53 – SSV stjórn

admin

53 – SSV stjórn

Fundargerð

 

 Stjórnarfundur var haldinn í stjórn SSV  þriðjudaginn 12. desember 2006, kl. 9:30 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru:  Sigríður Finsen, Björn Elíson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Ása Helgadóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir og Páll Brynjarsson.  Auk þess sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Anna Steinsen sem jafnfram ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1.      Grétar Þór Eyþórsson, prófessor Háskólanum Bifröst:

Kynning á ímynd Vesturlands.

Grétar Þór Eyþórsson og Hólmfríður Sveinsdóttir komu og kynntu hluta (fyrstu 8 spurningarnar) af niðurstöðum úr könnun um ímynd Vesturlands.  Skýrslan verður tilbúin fljótlega eftir áramót.

 

2.      Vaxtasamningur Vesturlands – Tilnefningar í stjórn. 

Stefán Logi Haraldsson  var tilnefndur af hálfu Atvinnuráðgjafar og Erla Friðriksdóttir tilnefnd í stjórn af hálfu SSV. 

 

3.      Samgöngumál. 

Sigríður Finsen  lagði til að skipaður yrði vinnuhópur sem tæki upp viðræður við Spöl um bættar vegsamgöngur á Vesturlandi.  Lagði til að Páll Brynjarsson Sigríður Finsen, Hallfreður Viljálmsson og Guðmundur Páll Jónsson. yrðu í þeim hópi og var það samþykkt.

Ólafur Sveinsson sagði frá fundi með Samgöngunefnd og alþingismönnum, fimmtudaginn 7. desember 2006 þar sem farið var vítt og breitt yfir vegamál á Vesturlandi. 

Samþykkt að senda út ályktun um vegamál. (Verður samin síðar).

 

4.      Yfirlit yfir stöðu fjárhagsáætlana sveitarfélaga á Vesturlandi 2007.

Skiptist nokkuð hversu erfitt er að koma saman fjárhagsáætlun, virðist vera að stærð og staðsetning sveitarfélagsins hafi áhrif, þ.e. fjöldi íbúa og áhrif þenslunnar.

 

 

 

 

5.      Þingmál til umsagnar:

 

Skv. bréfi 11. nóvember 2006, frumvarp til laga um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, 280. mál, heildarlög, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

Ólafur Sveinsson sagði að frumvarpið hafi tekið breytingum til hins betra frá því að það kom fyrst fram.

 

Skv. bréfi 13. nóbember 2006, tillaga til þingsályktunar um úttekt á hækkun rafmagnsverðs, 5. mál.

Skv. bréfi 15. nóvember 2006, frumvarp til laga um siglingavernd, 238. mál, EES-reglur.

Skv. bréfi 15. nóvember 2006, frumvarp til laga um niðurlagningu úrskurðarnefnda á sviði siglingamála, 258. mál.

Skv. bréfi 15. nóvember 2006, frumvarp til laga um almannatryggingar og málefni aldraðra, 220. mál, lífeyrisgreiðslur elli- og örokrulífeyrisþega o.fl.

Skv. bréfi 16. nóvember 2006, frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu, 272. mál heildarlög.

Skv. bréfi 16. nóvember 2006, frumvarp til laga um embætti landlæknis, 273. mál, heildarlög.

Skv. bréfi 16. nóvember 2006, tillaga til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála, 3. mál.

Skv. bréfi 17. nóvember 2006, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar, 232. mál, viðurlagaákvæði.

Skv. bréfi 17. nóvember 2006, frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, 236. mál, nýting deilistofna og friðun hafsvæða.

Skv. bréfi 20. nóvember 2006, frumvarp til laga um Náttúruminjasafn Íslands, 281. mál, heildarlög.

Skv. bréfi 22. nóvember 2006, frumvarp til laga um Orkustofnun, 367. mál, tilfærsla vatnamælinga, gagnaöflun um orkulindir o.fl.

Skv. bréfi 22. nóvember 2006, frumvarp til laga um Landsvirkjun, 364. mál, eignarhald og fyrirsvar, og frumvarp til laga um breyt. á lögum á orkusviði, 365. mál, eignarhlutir ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, Orkubúi Vestfjarða og Rarik.

 

Lagt fram.

 

6.      Til kynningar:

Fundargerð 398. fundar stjórnar SASS, 22. nóvember 2006

Fundargerð LHSS, 16. nóvember 2006

Fundargerð 738. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. október 2006.

Minnisblað, fundur stjórnar Sambandsins með formönnum og framkvæmdastjórum landshlutasamtaka sveitarfélaga. 

 

Lagt fram.

 

 

 

7.      Önnur mál.

Dreift var minnispunktum til upplýsinga um nýbúa á Vesturlandi og samþykkt að taka þetta mál fyrir á næsta fundi

 

Páll Brynjarsson veltir fyrir sér hvort SSV ætti að skipulega ferð fyrir sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi til að kynna sér sveitarstjórnarmál og byggðamál.  Vilji til að skoða málið frekar.

 

Vakin athygli á Hagvísi Vesturlands, Skýrsla nr. 1 2006, Framhalsskólasókn Vestlendinga.

 

Fundi slitið.

Fundargerð ritaði

Anna Steinsen