Sveitarfélögin á Vesturlandi óska eftir fundi með forsætisráðherra um neyðarástand í vegamálum á Vesturlandi

SSVFréttir

Sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa sent forsætisráðherra bréf vegna þess neyðarástands sem hefur verið í vegamálum undanfarið.  Í erindinu kemur fram að óskað er eftir fundi sem fyrst með forsætisráðherra og viðkomandi fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda og ástand veganna skerði ekki atvinnu- og mannlíf …

Upptakturinn – Lokakall

SSVFréttir

Þekkir þú skapandi ungmenni í 5.- 10. bekk sem gætu lumað á lögum fyrir Upptaktinn 2025? Nú er lag því enn er opið fyrir umsóknir. Þau lög sem dómnefnd velur úr umsóknum taka þátt í tónlistarsmiðju og vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda tónsmíðadeildar LHÍ.   Lögin eru flutt af fagfólki á glæsilegum tónleikum í Norðurljósasal Hörpu þann 11. apríl kl. 17.00. …

Hvar er gott að búa?

VífillFréttir

Í dag kom út ný Glefsa. Þar er farið yfir svör einnar spurningar úr Íbúakönnun landshlutanna 2023 sem tengist velferð Vestlendinga. Þetta er spurningin: Telur þú almennt séð, það vera gott eða slæmt að búa þar sem þú býrð? Akranessvæðið kom nokkuð vel út hvað þessa spurningu snertir borið saman við alla aðra landshluta hérlendis en Dalirnir bættu sig mest …

Styrkir til barnamenningar

SSVFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í tvo sjóði sem styrkja barnamenningarverkefni. Annars vegar er það List fyrir alla, sem er verkefni á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins með það að markmiði að veita börnum á grunnskólaaldri um land allt aðgang að gæða menningarefni óháð búsetu eða efnahag. List fyrir alla kallar eftir styrkumsóknum að menningarverkefnum ætluðum börnum um land allt, …

Ný Sóknaráætlun markar stefnu fyrir Vesturland

SSVFréttir

Nú hefur Sóknaráætlun Vesturlands verið undirrituð og í henni birtast meginmarkmið og áherslur sem unnið verður að á Vesturlandi til ársins 2029. Við endurskoðun sóknaráætlunar fór fram víðtækt samráð við íbúa í ýmsum hópum og hafa framtíðarsýn, meginmarkmið og áherslur verið skerpt og endurbætt frá fyrri áætlun. Í  nýrri Sóknaráætlun  er sett fram framtíðarsýn og fjögur meginmarkmið ásamt fimm áherslum …

Styrkir frá Rannís

SSVFréttir

Viljum benda á styrki á vegum Rannís, umsóknarfrestur er til kl. 15:00 mánudaginn 17. febrúar n.k. Atvinnuráðgjafar SSV geta aðstoðað við umsóknarskrif. Tækniþróunarsjóður- Vöxtur , Sprettur  Sjá nánari upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/fyrirtaekjastyrkur-vaxtarsprettur Tækniþróunarsjóður- Markaður  Sjá nánari upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/markadsstyrkur/bruarstyrkir Tækniþróunarsjóður – Sproti  sjá nánari upplýsingar: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/fyrirtaekjastyrkur-sproti Æskulýðssjóður Nánari upplýsingar hér: https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/aeskulydssjodur/

Atvinnumál kvenna styrkir

SSVFréttir

Ertu með góða hugmynd?    Vinnumálastofnun/félags-og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2025 lausa til umsóknar! Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 35.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. • Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu. • Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju …

Landsstólpinn 2025: kallað eftir tilnefningum

SSVFréttir

Byggðastofnun kallar eftir tilnefningum um handhafa Landsstólpans 2025. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar. Vestlendingar eru hér með hvattir til að líta yfir farin veg og láta vita af þeim sem hafa skarað fram úr og lagt af mörkum til byggðamála.      

Þórunn Jónsdóttir flutti fyrirlestur tvö í fyrirlestraröðinni „Forvitnir frumkvöðlar“, sem haldin er á vegum landshlutasamtakanna

SSVFréttir

Upptaka af fyrirlestri númer tvö í fyrirlestrarröðinni „Forvitnir frumkvöðlar“ er nú fáanleg. Þórunn hefur á ferli sínum skrifað hundruð umsókna og þekkir því vel hversu flókið það getur verið að semja góða umsókn. Í fyrirlestrinum deildi hún reynslu sinni af því hvað styrkumsóknir eiga sameiginlegt, óháð því hvar er sótt um, og hvað hefur reynst best til árangurs hingað til. …