Föstudaginn 10. júní var haldin Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þar sem veittir voru 15 styrkir til atvinnu- og nýsköpunarverkefna úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands.
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar einu sinni á ári til menningarverkefna en tvisvar á ári til atvinnu- og nýsköpunarverkefna.
Svala Svavarsdóttir, verkefnastjóri sjóðsins setti athöfnina og byrjað var á að veita 15 styrki að upphæð rúmlega 17.mkr. en alls bárust 18 umsóknir í sjóðinn. Ólafur Sveinsson, fagstjóri atvinnu- og byggðaþróunarsviðs SSV og Helena Guttormsdóttir formaður úthlutunarnefndar afhentu styrkina. Þá kom að því að hlýða á fræðsluerindi frá Helga Eyleifi Þorvaldssyni aðjúnkt við LBHÍ um nýsköpun. Næst komu upp fulltrúar tveggja styrkhafa og kynntu þau verkefnin. Það voru annars vegar Magnús Magnússon ritstjóri Skessuhorns sem sagði frá nýjum og frétta- og upplýsingavef. Hinsvegar voru það þær Inga Dóra Halldórsdóttir formaður stjórnar MB og Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari MB sem sögðu frá verkefninu skapandi rými.
Það verður spennandi að fylgjast með framgangi þessara flottu verkefna og óskar SSV styrkhöfum innilega til hamingju!
Verkefnin sem hlutu styrki voru:
Frétta- og upplýsingavefur – Nýsköpun í starfandi fyrirtæki / Skessuhorn ehf. 3.000.000
Umsjón Skapandi Rýmis / Menntaskóli Borgarfjarðar ehf. 2.500.000
Vindhverflar / Allt Hitt ehf. 2.500.000
Innovating industrial conveyor belt systems / Jonas Slapsinskas 1.700.000
Kirkjufell Express / Thor Kolbeinsson 1.500.000
Skógarauður / Dalirnir heilla ehf. 1.000.000
Snorri lifir! Ný nálgun í þróun sýninga Snorrastofu / Snorrastofa í Reykholti 1.000.000
Ljótu agúrkurnar / Jón Kristinn Ásmundsson 800.000
Virkjun í Þrándargili / Bjarni Hermannsson 740.000
Útiræktun grænmetis í Ásgarði / Skugga-Sveinn ehf. 500.000
Keila sem afþreying fyrir almenning / Keilufélag Akraness 500.000
Þróun á aðferðum til framleiðslu á líförvandi vökva úr þangi / Asco Harvester ehf. 400.000
Sóleysaumar / Sóley Jónsdóttir 400.000
Spíruræktun / Örjurtaræktun á Snæfellsnesi / Ræktunarstöðin Lágafelli ehf. 400.000
Brúðkaups- og fjölskyldu ljósmyndari á Vesturlandi / Gunnhildur Lind Hansdóttir 300.000