68 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

68 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 14, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
FUNDARGERÐ
68.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

miðvikudaginn 29.11.2006 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal ráðhúss Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi.

Mættir voru:

                              Björn Elíson
                              Jón Pálmi Pálsson
                              Finnbogi Rögnvaldsson
                              Rósa Guðmundsdóttir
                              Sigrún Guðmundsdóttir
                              Ragnhildur Sigurðardóttir
                              Jón Rafn Högnason
                              Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð
1. Fjárhagsáætlun 2007
Samþykkt
2. Afrit af bréfi Umhverfisráðuneytis, dags., 20.11.2006, til íbúa á  neðri    Skaga vegna starfsemi Laugafisks hf.
Óskað eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna efni bréfs um að auglýsa   þurfi á ný við endurnýjun starfsleyfis.
 
3. Vettvangsskoðun framkv.stj. HeV á varnarsvæðið í Hvalfirði 9.  nóvember s.l.
Framkv.stj. lagði fram minnispunkta um vettvangsskoðunina.
Samþykkt að senda utanríkisráðuneyti bréf og spyrjast fyrir um framtíð svæðisns. Verði starfsemi hafin á ný verði sótt um starfsleyfi til viðkomandi stjórnvalds.
 
4. Bréf framkvæmdastjóra SA og SAF, dags. 9. nóvember 2006, vegna eftirlits með langferðabílum.
Framkv.stj. greindi frá efni erindisins og jafnframt túlkun umhverfisráðuneytis.
Samþykkt að fella niður eftirlitsgjöld af langferðabílum.
 
5. Gildistími starfsleyfa
Lögð fram á ný fundargerð aðalfunda SHÍ, sem haldinn var á Egilsstöðum 25.10. s.l.
Nefndarmenn lýstu sig fylgjandi tillögu um að gildistími starfsleyfa yrði 12 ár. Afgreiðslu frestað.
 
6. Afgreiðsla starfsleyfa
• Bensínorkan ehf., Suðurgarði, Grundarfirði. Samþ. til  auglýsingar
• Bensínorkan ehf., Hreðavatni. Samþ. til auglýsingar
• Vatnsveita Kringlu, Dalabyggð. Samþykkt
• Skeljungur, Skriðulandi, Dalabyggð  Samþ. til auglýsingar
• Þórishólmi ehf. Reitarvegi 12, Stykkishólmi vegna ígulkerjavinnslu. Samþykkt
• Orkuveita Reykjavíkur vegna vatnsveitu Grundarfjarðar. Samþykkt
• Orkuveita Reykjavíkur vegna Grábrókarveitu. Samþykkt
• Félagsbúið Miðhrauni 2 ehf.  vegna fiskvinnslu að Miðhrauni 3, Eyja- og Miklaholtshreppi. Samþ. til auglýsingar
• Jarðboranir hf. vegna 1500 m lághitaholu í landi Berserkseyrar, Grundafirði. Samþykkt

 
7. Önnur mál
• Gjaldskrá fyrir sorphirðu á Akranesi
Ekki gerðar athugasemdir við erindið.
• Kynningarfundur Norðuráls 23.11.
Jón Pálmi og framkv.stj. kynntu málið. 
Samþykkt að senda UST bréf þar sem spurst yrði fyrir um árlegan fund  með Járnblendiverksmiðjunni sbr. ákvæði í starfsleyfi.
• Starfsmenn óska eftir endurskoðun launasamninga
Samþykkt að fela framkv.stj. að kanna hvernig þessi mál stæðu hjá öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.35