66 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

66 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
66.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
miðvikudaginn 27. september 2006 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman í fundarsal skrifstofu Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, Akranesi.
Mætt voru:
Björn Elíson
Jón Pálmi Pálsson
Finnbogi Rögnvaldsson, í símasambandi frá Akureyri
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
 
Helgi Helgason
                                               Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð           
 
Jón Rafn Högnason boðaði forföll.
 
Í upphafi fundar bauð nýr formaður heilbrigðisnefndar, Björn Elíson, fundarmenn velkomna.
 
1.             Málefni Laugafisks hf.
Lagt fram á ný bréf framkvæmdastjóra Laugafisks, samþykkt bæjarráðs í kjölfar heimsóknar heilbrigðisnefndamanna á fund bæjarráðs um málefni Laugafisks, minnispunktar bæjarstjóra og minnispunktar framkv.stj. HeV
Framkv.stj. kynnti málið út frá gögnum sem lögð voru fram.
 
Eftir miklar umræður um  málið var samþykkt samhljóða að fara fram á það við forráðamenn Laugafisks að lögð yrði fram, fyrir næsta fund heilbrigðisnefndar 1. nóvember n.k., tímasett áætlum um frekari rannsóknir eins og boðað er í bréfi framkv.stj. Laugafisks hf. til HeV, dags. 14.08.2006.
 
2.             Starfsemi Hvals hf. Hvalfirði
              Umsókn um rekstur starfamannabúða, mötuneytis og reksturs vinnslu (aðeins skurður á allt að 10 hvölum á skurðarplani fyrirtækisins) hvalafurða á Mið Sandi, Hvalfjarðarsveit. Minnispunktar HeV vegna skoðaunar um svæðið 28.08 framlagðir.
              Framkv.stj.  kynnti málið. Þar kom m.a. fram að til stendur að nota geislatæki á leiðslur frá vatnsbóli vinnsluvatns og líka fyrir mötuneyti ef það stenst ekki gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar. Fráveituvatn, sem aðeins er frá skurðarplani, fer allt í gegnum 9 m³ fituskilju áður en það er leitt í sjó fram. Kjöt verður unnið annars staðar í viðurkenndri vinnslu og fyrirliggjandi upplýsingar greina frá því að allur úrgangur verði urðaður í Fíflholtum.
 
 
             
              Samþykkt að veita starfsleyfi til 10 ára fyrir starfsmannabúðum og mötuneyti en aðeins  til 6 mánaða fyrir fráveituframkvæmdum og úrgangslosun vinnsluplans þar sem óvissa ríkir um tölu dýra sem veiða má á næstu árum enda verði öllum framkvæmdum lokið áður en starfsemin hefst.
 
3.             Starfsemi Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga.
              Lagt fram svarbréf  UST, dags. 10.08 ásamt síðustu eftirlitsskýrslu dags. 20.07.2006, vegna fyrirspurnar frá heilbrigðisnefnd Vesturlands.
              Jón Pálmi lagði fram eftirfarandi tillögu;
              “ Heilbrigðisnefnd samþykkir að beina þeirri kröfu til Umhverfisstofnunar að ákvæði 3.8  í starfsleyfi Norðuráls og 3.6 í starfsleyfi Íslenska Járnblendifélagsins um árlega kynningarfundi með heilbrigðisnefnd og Umhverfisstofnun um niðurstður mengunarmælinga fyrirtækjanna verði uppfyllt án frekari tafar”
              Þessi fundur hefur ekki verið haldinn á þessu ári eins og undanfarin ár.
              Samþykkt samhljóða
 
4.             Svarbréf HeV, dags. 01.09.2006, vegna bréfs matvælasviðs UST um matvælaeftirlit, dags. 24. og 28.07.
          Lagt fram
 
5.             Svarbréf HeV, dags. 01.09.2006, vegna fyrirspurnar frá UST og skýrslu umhverfisráðuneytis um leyfisveitingar og eftirlit, í bréfi dags. 30.06.
          Lagt fram.
 
6.             Afgreiðsla starfsleyfa
·         Jóni Þorsteinssyni ehf. við Kalmansvöllum 6, Akranesi, um breytingu á starfsleyfi.
Afgreiðslu frestað og óskað frekari gagna.
·         Vatnsveita Orkuveitu Reykjavíkur Fossamelum, Borgarbyggð.
Samþykkt
·         Kjötvinnsla K.S. Ægisbraut 2-4 Búðardal
Samþykkt
·         Íþróttamannvirki Jaðarsbökkum, Akranesi (knattspyrnuvöllur, íþróttahús, íþróttaskemma og sundlaug)
Samþykkt
·         Agustson ehf. vegna saltfiskvinnslu Hamraenda 1, Stykkishólmi
Samþykkt
·         Agustson ehf. vegna endurnýjunar á rækjuvinnslu Aðalgötu 1, Stykkishólmi
Samþykkt
·         Hafnyt ehf., fiskvinnslufyrirtæki, Smiðjuvöllum 4, Akranesi
Samþykkt
·         Starfsmannabústaður Húsvals ehf., Kirkjubraut 15, Akranesi
Samþykkt
 
7.             Önnur mál
a)             Framkv.stj. ræddi um kvartanir frá aðila á neðri Skaga vegna hávaðamengunar.
Lögð fram tillaga að svari til viðkomandi.
Samþykkt 
 
b)             Fyrirspurnir frá Jóni Pálma;
·    Hvort fundur með ráðherra vegna yfirtöku á eftirliti frá UST hafi verið haldinn.
·    Hvort svar hefði borist frá utanríkisráðuneyti vegna starfsstöðvar NATO í Hvalfirði.
 
Fram kom að ekki hefði enn verið óskað eftir fundi með ráðherra..
Ekkert svar hefði borist frá utanríkisráðuneyti vegna síðari fyrirspurnarinnar þrátt fyrir ítrekað bréf til varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem sent var 24. ágúst s.l.
Samþykkt að senda utanríkisráðherra bréf með þeirri ósk að erindum sendu ráðuneytinu yrði svarað.
 
               
                                 Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 1. nóvember kl. 16.                                           Staðsetning ákveðin síðar.
 
 
                  
                        Fundi slitið kl. 17:45.