Úttekt á virkjunarkostum á Vesturlandi

SSVFréttir

Nýverið var gengið frá samningi á milli SSV og Arnarlækjar um úttekt á virkjunarkostum á Vesturlandi.   Arnarlækur tekur að sér að skoða og greina allt að 70 mögulega virkjunarkosti á Vesturland, þar sem sérstök áhersla er lögð á virkjanir af stærðargráðunni 50kW til 10MW. Arnarlækur hefur þegar hafið vinnu við verkefnið og er áætlað að því ljúki í lok mars 2020.   Niðurstöður verkefnisins verða í formi flokkunar á valkostum ásamt tillögum um frekari athuganir.  

Eigendur Arnarlækjar, Arnar Berþórsson og Arnar Björgvinsson ásamt þeim Páli S. Brynjarssyni og Ólafi Sveinssyni frá SSV.