18 – SSV samgöngunefnd

admin

18 – SSV samgöngunefnd

Fundur Samgöngunefndar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi með alþingismönnum NV – kjördæmis haldinn í einum af fundarsölum nefndarsviðs Alþingis við Austurvöll 7. desember 2006

 

 

Mættir:

Davíð Pétursson (DP)

Guðmundur Vésteinsson (GV)

Sæmundur Víglundsson(SV)

Kristján Þórðarson (KÞ)

Finnbogi Rögnvaldsson (FR)

Finnbogi Leifsson (FL)

 

Sturla Böðvarsson (SB)

Magnús Stefánsson (MS)

Einar Kristinn Guðfinnsson (EKG)

 

Einnig sátu fundinn Jón Rögnvaldsson (JR) Vegamálastjóri, Magnús Valur Jóhannsson (MVJ) umdæmisstjóri Vegagerðarinnar og Ólafur Sveinsson (ÓS) frá SSV sem ritaði fundargerð.

 

Að venju, hittist hópurinn fyrir fund á Hótel Borg og fékk sér kaffi og undirbjó fundinn.

 

Sturla setti fund og gaf Davíð orðið.

 

DP fór yfir mikilvægustu vegaframkvæmdir að mati heimamanna og nefndi Norðurárdal, Lundareykjadal, Svínadal í Hvalfjarðarsveit og Geldingadraga. Ennfremur nefndi hann að aðeins ein leið væri í gegnum Skorradal og því engin flóttaleið ef upp kæmi ástand eins og á Mýrum sl.vor. DP var með skilaboð frá Kristni Jónassyni sem var fjarverandi um mikilvægi þess að koma Fróðárheiði inn á vegaáætlun við endurskoðun hennar. Ennfremur nefndi hann tvöfölun á Vesturlandsvegi að Brekku í Norðurárdal og greindi frá fyrirhuguðum viðræðum SSV við Spöl hf. um samstarf um að koma hreyfingu á þessi mál. DP lagði áherslu á að áfram verði haldið við að fækka einbreiðum brúm. Skoða þyrfti endurbætur á vegslóðum á Snæfellsnesi frá þjóðvegi niður að sjó, um væri að ræða öryggismál sjófarenda. Að lokum sagði DP að veita þyrfti meira fjármagni í tengivegi.

 

FR mynnti á ályktun aðalfundar SSV um að veggjald verði aflagt. Hann taldi einnig að samkomulag við Vegagerðina frá 2001 um hraðatakmarkandi aðgerðir á þjóðvegi 1 í gegnum Borgarnes hefðu ekki gengið eftir. Umferðaaukning væri miklu meiri en spár gerðu ráð fyrir, því væri málið enn brýnna.

 

SV vakti athygli á áherslur Skagamanna á veg um Grunnafjörð.

 

SB fór yfir breyttar aðstæður og stórauknar kröfur, sagði hann að Norðurárdal hefði ekki verið frestað, búið væri að framkvæma umfram fjárveitingar.

 

Þingmenn báðu um framkvæmdir á Vesturlandi og fór MVJ ýtarlega yfir þær og vísast til fundargerðar Samgöngunefndar SSV frá 16. október þar um.

 

Umræður urðu um einstaka liði, hringtorg við Hvanneyri, Útnesveg, aðgerðir í Borgarnesi og bundið slitlag á Svínadal.

 

SB sagði að endurskoðun vegaáætlunar stæði yfir og þau atriði sem nefnd hefðu verið, væru “gamlir kunningjar”. Mál þessi verði skoðuð og koma mun í ljós hver niðurstaðan verður.

 

Sleit hann síðan fundi.

 

Fundarg. ritaði Ólafur Sveinsson