42 – Sorpurðun Vesturlands

admin

42 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi þriðjudaginn 3. júlí kl. 16.


Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf., verður haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi þriðjudaginn 3. júlí kl. 16.

Mættir voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Bergur Þorgeirsson,  Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Kristinn Jónasson Gunnólfur Lárusson, og Magnús Ingi Bæringsson. Sæmundur Víglundsson boðaði forföll.  Auk þess sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1 Útboðsgögn ! drög.
 Samanburður rekstrartalna milli urðunarstaða
2 Magntölur urðunar.
3 Sýnatökur og mælingar á grunnvatnsstöðu.
4 Verkefnisstjórn um meðhöndlun úrgangs.
  Fundur með bæjarstjórum í Grundarfirði 21.05
 Framtíðarlausnir, fundur á Nordica 14.06
5 Eftirlitsferð UST 14.05.07
6 Önnur mál
  Erindi Orkuveitunnar.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.
Jón Ágúst Guðmundsson, verkfræðingur hjá VST mætti til fundarins þar sem til umræðu vor drög að útboðsgögnum sem unnin hafa verið hjá VST.

 

1.  Útboðsgögn ! drög.
Fundarmenn fóru í sameiningu yfir þau drög sem fyrir liggja að útboðsgögnum.
Lagðar voru fram samanburðartölur rekstrartalna milli urðunarstaða.
Jón Ágúst vék af fundi.

 

2.  Magntölur urðunar.
Fyrstu 6 mánuði ársins hafa verið urðuð 5.681 tonn af sorpi í Fíflholtum á móti 6.478 tonnum árið 2006.  Urðun hefur því dregist saman um 797 tonn á milli ára fyrstu 6 mánuði ársins.  Á fyrstu 6 mánuðum ársins 2006 varð mikil aukning frá árinu 2005 og einkenndist sú aukning af miklum framkvæmdum.

 

3.  Sýnatökur og mælingar á grunnvatnsstöðu.
Lögð fram skýrsla UMÍS um sýnatöku við urðunarstaðinn í landi Fíflholta.  Einnig lögð fram samantekt UMÍS varðandi mælingar á grunnvatnsstöðu í brunnum á urðunarsvæðinu í Fíflholtum.

 

4.  Verkefnisstjórn um meðhöndlun úrgangs
Framkvæmdastjóri skýrði frá stöðu mála í verkefnisstjórn.  Ögmundur Einarsson kom og sagði frá stöðu verkefnisins á fundi með bæjarstjórum sem haldinn var í Grundarfirði 21. mai sl.  Var verkefninu sýndur almennur áhugi og hafa einstaka sveitarfélög orðið var við áframhald þessarar vinnu síðan kynning verkefnisins fór fram.

 

Fundur var haldinn um framtíðarlausnir á  Nordica 14. júní sl.  Jón Ingimarsson, viðskiptastjóri hjá Glitni fjallaði um möguleika á að setja verkefnið í einkaframkvæmd og Reynir Kristinsson, forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst fjallaði um félagsform. 

Ýmsum möguleikum er velt upp í stöðunni enda um stórt og flókið verkefni að ræða.

 

5. Eftirlitsferð UST 14.05.07.
Þann 14. mai sl. kom Cees frá Umhverfisstofnun í heimsókn til Sorpurðunar Vesturlands og var farið til Fíflholta.  Var þar um eftirlitsferð UST að ræða.  Ekki hefur borist skýrsla frá UST.

 

6. Önnur mál.
Erindi Orkuveitunnar.

Orkuveita Reykjavíkur sendi inn erindi varðandi urðun úrgangs frá skolphreinsistöðvum en fyrirhugað era ð reisa hreinsistöðvar á Akranesi og í Borgarnesi og mun því koma til urðunar ristarúrgangur til urðunar. 

Lagt fram bréf/fréttatilkynning frá Evrópskri Umhverfistækni ehf. í Reykjanesbæ sem hefur undirritað samning við Ascot Environmental Ltd. í Bretlandi um smíði og uppsetningu á sorpgösunarkerfi.

 

Íbúðarhús í Fíflholtum.
Slökkviliðinu hefur verið boðið að nota íbúðarhúsið í Fíflholtum til brunaæfinga, þ.e. brenna það.  Ítrekað hefur verið við Límtré/Vírnet að flytja rafmagnstöfluna yfir í Skemmuna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.