Frumkvöðlaverðlaun Vesturlands voru afhent í gær, 31.maí í annað sinn en þetta var í fyrsta skipti sem haldinn er Frumkvöðladagur.
Titilinn Frumkvöðull Vesturlands árið 2006 fékk All Senses hópurinn sem er hópur ferðaþjónustuaðila sem byggir á þeirri hugmyndafræði að samvinna sé vel framkvæmanleg í samkeppni.
Það var Sigríður Finsen, stjórnarformaður SSV sem tilkynnti um úrslitinn en sérstök dómnefnd fór yfir þær tilnefningar sem bárust, og afhentu þeim viðurkenniningarskjöl því til staðfestingar.
Verðlaunagripurinn var gerður af Oddnýju Þ. Bragadóttur í Kristý í Borgarnesi.
Aðrir sem hlutu tilnefningar voru:
Múlavirkjun ehf, Andrés Konráðsson, Eyrbyggja, Gísli Einarsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, María Guðrún Nolan, Víngerðin í Borgarnesi, Smellinn ehf, Ísagn ehf, Guðrún Bergmann, Runólfur Guðmundsson, Skipavík, Ásgeir Valdimarsson, Reykofninn Grundarfirði, Haukur Þórðarson, Hótel Glymur, Ásmundur E. Daðason, Landnámssetrið og Tölvuþjónustan SecureStore.