4 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

admin

4 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands – aðalfundir

FUNDARGERÐ

 

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands árið 2006

 

Þriðjudaginn 22. maí árið 2007 var aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands haldinn í Hótel Glym Hvalfjarðarsveit og  hófst kl. 13.50.

 

Fundinn sátu:

Stjórnarmenn: Björn Elíson, Jón Pálmi Páls­son, Sigrún H. Guðmundsdóttir, Finnbogi Rögnvaldsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, Rósa Guðmundsdóttir og Jón Rafn Högnason.

Starfsmenn: Helgi Helga­son og Laufey Sigurðardóttir.

Fulltrúar aðildarsveitarfélaga með umboð: Einar Örn Thorlacius fyrir Hvalafjarðarsveit, Björn Elíson fyrir Akranes, Finnbogi Rögnvaldsson fyrir Borgarbyggð og Gunnólfur Lárusson fyrir Dalabyggð. Þá var Ragnhildur Helga Jónsdóttir starfsmaður UMÍS ehf gestur fundarins.

 

Björn Elíson setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Stakk hann síðan upp á sér sem fundarstjóra og Helga Helgasyni til að rita fundargerð.

 

Svohljóðandi dagskrá lá fyrir fundinum:

1.     Skýrsla stjórnar

2.     Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2006

3.     Ársreikningur 2006

4.     Önnur mál.

 

1)  Skýrsla stjórnar.

Formaður, Björn Elíson, flutti skýrslu stjórnar HeV. Fór hann síðan helstu mál stjórnar. Kom þar fram að málefni Laugafisks á Akranesi hefðu tekið drjúgan tíma sem fyrr. Borist hefði stjórnsýslukæra vegna endurnýjuðu starfsleyfi sem heilbrigðisnefnd hefði veitt fyrirtækinu án sérstakrar kynningar eða auglýsingar. Heilbrigðisnefndin hefði ákveðið að afturkalla leyfið og láta það fara í auglýsingarferil enda hefði túlkun nefndarinnar á viðbrögðum umhverfisráðuneytis verið á leið að auglýsa bæri starfsleyfi við endurnýjun jafnvel þótt um óbreytta starfsemi væri að ræða.

Formaðurinn á starfsemi í Hvalfirði og víðar vegna hvalveiða sem hófust á síðasta ári og gekk ekki átakalaust að ákvarða hver færi með stjórnsýslu og eftirlit í hvalstöðinni. Einnig ræddi hann um varnarsvæðið á Mið Sandi í Hvalfirði og breytta stöðu á því svæði þegar varnarliðið væri á braut. Þá fór formaður nokkrum orðum um að heilbrigðisnefnd hefði margítrekað reynt að taka yfir eftirlit fyrirtækja og stofnana á Vesturlandi sem hefur verið á höndum Umhverfisstofnunar.

 

 

 

Að síðustu greindi formaður frá því að samþykkt hefði verið á stjórnarfundi fyrr í dag að ganga til samninga við Borgarbyggð um að yfirtaka alla fjármálaumsýslu. Starfsmenn HeV hefðu nóg annað að gera. Í framhaldi af því ræddi hann um starfsmannamál og fram kom að gera þyrfti breytingar á fjárhagsáætlun með það í huga.

Að lokum þakkaði formaður samnefndarmönnum og starfsmönnum fyrir samstarfið á árinu.

 

2)  Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2006

Helgi Helga­son framkvæmdastjóri lagði fram ársskýrslu 2006 og fór síðan yfir helstu mál hennar.

Ræddi hann m.a. um að fjöldi útgefinna starfsleyfa og umsagna hefðu verið á svipuðum nótum og 2005 eða 168. Eftirlitsskyld fyrirtæki væru nú um 700.

Fjöldi sýna, aðallega neysluvatn, var 268, sem er um 20% aukning frá fyrra ári.

Formlegar kvartanir voru 105 sem er örlítil fækkun frá fyrra ári.

Eftirlit með fyrirtækjum væri hefðbundið en þó hefði ekki gengið eftir að fylgja eftirlitsáætlun og hefðu tekjur því lækkað frá því sem áætlað hefði verið.

Framkv.stj. ræddi um að starfsstöð heilbrigðiseftirlitsins ætti að vera á einum stað, sérstaklega þar sem starfsmenn væru aðeins tveir. Þá kom fram í máli hans að almenningur í þeim sveitarfélögum sem starfsstöðvarnar væru, áttaði sig stundum ekki á því að starfsemin félli ekki undir viðkomandi sveitarstjórnir heldur heilbrigðisnefnd sem starfaði fyrir allt svæðið.

Komið var inn á starfsmannamál þar sem fram kom að annar starfsmaðurinn er í veikindaleyfi ótímabundið hálfan daginn. Af þeim sökum og vegna sumarleyfa sem framundan eru hefði verið reynt að auglýsa eftir starfsmanni í afleysingar. Litlar sem engar fyrirspurnir hefðu borist en von væri þó á menntuðum starfsmanni í 5-6 vikur í sumar í ákveðin verkefni.

Nokkrar umræður urðu um skýrslu Hev og kom þar upp umræðan um eftirlit á fyrrum varnarsvæði. Jón Pálmi lagði til að Hvalfjarðarsveit ritaði utanríkisráðuneytinu bréf þar sem óskað væri eftir að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands færi með eftirlit á svæðinu. Til máls tóku Einar Örn, Jón rafn og Jón Pálmi.

Einar Örn spurði hvort heilbrigðisnefnd hefði mótað sér hugmyndir um eina starfsstöð. Jón Pálmi greindi frá því að nefndarmenn hefðu ekki verið sammála í afstöðu sinni til þess máls.

 

 

 

 

 

3)  Árs­reikningur 2006.

Helgi Helga­son framkvæmdastjóri gerði grein fyrir reikningnum. Fram kom m.a. að rekstrartap á seinasta ári var kr. 2.088.719. Inni í þeirri tölu væru töpuð eftirlitsgjöld og niðurfærsla krafna kr. 1.152.165 og einnig hefði kostnaður vegna starfa heilbrigðisnefndar hækkað verulega vegna samþykktar um launahækkun á síðasta aðalfundi. Þá hefðu tekjur verið minni vegna þess að eftirlitsáætlun gekk ekki upp.

Nokkrar umræður voru um  reikninga  og þeir síðan samþykktir samhljóða.

 

4)  Önnur mál.

Engin mál komu til umræðu undir þessum lið

 

Formaður þakkað fundarmönnum fyrir ágætan fund og sleit fundi kl. 14.40

 

Að fundi loknum flutti Ragnhildur Helga Jónsdóttir starfsmaður Umhverfisráðgjafar á Íslandi fundarmönnum fróðlegt erindi um staðardagskrá 21 og skyld málefni. Fjallaði hún aðallega um hvernig stöðu þessara mála væri háttað á Vesturlandi

 

Fundarritari: Helgi Helgason