41 – Sorpurðun Vesturlands

admin

41 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð
 Sorpurðunar Vesturlands hf.


Miðvikudaginn 16. mai  2007 kl. 16:00 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.


Stjórnarfundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. miðvikudaginn 16. mai kl. 16.  Mættir voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Kristinn Jónasson, Bergur Þorgeirsson, Gunnólfur Lárusson; Sæmundur Víglundsson og Magnús Ingi Bæringsson.  Sigríður Gróa Kristjánsdóttir var í símasambandi við fundinn.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

Tillaga verkefnisstjórnar til stjórna sorpsamlaga á Suðvesturlandi.
Fram lögð til samþykktar tillaga verkefnisstjórnar sorpsamlaga á Suðvesturlandi um val á nýjum leiðum til förgunar lífræns úrgangs.

 

Verkefnisstjórnin leggur eftirfarandi til við stjórnir samningsaðilanna:
• Að henni verði falið að vinna nú þegar tillögu að heppilegu samstarfsformi vegan framkvæmda á heildarlausnum og að niðurstaða þeirra liggi fyrir eigi síðar en 15. september 2007.
• Að henni verði falið að hefja nú þegar könnunarviðræður við sveitarfélög um staðsetningu lausna í samræmi við niðurstöður úttektar nefndarinnar.
• Að stjórnir samningsaðilanna taki sem first formlega afstöðu til þeirra hugmynda sem nefndar eru hér að framan um að urðun lífrænna og/eða brennanlegra efna verði hætt eigi síðar en 2020.

 

Talsverðar umræður urðu um tillögur verkefnisstjórnar. 
Þær voru samþykktar samhljóða.

 

Heimsókn Cees og fundur með Stefáni Gíslasyni 14. mai 07.
Þriðjudaginn 14. mai kom Cees, fulltrúi Umhverfisstofnunar, í eftirlitsferð til Fíflholta og fundaði með framkvæmdastjóra Sorpurðunar og Stefáni Gíslasyni, UMÍS.
Stefán lagði fram ófullgerða skýrslu um sýnatöku við urðunarstaðinn í landi Fíflholta. 


Heimsókn í Fíflholt.
Í framhaldi af fundi Stefáns Gíslasonar og Cees, var haldið til Fíflholta í eftirlitsferð.  Athygli vakti að aspestsrör voru ekki röðuð í gryfju eins og um var samið.  Talsvert fok er á svæðinu sem bæta þarf úr.  Mikið hefur verið notað af flís, t.d yfir urðunarreinar.  Leggja þarf áherslu á að farið verði að keyra jarðveg yfir þær.
Væntanleg er eftirlitsskýrsla Cees.

 

Önnur mál.
Uppsögn samnings – áframhaldandi rekstur urðunarstaðarins.
Rætt um mögulegar úrfærslur á áframhaldandi rekstri urðunarstaðarins.
Framkvæmdastjóra falið að fá VST til að vinna fyrstu drög að útboðsgögnum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.