Sturla Böðvarsson fallinn frá

SSVFréttir

Sturla Böðvarsson fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi, þingmaður Vesturlands og ráðherra lést þann 10 janúar s.l. Sturla fæddist í Ólafsvík 23. nóvember 1945, hann hafði nýlokið námi í tæknifræði þegar hann var ráðinn bæjarstjóri í Stykkishólmi aðeins 28 ára gamall. Sturla var bæjarstjóri fram til 1991, en lét af störfum eftir að hann var kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sturla sat …

Nýsköpun og ný tengsl – Hvanneyri

SSVFréttir

KLAK – Icelandic Startups, Íslandsstofa, Tækniþróunarsjóður og Vísindagarðar HÍ halda opinn kynningarfund á Hvanneyri í samstarfi við Gleipni, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. fimmtudaginn  22 janúar kl. 16-18 DAGSKRÁ: Fjögur stutt og hnitmiðuð 15 mínútna erindi – KLAK kynnir sín verkefni en félagið heldur úti metnaðarfullri dagskrá árið um kring fyrir einstaklinga með hugmyndir og fyrirtæki í …

Heiður Haraldsdóttir ráðin nýr iðjuþjálfi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa ráðið í nýtt starf teymisstjóra í þróunarverkefninu „Gott að eldast“, með áherslu á samþætta félags- og heimaþjónustu fyrir eldra fólk á Vesturlandi. Í þessu nýja og fjölbreytta starfi mun Heiður leiða þverfagleg heimaendurhæfingarteymi sem starfa í samstarfi við HVE og sveitarfélög á Vesturlandi, með það að markmiði að þróa og styðja þjónustu sem stuðlar …

FORVITNIR FRUMKVÖÐLAR fyrsti hádegisfundur 6 janúar kl. 12

SSVFréttir

Hádegiserindi Forvitinna frumkvöðla hefjast á ný eftir hlé eftir áramót þegar fjallað verður um samfélagslega nýsköpun og hlutverk hennar í byggðaþróun. Fyrsti fyrirlestur ársins, „Forvitnir frumkvöðlar: Þegar íbúar móta framtíðina – samfélagsleg nýsköpun í þágu byggðaþróunar“ fer fram á Teams þriðjudaginn 6. janúar klukkan 12 á hádegi. Athugið að viðburðurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en áhugasöm geta skráð sig til þátttöku …

Vægi lykilatvinnugreina á Vesturlandi – nýr Hagvísir

VífillFréttir

Í dag kom út nýr Hagvísir Vesturlands. Þar var vægi (eða hlutfall) sex atvinnugreina í útsvarstekjum sveitarfélaga til skoðunar. Með þeim hætti má sjá hvort hagsmunir einstakra sveitarfélaga séu miklir eða litlir gagnvart tilteknum atvinnugreinum og þá hvort þær séu mjög háðar þeim. Til skoðunar voru sex atvinnugreinar sem segja má að séu landdreifðar atvinnugreinar: Sjávarútvegur, ferðaþjónusta, iðnaður, landbúnaður, hið …

Jólakveðja SSV

SSVFréttir

Starfsfólk sendir hugheilar jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og hlýhug á árinu sem er að líða.

FORVITNIR FRUMKVÖÐLAR hádegisfundir hefjast á ný

SSVFréttir

Hádegiserindi Forvitinna frumkvöðla hefjast á ný eftir hlé eftir áramót þegar fjallað verður um samfélagslega nýsköpun og hlutverk hennar í byggðaþróun. Fyrsti fyrirlestur ársins, „Forvitnir frumkvöðlar: Þegar íbúar móta framtíðina – samfélagsleg nýsköpun í þágu byggðaþróunar“ fer fram á Teams þriðjudaginn 6. janúar klukkan 12 á hádegi. Athugið að viðburðurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en áhugasöm geta skráð sig til þátttöku …

Þjónusta sveitarfélaga eftir stærð þeirra

VífillFréttir

Á vegum Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskólann á Bifröst er komin út greinin „Viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélaga eftir stærð þeirra, metin í fjölda íbúa“. Greinin birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál í dag. Þar kemur fram að íbúar fjölmennari sveitarfélaga eru töluvert ánægðari með þjónustu sem þau veita en íbúar þeirra fámennari. Það á aðallega við …

Kynning á niðurstöðum umhverfismats Aurora fiskeldi vegna landeldi á laxi á Grundartanga í Hvalfirði.

SSVFréttir

Aurora fiskeldi og EFLA munu halda kynningarfund á Hótel Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit miðvikudaginn 17. desember n.k kl. 17:30 Kynning á niðurstöðum umhverfismats er hluti af umhverfismatsferli og mikilvægur liður í að hagaðilar og almenningur hafi vettvang til að kynna sér helstu niðurstöður og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Dagsskrá: 1.       Aðstandendur félagsins munu kynna framkvæmdina 2.       EFLA mun fara yfir helstu …

Frumkvæðissjóður DalaAuðs auglýsir eftir styrkjum

SSVFréttir

Búið er að opna fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs. Umsóknarfresturinn er til 21. janúar 2026, kl. 12.00 á hádegi. DalaAuður er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar og er undir hatti brothættra byggða. DalaAuði er ætlað að veita byggðalaginu innspýtingu, með því að hvetja til nýsköpunar í Dalabyggð og efla frumkvæði íbúa í samfélagslegum verkefnum. Liður í því …