Mannaþefur í helli mínum – sumarmót sagnaþula

SSV Fréttir

Laugardaginn 19. ágúst Haldið á Snæfellsnesi, á Hellissandi og í Rifi   Skipuleggjendur: Félag sagnaþula, Sögustofan í Grundarfirði og Sagnaseiður á Snæfellsnesi Tengiliðir fyrir nánari upplýsingar: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Grundarfirði, sigurborgkristin@gmail.com, sími 866 5527 og Berglind Ósk Agnarsdóttir, Fáskrúðsfirði, bergoa64@gmail.com, sími 822 1817. Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/1027750571734662 Miðar á tix.is: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/15920/ í helli mínum er dagskrá fyrir öll sem elska …

Sjálfbær Vestfjarðaleið

SSV Fréttir

Við þurfum þínar hugmyndir! Vestfjarðaleiðin er ferðaleið þar sem auðvelt er að kanna króka og kima svæðisins og upplifa óspillta náttúru og víðerni sem sífellt verður erfiðara að finna. Hacking Vestfjarðaleiðin er vettvangur fyrir hugarflug nýrra hugmynda og opinn öllum sem hafa áhuga á nýsköpun í Vesturlandi og á Vestfjörðum. Í þessu lausnamóti (24.-25.águst) þurfum við ÞIG til þess að …

Beint frá býli dagurinn um allt land – Afmælishátíð á Háafelli-Geitfjársetri

SSV Fréttir

Víða á Íslandi má finna bændamarkaði, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Sumir þeirra eru aðeins starfræktir á sumrin, en aðrir árið um kring. Vesturland er þar engin undantekning og víða um landshlutann má nálgast vörur merktar „Frá fyrstu hendi“ og/eða „Sveitamatur“ sem eru gæðamerki félagsins Beint frá býli, á matvælum íslenskra sveita þar sem framleiðslan byggir eingöngu á íslensku hráefni og íslenskri …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir

SSV Fréttir

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS ÚTHLUTUN SEPTEMBER 2023 Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í ÞESSARI ÚTHLUTUN ERU VEITTIR STYRKIR TIL ATVINNUÞRÓUNAR OG NÝSKÖPUNAR EKKI eru veittir styrkir í …

Sumarlokun skrifstofu SSV

SSV Fréttir

Skrifstofa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður lokuð frá og með miðvikudeginum 19 júlí  til  miðvikudagsins 9 ágúst n.k.  vegna sumarleyfa starfsfólks. Bendum á heimasíðu okkar ssv.is   

Símenntun á Vesturlandi stendur fyrir ljósmyndasamkeppni

SSV Fréttir

Símenntun á Vesturlandi stendur fyrir ljósmyndasamkeppni frá 20. júní til 1. september 2023 Viðfangsefnið er fjölmenning og er öllum boðið að taka þátt. Svona ferðu að: Skref 1: Taktu mynd! Taktu mynd af einhverju sem þér finnst vera fjölmenning, eitthvað sem minnir þig á fjölmenningu eða sem þú tengir við fjölmenningu. Skref 2: Birtu myndina og notaðu tagg # Settu …

Stjórn SSV ályktar um viðhald á Snæfellsnesvegi (54)

SSV Fréttir

Á fundi stjórnar SSV nýverið varð m.a. umræða um vegamál á Vesturlandi, en Pálmi Sævarsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar var gestur fundarins.  Í kjölfar um umræðu um viðhald á Snæfellsnesvegi (54) samþykkti stjórn eftirfarandi; „Stjórn SSV skorar á yfirvöld samgöngumála að veita nú þegar fjármunum til þess að fara í viðhaldsverkefni við Snæfellsnesveg (54).  Viðhald á veginum, sérstaklega á kaflanum á milli …

Akstur úr Búðardal í Borgarnes fyrir nemendur og almenning fær hátt í 13 milljónir að styrk

SSV Fréttir

Í vikunni barst jákvætt svar frá Byggðastofnun þar sem fengust 12.850.000kr.- í tilraunaverkefni til að samþætta og opna akstur úr Búðardal í Borgarnes fyrir bæði nemendur og almenning. Þannig verður m.a. hægt að bjóða framhaldsskólanemum í Dalabyggð skólaakstur úr Búðardal  í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Markmiðið er að bæta þjónustu við nemendur og almenning sem og að skapa betri nýtingu …

Klasi safna, sýninga og setra á Vesturlandi formlega stofnaður

SSV Fréttir

Þann 6. júní var Klasi safna, sýninga og setra formlega stofnaður að Snorrastofu í Reykholti. Stofnunin er afrakstur vinnu sem hefur verið yfirstandandi síðan árið 2019, en verkefnið hefur verið unnið af ráðgjafafyrirtækinu Creatrix. Verkefnastjóri Creatrix er Signý Óskarsdóttir sem vann með Sigursteini Sigurðssyni, menningarfulltrúa SSV að stofnun klasans. Mótun klasans var gerð með samtölum við forstöðumenn og starfsfólk safna …