Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna

SSVFréttir

Arnar Sigurðsson hjá samfélagslegu tilraunstofunni Austan mána ríður á vaðið í fyrirlestraröðinni Forvitnir frumkvöðlar og fjallar hann um frumkvöðlaferlið. Arnar er flestum hnútum kunnugur á því sviði, er bæði frumkvöðull sjálfur, jafnframt því sem hann hefur aðstoðað fjölda fólks við að koma verkefnum sínum á koppinn. Arnar hefur lengi verið virkur þátttakandi í nýsköpunarumhverfi Íslands, til að mynda sem fyrirlesari, ráðgjafi og …

Aukaíbúðir á Vesturlandi

VífillFréttir

Í dag kom út nýr Hagvísir Vesturlands og fjallar hann um aukaíbúðir á Vesturlandi. Aukaíbúð er íbúð í eigu aðila sem er búsettur í annarri íbúð. Heildarfjöldi íbúða í landinu var 157.551 í september 2024 og hafði fjölgað um 19% frá 2017. Aukaíbúðir voru 50.229 á sama tíma og hafði fjölgað um 11.781 eða 31% frá 2017 og voru þá …

Atvinnusókn Vestlendinga

VífillFréttir

Í dag kom út ný Glefsa. Þar er farið yfir svör nokkurra spurninga úr Íbúakönnun landshlutanna sem tengjast atvinnusókn Vestlendinga. Þetta voru spurningarnar 1) Í hvaða sveitarfélagi starfar þú / er starfsstöð þín? 2) Að hvað miklu leyti hefur þú val um að sinna starfi þínu hvar sem er og að kalla megi þitt starf óstaðbundið? Fram kemur m.a. að …

Ný grein um stærðarhagkvæmni í rekstri íslenskra sveitarfélaga

VífillFréttir

Í dag kom út grein um stærðarhagkvæmni í rekstri íslenskra sveitarfélaga í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál eftir Vífil Karlsson og Stefán Kalmansson hjá Rannsóknarsetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum en SSV tengist starfsemi þess all nokkuð. Þetta er tíunda útgáfa RBS eða útgáfa í samstarfi við aðra á þeim tveimur árum sem setrið hefur starfað. Í greininni kemur fram að …

Flokkun í anda hringrásarhagkerfis

SSVFréttir

Eitt af áhersluverkefnum sóknaráætlunar, Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, hófst árið 2022. Tilgangurinn með verkefninu var að draga úr magni úrgangs sem fer til förgunar frá aðilum á Vesturlandi og bæta þar með nýtingu auðlinda, m.a. með hliðsjón af þeim breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi í janúar 2023. Samið var við Environice ehf. um ráðgjöf í verkefninu …

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna – skráningu lýkur 19. des

SSVFréttir

Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem rúmlega þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að kynnast betur fólki í ferðaþjónustu og fjölmörgum fagaðilum sem koma á Mannamót. Ísland hefur upp á margt að bjóða, allan ársins hring og …

Haustfundur atvinnuþróunarfélaga á Austurlandi dagana 7. og 8. nóvember sl.

SSVFréttir

Atvinnuráðgjafar og framkvæmdastjóri SSV sátu haustfund atvinnuþróunarfélaga á dögunum.  Dagskráin hófst með ráðstefnu í Valaskjálf þar sem Dagmar Ýr Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, kynnti m.a. áhugaverða tölfræði og starfsemi á starfssvæði Austurbrúar í fyrsta erindi dagsins og þar á eftir fjallaði Arnar Sigurðsson hjá Austan mána um samstarf við Austurbrú um eflingu frumkvöðla og nýsköpunar á Austurlandi. Að loknum hádegisverði fjallaði …

Snjöll aðlögun í byggðaþróun – verkefnisstjóri DalaAuðs á ráðstefnu í Svíþjóð

SSVFréttir

Í vikunni sem leið tók verkefnisstjóri DalaAuðs þátt í vinnustofu á vegum Nordregio um snjalla aðlögun í byggðaþróun. Nordregio er norræn rannsóknarstofnun sem sérhæfir sig í skipulags- og byggðamálum. Auk starfsmanns SSV fóru tveir starfsmenn Byggðastofnunar og einn frá Austurbrú á vinnustofuna sem haldin var í Stokkhólmi 27. nóvember. Vinnustofan var hluti af rannsóknarverkefni sem ber yfirskriftina Smart adaptation to …