37 – Sorpurðun Vesturlands

admin

37 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 Sorpurðunar Vesturlands hf.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. mánudaginn 12. febrúar 2007 kl. 16:15 á skrifstofu SSV.

 

Mættir voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Gunnólfur Lárusson, Sæmundur Víglundsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Kristinn Jónasson og Bergur Þorgeirsson.  Magnús Bæringsson boðaði forföll.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sem einnig ritaði fundargerð.

 

 Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.        Ársreikningur fyrir árið 2006

2.        Grænt bókhald fyrir árið 2006

3.        Magntölur sorps í Fíflholtum árið 2006

4.        Dagsetning aðalfundar

5.        Rekstrarmodel.

6.        Green Peace.

7.        Eftirlit Umhverfisstofnunar – heimsókn Cees í des.

8.        Önnur mál.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Ársreikningur fyrir árið 2006

Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning 2006.  Rekstrartekjur voru 57.158.354 kr. Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði voru 50.140.333 kr.  Fjármagnstekjur voru 2.262.831 kr. og hagnaður ársins 7.466.771 kr.  Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

 

Grænt bókhald fyrir árið 2006

Framkvæmdastjóri fór yfir grænt bókhald fyrir árið 2006 sem hefur verið í endurskoðun hjá KPMG.  Skýrslan samþykkt samhljóða.

 

Magntölur sorps í Fíflholtum árið 2006

Farið var yfir magntölur sorps í Fíflholtum.  Á árinu 2006 voru urðuð 12.898 tonn á móti 11.016 á árinu 2005.  Aukningin er 17% á milli ára.

 

Dagsetning aðalfundar

Ákveðið að halda aðalfund Sorpurðunar 16. mars n.k.

 

Rekstrarmodel.

Framkvæmdastjóri fór yfir rekstraryfirlit yfir rekstur urðunarstaðarins í Fíflholtum.

Samþykkt að segja upp samningi við Gámaþjónustuna sem hefur séð um daglegan rekstur urðunarstaðarins frá upphafi.

 

Green Peace.

Tekið fyrir erindi frá Green Peace þar sem farið er fram á að fá að taka sýni úr hvalaafurðum í Fíflholtum.  Erindinu hafnað.

 

Eftirlit Umhverfisstofnunar – heimsókn Cees í des.

Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá samráðsfundi með Cees, fulltrúa Umhverfisstofnunar, 20. desember sl.

 

Önnur mál.

METAN ráðstefna.

Framkvæmdastjóri sagði frá METAN ráðstefnu sem haldin var 6. febrúar sl.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Hrefna B.Jónsdóttir, fundarritari.