Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, úthlutaði styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 (aðgerð C.1). Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023. Af þeim …
Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í fimm landa vinnustofu í London
Íslandsstofa skipulagði vinnustofuna í samstarfi við Visit Finland, Visit Greenland, Visit Faroe Islands og Visit Estonia. Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í hinni árlegu fimm landa vinnustofu í London sem Íslandsstofa skipulagði í samstarfi við Visit Finland, Visit Greenland, Visit Faroe Islands og Visit Estonia. Að þessu sinni tóku þátt um fimmtíu ferðaþjónustuaðilar frá löndunum fimm. Þar á meðal voru fjórtán …
Ríkisútvarpið mun auglýsa að nýju lausa stöðu fréttamanns á Vesturlandi síðar á þessu ári
Á 173. fundi stjórnar SSV sem fór fram í lok janúar var starfsemi RÚV á Vesturlandi til umræðu. Í kjölfar umræðunnar bókaði stjórn SSV eftirfarandi: „ Stjórn Samtaka sveitarfélaga Vesturlandi skorar á yfirstjórn Ríkisútvarpsins að auglýsa nú þegar eftir fréttamanni til starfa á Vesturlandi. Undanfarin ár hefur fréttamaður RÚV verið staðsettur í Borgarnesi og flutt fréttir af Vesturlandi. Það hefur …
Stjórn SSV skorar á Matvælaráðuneytið
Á síðasta fundi stjórnar SSV var m.a. rætt um smölun ágangsbúfjár. Í kjölfar umræðu samþykkti stjórn SSV eftirfarandi bókun: Stjórn SSV skorar á matvælaráðuneytið að hefja endurskoðun á lögum um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Stjórn SSV ræddi ný birtan úrskurð dómsmálaráðuneytisins varðandi smölun ágangsbúfjár úr landi tiltekinnar jarðar. Í kjölfar umræðu samþykkti stjórn svohljóðandi bókun: „Stjórn SSV lýsir yfir þungum áhyggjum …
Frumkvöðlahraðall fyrir konur
Háskóli Íslands stendur í vetur fyrir frumkvöðlahraðli fyrir konur undir merkjum AWE eða Academy for Woman Entrepreneurs í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi. Aðrir samstarfsaðilar eru FKA – félag kvenna í atvinnulífinu og Samtök kvenna af erlendum uppruna. Þetta er í þriðja sinn sem hraðallinn er haldinn. Kynnið ykkur málið á heimasíðu verkefnisins og facebook: https://awe.hi.is/ https://www.facebook.com/AWEiceland
Styrkir til atvinnumála kvenna – opið fyrir umsóknir
Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2023 lausa til umsóknar! Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000 Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu. Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi. Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar. Viðskiptahugmynd …
,,Heldurðu þræði?” – Nýsköpunarnámskeið fyrir frumkvöðla í textíl vorið 2023
Háskóli Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands býður upp á nýsköpunarnámskeið sem tengist textílvinnslu. Námskeiðið nefnist „Heldurðu þræði?“ og hefst 7. febrúar – með kynningarfundi. Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur með áherslu á textíl eða eru í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína. Námskeiðið er haldið í tengslum við evrópska …
Opnir fundir fyrir ferðaþjónustuna
Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks. Alls verða átta fundir um allt land. Dagskrá hvers fundar er sérsniðin að svæðinu og …
Handhafi Landstólpans 2023 lýst eftir tilnefningum
Landstólpinn 2023 ALMENNT 30 JANÚAR, 2023 Landstólpinn er samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar sem veitt er árlega á ársfundi stofnunarinnar. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar. Hér með …
Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutar 48. milljónum
Föstudaginn 20. janúar veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð styrkja nam 48.080.000 króna. Þetta er níunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands. Úthlutunarhátíðin var haldin á Breið nýsköpunarsetri á Akranesi og var gríðarlega góð mæting þó svo …