Vaxtarsprotaverkefnið í Dölum og Reykhólahreppi

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Nú á haustmánuðum stendur fólki í sveitum Dalabyggðar og Reykhólahrepps til boða þátttaka í stuðningsverkefni sem lýtur að eflingu atvinnusköpunar í sveitum. Verkefnið, sem nefnt er Vaxtarsprotar, er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Framkvæmd verkefnisins verður í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Bækling má finna hér

Sumarlokun skrifstofu SSV

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Skrifstofa Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og samstarfsstofnana verður lokuð frá og með mánudeginum 21. júlí vegna sumarleyfa. Skrifstofan verður opnuð aftur þriðjudaginn 5. ágúst nk. Þeir sem eiga brýn erindi er bent á að hringja í Hrefnu gsm 863-7364.

Vesturland og svæðasamstarf í Evrópu.

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

SSV hefur fengið aðila til að vinna að verkefni sem kallast ,,Vesturland og svæðasamstarf í Evrópu“. Í verkefninu er leitast við að greina möguleika og tækifæri Vesturlands sem svæðis til þátttöku í svæðasamstarfi í Evrópu. Á næstu dögum mun skýrsla liggja fyrir og verða kynnt.

Open Days í Brussel 6. – 9. október 2008

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Opnir dagar, Héraðsnefndar Evrópusambandsins verða haldnir í Brussel 6. – 9. október n.k. SSV, Fjórðungssamband Vestfjarða og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra eru í samstarfi um framlag á þessum helsta viðburði sveitarstjórnarmanna í Evrópu. Kynning verður á landshlutunum fyrir öðru sveitarstjórnarfólki í Evrópu og vonandi fjárfestum sem hafa áhuga á fjárfestingum utan síns heimalands. Fjöldi sveitarstjórnarmanna sækir viðburði á Opnum dögum og var í fyrsta skipti á síðasta ári sem

Kynningarfundur Atvinnumál kvenna

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Kynningarfundur um styrki til atvinnumála kvenna verður haldinn í Borgarnesi 23.september nk. Auk kynningar á styrkjum verða erindi frá frumkvöðlakonu, frá sérfræðingi á Byggðastofnun auk þess sem Atvinnuráðgjöf Vesturlands mun kynna þjónustu sína við frumkvöðla. Opnuð hefur verið heimasíða þar sem nálgast má umsóknareyðublað ásamt nánari upplýsingum og er slóðin www.atvinnumalkvenna.is Dagskrá fundarins má finna hér

Magn til urðunar minnkar um 18% á milli ára

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Í lok mai á þessu ári höfðu verið urðuð 3.885.780 kg. í Fíflholtum. Á sama tímabili árið 2007 voru urðuð 4.739.100 kg. Það sem af er árinu 2008 hafa því verið urðuð 853.320 kg. minna magn en fyrstu mánuði ársins 2007. Þetta eru athyglisverðar tölur. 18% minna magn á þessu ári ef m.v. er við fyrstu fimm mánuði ársins.

Kynningaferð um Snæfellsnes, 16. júní 2008

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Mánudaginn 16. Júní var farin upplýsinga- og kynningarferð um Snæfellsnes, sem atvinnuráðgjöf SSV skipulagði fyrir þá aðila sem vinna að opinberri upplýsingagjöf til ferðamanna á Snæfellsnesi.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir styrki til einstaklinga og fyrirtæki á landsbyggðinni

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Fyrirtæki og einstaklingar geta sótt um neðangreinda styrki: Framtak: sem veitir faglegan og fjárhagslegan stuðning til að þróa hugmynd að þjónustu eða vöru í markaðshæfa afurð. Styrkupphæð allt að kr. 3.000.000 Skrefi framar: veitir stuðning til kaupa á ráðgjöf til nýsköpunar eða umbóta í rekstri. Styrkupphæð allt að kr. 600.000 Frumkvöðlastuðningur: veitir frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni styrki til að þróa viðskiptahugmyndir. Styrkupphæð allt að kr. 600.000 Frekari upplýsingar

Sjávarrannsóknarsetrið Vör Frumkvöðull Vesturlands 2007

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi Fréttir

Sjávarrannsóknarsetrið Vör var valin Frumkvöðull Vesturlands 2007. En Frumkvöðladagur Vesturlands var haldinn hin 6. Maí 2008. Sjávarrannsóknarsetrið hlaut verðlaunin fyrir öflugt rannsóknar starf á lífríki Breiðarfjarðar. Sjávarrannsóknarsetrið Vör er sjálfseignarstofnun og standa 22 aðilar að baki stofnunarinnar. Stofnunin hefur það að megin markmiði að rannsaka lífríki Breiðafjarðar og auka þekkingu okkar á vistkerfinu og nýtingarmöguleika auðlinda svæðisins. Erla Björk Örnólfsdóttir forstöðukona Varar tók við viðurkenningu.