Rafrænt og vel heppnað Haustþing SSV

SSVFréttir

Pallborðsumræður í fullum gangi á Haustþingi SSV

Haustþing SSV var haldið 16. október síðast liðinn í fjarfundi. Þingið átti upphaflega að vera í Árbliki í Dalabyggð þennan dag en sökum samkomutakmarkana þurfti að færa það á netið. Þingið heppnaðist mjög vel og var ánægja með framkvæmdina þó svo að flestir hefðu frekað kosið að hittast vestur í Dölum.

Þemað í ár var „staðsetning opinberra starfa á vegum ríkisins“ og var sett upp pallborð þar sem fjórir frummælendur fluttu erindi og sköpuðust líflegar umræður í framhaldinu. Einnig ávörpuðu þingið Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Haraldur Benediktsson fyrsti þingmaður Norðvestur kjördæmis og Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hægt er að finna fundargerð og ályktanir í meðfylgjandi link og horfa á ávörpin og pallborðið á YouTube rás SSV:

Fundargerð og ályktanir
Ávörp formanns og gesta
Pallborð – inngangserindi og umræður