Ellefu tilboð bárust í gerð nýrrar urðunarreinar í Fíflholtum

SSVFréttir

Í dag verður undirritaður verksamningur milli Sorpurðunar Vesturlands hf. og Óskataks ehf. í Kópavogi um jarðvinnu verk sem ber nafnið ,,Fíflholt stækkun – Rein 5.“ Verkið var boðið út í nóvember á síðasta ári og voru tilboð opnuð 8. desember. Alls buðu ellefu fyrirtæki í verkið og var einungis eitt þeirra hærra en leiðrétt kostnaðaráætlun verkfræðistofunnar Eflu, en hún hljóðaði …

Seinni lota Vesturbrúar farin af stað

SSVFréttir

Seinni lotan í Vesturbrú fer af stað með krafti og mikill fróðleikur verið lagður inn hjá teymunum okkar. Lotan hófst með ráðgjafafundum þar sem teymin gátu sótt í viskubrunn atvinnuráðgjafa  SSV,  Helgu og Hrafnhildi, ásamt Svövu í RATA og Thelmu hjá Nývest. Fimmtudaginn 11. janúar var svo staðarlota í Sjóminjasafninu á Hellissandi. Dagurinn hófst á umræðum um fjárfesta og tækifæri …

Fjármál sveitarfélaga: Íbúaþróun og veltufé frá rekstri

VífillFréttir

Í dag kom út nýr Hagvísir sem fjallar um fjármál sveitarfélaga þar sem einblínt var á samhengi íbúaþróunar, fjárfestinga og veltufjár frá rekstri í sveitarfélögum á Vesturlandi. Veltufé frá rekstri er framlag rekstrar upp í afborganir af lánum og fjárfestingar. Tilefni viðfangsefnisins voru fréttir snemma á árinu 2023 af óvenjulegri stöðu í Sveitarfélaginu Árborg þar sem fjárhagsstaðan var slæm þrátt …

Fundur: Staða og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi

SSVFréttir

SSV stendur fyrir fundi um fjarskiptamál á Vesturlandi mánudaginn 22 janúar.  Fundurinn hefst kl. 09:00.  Á fundinum mun Þorsteinn Gunnlaugsson ráðgjafi hjá Gagna kynna nýja skýrslu um stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi sem hann vann á s.l. ári.  Allir velkomnir. Skýrsla: Staða á fjarskiptamálum á Vesturlandi 2023 Til að fá fundarboð á Teams þarf að skrá sig á fundinn hér að …

Heimsókn til Brunavarna Árnessýslu

SSVFréttir

Undanfarið hefur verið starfandi vinnuhópur á vegum SSV um aukið samstarf slökkviliða á Vesturlandi.  Hópurinn er skipaður fulltrúum frá sveitarfélögunum á Vesturlandi en Ragnar Sæmundsson bæjarfulltrúi á Akranesi er formaður hópsins.  Í síðustu viku heimsótti hópurinn, ásamt slökkviliðsstjórum á Vesturlandi,  Brunavarnir Árnessýslu til að fræðast um starfsemi þeirra og skipulag en Brunavarnir Ársnessýslu er sameiginlegt verkefni allra átta sveitarfélaganna í …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutar rúmlega 46 milljónum

SSVFréttir

Föstudaginn 12. janúar veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til 75 verkefna . Heildarupphæð styrkja nam 46.400.000 króna. Þetta er tíunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna en sjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Vesturlands. Að þessu sinni var úthlutunarhátíðin haldin í Hjálmakletti Borgarnesi og mættu rúmlega 120 manns. Páll S. Brynjarsson framkvæmdarstjóri SSV …

Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum

VífillFréttir

Rétt fyrir jól kom út greinin „Staða innflytjenda á vinnumarkaði á krepputímum eftir byggðamynstri og atvinnugreinum“ í sérhefti tímaritsins Íslenska þjóðfélagið. Í henni er fyrri greining á stöðu innflytjenda tekin lengra og bætt og þó sérstaklega m.t.t. byggðavinkilsins. Margt kemur þarna fram en hið áhugaverðasta er að innflytjendur njóta ekki svokallaðs borgarhagræðis á vinnumarkaði líkt og  Íslendingar njóta, t.d. í …

Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024 – Opið fyrir umsóknir

SSVFréttir

Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.  

Kjörstærð sveitarfélags gæti verið um tuttugu þúsund íbúar

SSVFréttir

Viðamikil könnun meðal íbúa íslenskra sveitarfélaga sýnir að þjónustan er almennt betri í fjölmennari sveitarfélögum en fámennari. Vífill Karlsson sérfræðingur í byggðarannsóknum segir margt erfiðara í fámennum samfélögum og að hröð þróun og auknar kröfur um þjónustu krefjist sérfræðiþekkingar sem fámenn dreifbýlissveitarfélög ráði illa við. Kjörstærð sveitarfélags gæti verið um tuttugu þúsund íbúar. Hægt er að hlusta á viðtalið við …