Akranesviti talin ein besta ferðauppgötvun ársins

SSVFréttir

Ferðablaðamenn breska tímaritsins Guardian fara fögrum orðum um Akranesvita í nýrri grein, „The best travel discoveries of 2018: chosen by Guardian writers“.

Þar telja þeir Akranesvita meðal tólf bestu uppgötvana í ferðamennsku árið 2018. Blaðamaðurinn Robert Hull segir frá heimsókn sinni á Akranes. Á meðan félagi hans einbeitti sér að myndatökum með Akrafjall og Esjuna í baksýn, þá gekk hann í átt að Akranesvita og gaf sig á tal við Hilmar Sigvaldason vitavörð. Robert segir frá því að vitinn, sem reistur var árið 1944, hafi gengið gengið í endurnýjun lífdaga sem menningarhús.

„Hljómburðurinn inni í vitanum er undraverður og hljómurinn svo eftirminnilegur að þar eru haldnir persónulegir og notalegir tónleikar, auk þess sem vitinn er notaður sem sýningarstaður. Landslagið á Skaganum er ótrúlegt og Akranes er aðeins í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík, ef farið er um hin áhrifamiklu Hvalfjarðargöng,“ skrifar Robert í Guardian.

Frétt af vef Skessuhorns.

Ferðamenn við Akranesvita síðasta sumar. Ljósm. úr safni/ glh.