Nýskráningar hlutafélaga og einkahlutafélaga 2002 – 2006

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Hagstofa Íslands gaf út í janúar sl. Hagtíðindi þar sem var sagt frá nýskráningum hlutafélaga og einkahlutafélaga á árunum 2002 – 2006. Í þeim kemur fram að nýskráð hluta- og einkahlutafélög voru 3.191 á árinu 2006 og fjölgaði nýskráningum um 9% frá árinu 2005.

Á Vesturlandi var töluverður samdráttur á tímabilinu en árið 2002 voru 179 nýskráningar í kjördæminu en árið 2006 voru þær 96.

Að meðaltali voru 10,4 nýskráð hluta-og einkahlutafélög á hverja þúsund íbúa árið 2006. Flest voru þau á Höfuðborgarsvæðinu eða 11,8 á hverja þúsund íbúa. Vesturland var með 6,3 skráningar á hverja þúsund íbúa.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér með því að smella á linkinn fyrir neðan.

Nýskráningar hlutafélaga og einkahlutafélaga 2002 – 2006