19 – SSV samgöngunefnd

admin

19 – SSV samgöngunefnd

F U N D A R G E R Ð

 

Fundur í Samgöngunefnd SSV mánudaginn 12. febrúar 2007 kl. 15.

 

Fundur í Samgöngunefnd SSV mánudaginn 12. febrúar 2007 kl. 15.

Mætt voru:  Davíð Pétursson, Finnbogi Leifsson, Gunnólfur Lárusson, Guðmundur Vésteinsson, Sæmundur Víglundsson og Sigríður Jónsdóttir.

 

Dagskrá fundarins:

1.      Frumvarp til vegalaga 437. mál, heildarlög.  Umsögn.

2.      Önnur mál.

Formaður, Davíð Pétursson, bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Frumvarp til vegalaga 437. mál. Heildarlög.  Umsögn.

 

17. gr.

Samgöngunefnd SSV gerir fyrirvara við útfærslu 17. greinar.  Nefndin vísar til hugmyndarinnar um skuggagjöld en þar er átt við leið í einkaframkvæmd sem er vel þekkt erleendis, en hefur ekki verið notuð hér á landi.  Með skuggagjöldum er átt við að ríkið greiði þeim sem byggir og rekur mannvirkið ákveðið gjald sem ræðst af notkun þess.

 

37. grein.

Í 37. grein er sagt að landeiganda sé skylt að láta af hendi land sem þarf til þjóðvegagerðar og hvers kyns veghalds, t.d. er kveðið á um að leyfa efnistöku  vegagerðar, hvort heldur er grjót, möl, eða önnur jarðefni. 

 

Umsögn.

Ekki er hægt að skylda landeiganda til efnistöku.  Bent skal á að landeigandi skal hafa sjálfur um það að segja hvort efnistaka sé leyfð auk þess sem námuleyfi þarf fyrir efnistöku frá viðkomandi sveitarfélagi.

 

52. grein.

Samgöngunefnd SSV gerir athugasemd við 52. grein frumvarpsins þar sem drögin kveða á um að landeigandi skuli annast viðhald girðinga með vegum í landi sínu. 

 

Veghaldari annist viðhald girðinga meðfram þeim þjóðvegum landsins sem hafa meira en 300 SDU (sumardagsumferð)  og beri af því þann kostnað sem til fellur. 

 

Tekið er undir sérálit þeirra þriggja fulltrúa í nefnd um endurskoðun vegalaga.  Ekki er þó lagst gegn þeirri hugmynd að flytja verkefni til sveitarfélaga og fagnar nefndin þeim möguleika sem kveðið er á um í 14. grein laganna.  Nefndin skorar á samgönguráðherra að gera þjónustusamninga til reynslu við eitt eða fleiri sveitarfélög til að fá reynslu á viðkomandi fyrirkomulag.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.  Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.