54 – SSV stjórn

admin

54 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 

 Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV  þriðjudaginn 6. febrúar 2007, kl. 9:30 á Hótel Hamri við Borgarnes.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV þriðjudaginn 6. febrúar 2007 á Hótel Hamri.

Mætt voru:  Sigríður Finsen, formaður, Jenný Lind Egilsdóttir, Páll Brynjarsson, Ása Helgadóttir, Kristjana Hermannsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir,       

Auk þess sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 

1.                   Ársreikningur 2006.

2.                   Samgöngumál.

3.                   Lagabreytingar.

4.                   Fundarplan fyrir stjórnarfundi hjá SSV.

5.                   Þingmál til umsagnar:

6.                   Erindi frá Steinunni Birnu Ragnarsdóttur varðandi Reykholtshátíð, dags. 22. janúar 2007.

7.                   Til kynningar:

Fundargerð 399. fundar stjórnar SASS, 10. janúar 2007

Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 18. janúar 2007.

8.                   Málefni atvinnuráðgjafar

a.       Nýbúar.

b.       Vaxtasamningur.

c.        Frumkvöðull Vesturlands 2006

9.                   Ímyndarskýrsla.

10.               Önnur mál.

 

Ársreikningur SSV 2006.

Framkvæmdastjóri skýrði ársreikning SSV fyrir árið 2006.  Heildartekjur voru 56.033.396 kr.  Heildargjöld fyrir fjármagnsliði voru 55.990.334 kr. Fjármunatekjur 470.391 kr.  Hagnaður kr. 513.453.  Reikningurinn var samþykktur samhljóða.

 

Samgöngumál. – Fundur með fulltrúum Spalar.

Lagt var fram minnisblað frá fundi með fulltrúum Spalar.  Fundinn sátu f.h. SSV, Sigríður Finsen, formaður, Páll Brynjarsson, Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir. 

Lagt fram samkomulag um niðurstöður viðræðna Vegagerðarinnar og Spalar ehf. Vegna tvöföldunar Hringvegar á Kjalarnesi og tvöföldunar Hvalfjarðarganga.

 

Í framhaldi fundarins hjá Speli samþykkti stjórn eftirfarandi ályktun:               

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fagnar samkomulagi Spalar og Vegagerðarinnar um að tryggja fjármuni til að hefja undirbúning að tvöföldun vegarins um Kjalarnes og tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Góðar samgöngur eru forsenda framfara mannlífs, búsetuskilyrða og atvinnulífs á Vesturlandi.  Frá opnun Hvalfjarðarganga hefur umferð um Hvalfjörðinn nær fjórfaldast.  Til að mæta sífellt vaxandi umferð og tryggja gott aðgengi til og frá Vesturlandi,  ásamt því að bæta umferðaröryggi,  er tímabært að hefja markvissan undirbúning þessara mikilvægu verkefna.

 

Nokkur umræða varð um vegabætur á svæðinu, öryggissjónarmið og hugmyndir um hálendisveg.

 

Lagabreytingar.

Lagðar fram tillögur frá vinnuhópi vegna endurskoðun laga SSV.  Rætt um að sameina aðalfundi fleiri félaga sem varða sveitarfélögin.  Sigríði, Páli og Hrefnu falið að vinna áfram að því máli.

 

Fundarplan fyrir stjórnarfundi hjá SSV.

Formaður lagði fram fundaplan fyrir stjórn SSV árið 2007.  Það hljóðar svo:

20. mars.  8. maí.  19. júní.  21. ágúst.  13. september.  14. sept. aðalfundur og stjórnarfundur.  6. nóvember og 18 desember.

 

Þingmál til umsagnar:

Skv. bréfi 8. janúar 2007, frumvarp til laga um jafna stöðu og  jafnan rétt kvenna og karla, 9. mál, upplýsingaskylda, málshöfðunarréttur.

Skv. tölvupósti 30. janúar 2007, tvö frumvörp:

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Skv. bréfi 22. janúar 2007.  Heilbrigðis- og tryggingamála-ráðuneytið, bréf 22. janúar 2007.  Óskað umsagnar um drög að reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum.

 

Erindi frá Steinunni Birnu Ragnarsdóttur varðandi Reykholtshátíð.

Tekið til afgreiðslu erindi Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur þar sem þess er farið á leit að SSV geri samstarfssamning við Reykholtshátíð til 3ja ára að upphæð kr. 1.000.000 kr. pr. ár.  Erindinu hafnað.  Umsækjanda bent á Menningarsjóð Vesturlands.

 

Til kynningar:

Fundargerð 399. fundar stjórnar SASS, 10. janúar 2007

Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 18. janúar 2007.

 

Málefni atvinnuráðgjafar

a. Nýbúar.

Lagðir fram minnispunktar varðandi nýbúa á Vesturlandi.  Nýbúar á Vesturlandi voru 690 talsins og af 44 þjóðernum í lok árs 2005 og tilfinning manna er að þeim hafi heldur fjölgað síðan.  Samþykkt að halda málþing um málefni nýbúa á næstunni.

 

b. Vaxtasamningur.

Búið er að tilnefna alla fulltrúa í vaxtarsamningsstjórn.  Á fyrsta fundi vaxtarsamningsstjórnar, sem Iðnaðarráðuneytið boðar til, kýs stjórnin sér framkvæmdastjórn. 

 

c. Frumkvöðull Vesturlands 2006

Á síðastliðnu ári var valinn frumkvöðull Vesturlands2005.  Auglýst var eftir ábendingum og auk þess starfaði þriggja manna dómnefnd ásamt fulltrúa frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og Impru á Akureyri.  Hugmyndin er að endurtaka leikinn og finna frumkvöðul Vesturlands 2006.  Núverandi nefnd er Hrönn Ríkharðsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir og Kristjana Hermannsdóttir.

 

Ímyndarskýrsla.

Rætt um Ímyndarskýrslu sem Rannsóknarstofnun Viðskiptaháskólans á Bifröst skilar af sér á fundi sem hefst kl. 11.  Hafa fulltrúar þriggja fjölmiðla verið boðaðir til þeirrar kynningar.

 

Önnur mál.

Ferðalag fyrir sveitarstjórnarmenn.

Sigríður og Páll ræddu hugmyndir um námsferð á vegum SSV fyrir sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi til Írlands eða Skotlands.  Einnig hafa verið skipulagðar ferðir á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Samþykkt að senda út tölvupóst til sveitarfélaga og kanna áhuga þeirra fyrir þessum ferðum.

 

Brunavarnir á félagssvæði BV.

Á formannafundi Búnaðarsamtaka Vesturlands 2006 var samþykkt tillaga um brunavarnir.  Send hefur verið til sveitarfélaga á félagssvæði BV stutt lýsing á verkefninu og eftirfarandi bókun:

,,Formannafundur  Búnaðarfélaga á starfssvæði BV, haldinn 16. nóv., felur stjórn BV í samráði við Búnaðarfélög að gangast fyrir brunavarnarátaki á starfssvæði samtakanna.  Taki það m.a. til nýtingar á haugsugum, viðhalds handslökkvitækja og jafnvel kaupa á viðvörunarkerfum í gripahúsum”.

 

Stjórn SSV fagnar þessu frumkvæði BV.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:50.

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.