Sigursteinn ráðinn verkefnastjóri hjá SSV

SSVFréttir

Sigursteinn Sigurðsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá SSV.  Sigursteinn er arkitekt að mennt og hefur starfað sem slíkur í Borgarnesi undanfarin átta ár en auk þess starfaði hann að sérverkefnum fyrir SSV á árunum 2012 til 2014.  Sigursteinn hefur í gegnum tíðina komið að ýmsum verkefnum á Vesturlandi, hann var einn af stofnendum Vitbrigða Vesturlands sem eru samtök fólks í skapandi greinum og hefur setið þar í stjórn, hann hefur ásamt fleirum haldið utan um listsýninguna Plan B í Borgarnesi auk þess að taka þátt og vinna að ýmsum samfélagsmálum.

Helstu verkefni nýs verkefnastjóra verða umsýsla með menningarmálum, þátttaka í ýmsum byggðarþróunarverkefnum og eftirfylgni með Velferðarstefnu Vesturlands.

Sigursteinn var valinn úr hópi rúmlega þrjátíu umsækjanda en Hagvangur hélt utan um ráðningarferlið.

Við bjóðum Sigurstein velkominn til starfa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

Sigursteinn Sigurðsson