67 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

67 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 14, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
 
FUNDARGERÐ
67.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS


miðvikudaginn 01.11.2006 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal ráðhúss Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Mættir voru:
                                 Björn Elíson
                                 Jón Pálmi Pálsson
                                 Finnbogi Rögnvaldsson
                                 Rósa Guðmundsdóttir
                                 Sigrún Guðmundsdóttir
                                 Ragnhildur Sigurðardóttir
 
                                 Helgi Helgason
                                 Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð 
1. Málefni Laugafisks
• Bréf Umhverfisráðuneytis, dags. 07.10 þar sem óskað er eftir áliti heilbrigðisnefndar á erindi sem borist hafði frá nokkrum íbúum á Akranesi.
Framkv.stj. lagði fram drög að svari til ráðuneytisins.
Samþykkt að senda með bréfið ásamt fundargerðum HeV sem fjölluðu um Laugafisk.
 
• Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Laugafisks, dags. 31.10.2006 ásamt fylgigögnum.
Framkv.stj. fór yfir fylgigögn, áætlun um næstu skref í mengunarvarnamálum fyrirtækisins. Áætlunin er merkt sem trúnaðargagn.
Miklar umræðu voru um bréf framkv.stj. Laugafisks og málið í heild.
Björn lagði fram eftirfarandi tillögu:
Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkir að endurnýja starfsleyfi Laugafisks, miðað við núverandi forsendur rekstrar fyrirtækisins, frá og með deginum í dag til fjögurra ára. Forsenda starfsleyfisins er að fyrirtækið haldi áfram að þróa leiðir til að lámarka lyktarmengun frá starfseminni.
 
Í kjölfar bókunar Björns var lögð fram bókun sem send yrði umhverfisráðherra:
Heilbrigðisnefnd Vesturlands hefur frá árinu 2003 ítrekað haft til umfjöllunar málefni fiskvinnslufyrirtækis á Akranesi vegna lyktarmengunar. Nefndin telur að þau lög og reglugerði sem nefndinni er gert að vinna eftir geri henni ekki kleift með hlutlægum hætti að hafa eftirlit með fyrirtækjum sem valda lyktarmengun. Þörf er á að skýra betur hvernig heilbrigðisnefndum er ætlað að uppfylla skyldur sínar á gagnsæjan hátt við eftirlit með fyrirtækjum eins og hér um ræðir. Þess er farið á leit við umhverfisráðherra að mótaðar verði skýrar reglur sem hægt er að vinna eftir.
 
Jón Pálmi lagði fram eftirfarandi bókun:
Fyrir liggur vilji bæjarstjórnar Akraness til framlengingar á starfsleyfi fyrirtækisins og einnig liggur fyrir áætlun Laugafisks um áframhaldandi þróun og rannsóknir til varnar lyktarmengun.  Í ljósi þessa samþykkir undirritaður tillögu formanns um áframhaldandi starfsleyfi fyrirtækisins, en áréttar nauðsyn þess að fyrirtækið geri nægilegar ráðstafanir til að það geti starfað í sátt við sitt nánasta umhverfi.
Tillaga Björns var samþykkt samhljóða
 
2. Bréf UST, dags. 19.10. vegna samræmds forms starfsleyfa ásamt fylgigögnum.
  Lagt fram.
3. Lögð fram fundargerð framkvæmdastjórafundar á Akureyri 10.10.
Framkv.stj kynnti málið.
4. Lögð fram fundargerð aðalfundar SHÍ á Egilsstöðum 25.10
Framkv.stj. kynnti málið.
Samþykkt að fresta afgreiðslu, m.a. um tímalengd starfsleyfa, til næsta fundar.
 
5. Starfsemi Hvals hf. Hvalfirði og Akranesi
Framkv.stj kynnti starfsemi Hvals hf. í Hvalfirði og á Akranesi. Starfsleyfi hefði verið gefið út fyrir kjötvinnslu Hvals hf. í Heimaskagahúsinu á Akranesi með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Leyfið gilti aðeins til 15. nóvember 2006.
Heilbrigðisnefnd staðfesti erindið.
 
6. Afgreiðsla starfsleyfa
• Heilsan mín – Rope Yoga, líkamsræktarstöð, Suðurgötu 57,      Akranesi
• Curves á Íslandi ehf., líkamsræktarstöð, Stillholti 23, Akranesi
• Viking, björgunarbátaþjónusta, Ægisbraut 19, Akranesi
• Vöttur, starfsmannabúðir við Laxá, endurnýjun
• Vatnsveita Mikla-Garði, Dalabyggð
• Vatnsveita Efri-Brunná, Dalabyggð
 Ofangreind starfsleyfi samþykkt
   
• Vatnsveita Kverngrjóti, Dalabyggð
   Synjað vegna skorts á gögnum
• Jón Þorsteinsson ehf., Kalmansvöllum 6, Akranesi
   Samþykkt að auglýsa starfsleyfisdrög
• Bensínorkan ehf. sótti um bensínafgreiðslu (sjálfsafgreiðsla) við Snæfellsnesveg í Grundarfirði
   Samþykkt að auglýsa starfsleyfisdrög
 
7. Önnur mál
a) Kynnt bréf, dags. 05.10.2006, sem borist hafði frá  varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins vegna varnarsvæðis í Hvalfirði.
b) Jón Pálmi spurðist fyrir um fjárhagsáætlun, sem afgreiða á fyrir 1.  nóvember ár hvert. Framkv.stj. greindi frá að áætlunin væri í vinnslu. Starfsmenn vildu gjarna taka upp launasamninga í tengslum við fjárhagsáætlun.

 Fundi slitið kl. 17:53