Nemendur í skapandi greinum við Háskólann á Bifröst hafa gefið út veglegt jólablað.
Jólaritið inniheldur margt skemmtilegt, þ.á.m. umfjöllun um nýtt listagallerí sem verður opnað á Bifröst bráðlega og viðtöl við kennara og bændur í nágrenni háskólans. Þá eru jólauppskriftirnar á sínum stað ásamt jólaföndri og öðru jólalegu eins og sagan af því þegar Stúfur Grýluson týndist.
Af áhugaverðum viðtölum má nefna heimsókn til hjónanna á Bjarteyjarsandi, en það býli hefur verið í ábúð innan sömu fjölskyldu allt frá árinu 1887. Núverandi ábúendur eru ung hjón, sem hafa m.a. hlotið verðlaun í norrænni matarhandverkskeppni. Þá segir Sirrý frá niu ómissandi atriðum á aðventunni og jólum.
Til stóð hjá útgefendum að efna til útgáfuteitis, en vegna hertra sóttvarnareglna varð að hætta við það. Eftir stendur þetta brakandi ferska og skemmtilega blað sem óhætt er að mæla með, sjá hlekk hér að neðan: