71 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

71 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
71.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Þriðjudaginn 22.05.2007 kl. 12.30 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Hótel Glym, Hvalfjarðarsveit.
Mætt voru:
Björn Elíson
Jón Pálmi Pálsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Jón Rafn Högnason
 
Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð
Laufey Sigurðardóttir
 
 

  1. Bréf Akraneskaupstaðar, dags. 11.05.2007 vegna undirskriftarlist íbúa út af lyktarmengun.

Samþykkt að fela framkv.stj. að svara bréfinu
 

  1. Starfsmannamál

Framkv.stj. greindi frá því að frekar dræmar undirtektir hefðu verið við auglýsingu vegna afleysingamanns í sumar. Hins vegar væri maður með full réttindi tilbúinn að starfa í 6 vikur frá 15. júní. Í umræðunni kom fram að framkv.stj. ætti inni mikið sumarleyfi frá seinustu tveimur árum.
Jón Pálmi ræddi þann möguleika á að gera upp við framkvæmdarstjóra ótekið orlof frá fyrri árum, þannig að ekki þurfi að koma til formlegra afleysinga fyrir þann tíma.  Ákvörðun um það frestað til næsta fundar.
 

  1. Sjóðsteymi og endurskoðuð fjárhagsáætlun

Með hliðsjón af þeirri stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum, einnig vegna ráðningar afleysingamanns, var lagt fram erindi um sjóðstreymi eins og það yrði að óbreyttu ástandi og endurskoðuð fjárhagsáætlun með hliðsjón af þeirri stöðu og því að kostnaður vegna sýnarannsókna hefði hækkað um áramót.
Fjárhagsáætlunin samþykkt og jafnframt samþykkt að hækka gjald fyrir sýnakostnað úr kr. 9000 í kr. 9500. Endurskoðuð fjárhagsáætlun verði send sveitarstjórnum til samþykktar.
 

  1. Greint frá vorfundi HES með UST að Flúðum 9.-10. maí s.l.

Frestað en stjórnarmönnum verður send fundargerð frá vorfundinum.
 

  1. Starfsleyfi lögð fram til samþykktar
  • Matvöruverslun Kaskó, Kalmansvöllum 1 Akranesi
  • Bensínorkan, Akranesi

Samþykkt
 
 
 

  1. Önnur mál
  • Rætt á ný um stjórnsýslukæru sem borist hafði vegna endurútgáfu starfsleyfis fyrir starfsemi Laugafisks á Akranesi.

Formaður og framkv.stj. ræddu við framkvæmdastjóra Laugafisks 30. apríl s.l. og greindu henni frá stöðu mála og afstöðu heilbrigðisnefndar frá seinasta fundi. Ekkert formlegt erindi hefði borist frá fyrirtækinu en bæði framkvæmdastjóri Laugafisks og lögmaður fyrirtækisins höfðu ræðst við í síma.
Með hliðsjón af túlkun Umhverfisráðuneytisins á því að við endurnýjun starfsleyfis fyrir Laugafisk ehf og sambærileg fyrirtæki, beri viðkomandi heilbrigðisnefndum að fjalla um þau eins og um ný starfsleyfi sé að ræða og gefa íbúum og öðrum aðilum sem málið varðar, kost á að koma athugasemdum sínum á framfæri áður en starfsleyfi er afgreitt, samþykkir heilbrigðisnefndin að taka upp starfsleyfi Laugafisks ehf og auglýsa það til athugasemda með hefðbundnum hætti.  Framkvæmdarstjóra falið að annast málið og jafnframt gera fyrirtækinu grein fyrir afgreiðslu nefndarinnar.
,,Samhliða þessu samþykkir heilbrigðisnefnd að mæla með því við umhverfisráðuneytið að undanþága fyrir starfsleyfi verði gefin út fyrir Laugafisk hf., sem byggi á eldra starfsleyfi heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 16. apríl 2003, þar til formlegu ferli vegna auglýsingar og útgáfu starfsleyfis lýkur eigi síðar en í september 2007.”
 

  • Dýrahald vegna hunda- og kattasamþykkta

 Fyrirspurn Rósu vegna samþykktar heilbrigðisnefndar frá seinasta fundi um aðkomu HeV að gæludýrahaldi.
Í umræðunni kom fram að skráningar og almennt eftirlit ætti ekki að vera hjá HeV. Hins vegar kæmi HeV að málum þegar um brot væri að ræða á  gildandi samþykktum enda er það skýrt tekið fram í viðkomandi samþykktum.
 

  • Lögð fram drög að samningi milli HeV og Borgarbyggðar vegna þjónustu bókhalds og fjárreiðna, dags 22.05.2007

Samþykkt að fela framkv.st. að ganga til samninga við Borgarbyggð byggðum á meðfylgjandi drögum með fyrirvara um smábreytingu á lið 5.
 

  • Kvörtun vegna rykmengunar frá Sementsverksmiðjunni

Jón Pálmi greindi frá kvörtun og ljósmyndum sem íbúi við Suðurgötu á Akranesi hefði sent á tölvupósti vegna rykmengunar frá Sementsverksmiðjunni og svörum hans við erindinu.
Af þessu tilefni skal tekið fram að fyrirtækið er með starfsleyfi og eftirlitsskyldu af hálfu Umhverfisstofnunar
Framkv.stj. falið að koma umræddri kvörtun á framfæri við UST
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.50.