgina

SSVFréttir

  Nú um helgina fer fram tómnlistarhátíðin Heima Skaginn á Akranesi og er þetta í þriðja skipti sem hátíðin er haldin. Hátíðin gengur út á að landsþekkt tónlistarfólk heldur tónleika á óhefðbundnum stöðum víðs vegar um bæinn. Í staðin fyrir að blása til tónleika í tónleikahöllum eða samkomuhúsum er sviðið helst heimili fólks eða vinnustaður. Á hátíðinni í ár koma …

Taktu þátt í Ímyndarkönnun Vesturlands!

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa nú fyrir ímyndarkönnun Vesturlands en slík könnun var síðast gerð árið 2007. Við óskum því eftir að íbúar annarra landshluta taki þátt í könnuninni en þátttakendum er boðið að skrá sig í gjafaleik þar sem glæsilegir vinningar eru í boði: *Útreiðartúr fyrir tvo hjá Fjeldsted hestum í Borgarfirði *Gjafabréf fyrir tvo í Sky Lagoon *Gjafabréf …

Vörðum leiðina saman

SSVFréttir

Innviðaráðuneytið , í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman.  Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður nýsamþykkt byggðaáætlun kynnt. Öllum er velkomið að taka þátt í fjarfundunum, sem flestir …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

SSVFréttir

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS ÚTHLUTUN JANÚAR 2023 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.      Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU:       -Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar     …