17 – SSV samgöngunefnd

admin

17 – SSV samgöngunefnd

Fundur Samgöngunefndar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi 16. október 2006 kl. 16:00

 

 

Mættir:

Davíð Pétursson (DP)

Þórður Þórðarson (ÞÞ)

Finnbogi Rögnvaldsson (FR)

Gunnólfur Lárusson (GL)

Kristinn Jónasson (KJ)

Sveinn Kristinsson (SK)

Finnbogi Leifsson (FL)

 

Einnig sátu fundinn Magnús Valur Jóhannsson (MVJ) umdæmisstjóri Vegagerðarinnar og Ólafur Sveinsson (ÓS) frá SSV sem ritaði fundargerð.

 

Davíð setti fund með þeim orðum að kosning formanns væri fyrsta mál á dagskrá og bað um tilnefningar. Stungið var upp á Davíð og var það samþykkt með lófataki. Þakkaði hann traustið.

 

Formaður gaf síðan MVJ orðið og fór  hann fram yfir helstu framkvæmdir á Vesturlandshluta Norðvestursvæðisins fyrir árin 2005 – 2008. Af helstu framkvæmdum sem áformaðar eru má nefna, endurbætur á vegi í Skorradal, Útnesvegur, Framsveitarvegur og nýjar brýr á Hítará og Hafnfjarðará. Hann sagði að yfir stæði endurskoðun á 12 ára áætlun og spurðist fyrir um hvort menn væru farnir að velta fyrir sér áhersluatriðum vaðandi þá endurskoðun.

 

Miklar umræður urðu um viðhaldsverkefni og spurði KJ um áhersluatriði VG og hvort festun væri ekki ofarlega á forgangslista og nefndi dæmi um vel heppnaða framkvæmdir vegunum frá Hvalfjarðargöngum og Stykkishólmsveg. MVJ sagði að viðhaldverkefni væri varnarbarátta og samsinnti því að meira þyrfti að gera, forgangsröðun yrði að vera í samræmi við umferðarþunga. Miklar umræður urðu um þessi mál og niðurstaðan var sú að áherslur ættu að vera á að koma bundnu slitlagi á sem flesta vegi með lágmarkskostnaði, það væri mikilvægt öryggisatriði.

 

Það var álit fundarmanna að gjaldtaka af umferð skilaði sér til framkvæmda en sú skoðun kom fram að töluvert vanti á að innheimtir fjármunir skili sér til framkvæmda.

 

DP sleit fundi með beiðni til ÓS að hann hlutaðist til um fund með þingmönnum í nóvember og að MVJ yrði einnig boðaður á þann fund. Að venju munu menn hittast fyrir fund og fara stilla saman strengi.

 

Fundi slitið um kl. 17:30

 

Fundarg. ritaði Ólafur Sveinsson