36 – Sorpurðun Vesturlands

admin

36 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn að Hótel Hamri, föstudaginn 15. desember 2006 kl. 18.

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. föstudaginn 15. desember kl. 18 að Hótel Hamri við Borgarnes. 

Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Kristinn Jónasson, Gunnólfur Lárusson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Magnús Ingi Bæringsson og Bergur Þorgeirsson.  Sæmundur Víglundsson boðaði forföll.

Auk þess sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.       Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar-nóvember 2006

2.       Staða innheimtumála.

3.       Gjaldskrá.

4.       Niðurstöður mengunarmælinga í Fíflholtum.

5.       Tilnefning í stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands.

6.       GSM-mastur í Fíflholtum.

7.       Skýrsla um ferð til Danmerkur s.l. haust á vegum Fenúr.

8.       Staða mála í úrvinnslu verkefna skv. aðgerðaráætlun í svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. 

9.       Önnur mál

 

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar-nóvember 2006.

Framkvæmdasjtóri lagði fram rekstraryfirlit yfir árið 2006, eða til nóvemberloka. 

Í lok nóvembermánaðar hafa 12.050 tonn  verið urðuð í Fíflholtum.  Lokið hefur verið við uppgjör vegna framkvæmda við nýja urðunarrein fyrir almennan úrgang og nýja urðunarrein fyrir asbeströr.

Rætt um samning við verktaka.

 

Staða innheimtumála.

Lagt fram yfirlit yfir stöðu skuldunauta í desemberbyrjun 2006.

 

Gjaldskrá.

Samþykkt hækkun á gjaldskrá á árinu 2007.  Urðunargjald fyrir almennt sorp og seyru verður 4,60 kr. og 9,50 fyrir sláturúrgang.

 

Niðurstöður mengunarmælinga í Fíflholtum.

Lögð fram skýrslla Environice um sýnatöku.  Ekki hafa allar niðurstöður borist Sorpurðun en allar fyrirliggjandi niðurstöður koma fram.

 

Tilnefning í stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands.

Fyrir liggur erindi varðandi tilnefningu í stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands.  Samþykkt að tilnefna Hrefnu B. Jónsdóttur sem fulltrúa SV í stjórnina.

 

 

 

GSM-mastur í Fíflholtum.

Borist hefur óformlegt erindi varðandi uppsetningu GSM-masturs á skemmuna í Fíflholtum. 

 

Skýrsla um ferð til Danmerkur s.l. haust á vegum Fenúr.

Bergur Þorgeirsson, stjórnarmaður í SV, fór í haustferð FENÚR 27. september sl.  Farið var til Danmerkur og Svíþjóðar og gámastöðvar og sorpvinnslufyrirtæki heimsótt.  Bergur gerði grein fyrir ferðinni með greinargóðum fyrirlestri og sýndi myndir úr ferðinni.

 

Staða mála í úrvinnslu verkefna skv. aðgerðaráætlun í svæðisáætlun um

meðhöndlun úrgangs. 

Guðbrandur greindi frá stöðu mála í úrvinnslu verkefna skv. aðgerðaráætlun um meðhöndlun úrgangs.  Gert er ráð fyrir því að sú vinna sem hefur verið í gangi verði tilbúin til kynningar um miðjan janúar.

 

Önnur mál

Þorsteinn Eyþórsson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Vesturlands, sem hefur verið aðaltengiliður við Sorpurðun Vesturlands, hefur nú hætt störfum hjá fyrirtækinu.  Sorpurðun Vesturlands þakkar Þorsteini gott samstarf sem varað hefur frá upphafi starfseminnar í Fíflholtum.

 

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19:50.

 

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.