15 – SSV samgöngunefnd

admin

15 – SSV samgöngunefnd

 

F U N D A R G E R Ð

Samgöngunefnd SSV

Fundur á skrifstofu SSV 12. október 2005 kl. 15 í Borgarnesi.

Fundur verður haldinn í samgöngunefnd SSV miðvikudaginn 12. október 2005 kl. 15 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.
Mætt voru: Davíð Pétursson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Sigurður Rúnar Friðjónsson, Dagný Þórisdóttir og Guðmundur Vésteinsson.  Þórður Þórðarson boðaði forföll.  Kristinn Jónasson tók þátt í fundinum í gegnum síma.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Magnús Valur segir frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.
2. Undirbúningur fyrir aðalfund SSV sem haldinn verður 28. október 2005.  (drög að ályktunum)
3. Önnur mál.

 

Magnús Valur – staða framkvæmda.
Magnús Valur fór yfir stöðu framkvæmda og framkvæmdaáætlunar á Vesturlandi.  Rætt var um forgangsröðun verkefna.  Undirvinnu vega fyrir malbikslagnir.
Nokkur umræða var um viðhalda á nýjum vegum en töldu fundarmenn að of stuttur tími líður frá því nýframkvæmdir eru teknar í notkun þangað til viðgerðir þurfa að fara í gang.  Vegir missíga, einkum í mýrlendi, og þarf því að gera ráð fyrir endurbótum fáum árum eftir að vegir eru teknir í notkun.  Voru fundarmenn á því að gera þyrfti ráð fyrir því að þessi viðgerðarvinna verði hluti af framkvæmdinni svo Vegagerðin þurfi ekki að taka það fjármagn af viðgerðarfé.

Mikil umræða var um ástand tengivega á Vesturlandi.  Rætt var um leiðir til að hraða framkvæmdum við lagningu bundins slitlags á tengivegi og hvort eigi að slaka á kröfum um vegbreidd og undirbyggingu á fáfarnari vegum til að flýta fyrir framkvæmdum.  Fundurinn var sammála um að of lítið fjármagn kæmi í þennan vegflokk og áhersla ætti að vera á að koma lagningu bundins slitlags á sem flesta tengivegi sem fyrst.  Rætt var um núverandi umferðarviðmið og hvort það væri eðlilegt gagnvart þeim sem búa við þessa vegi, en ljóst er að umferðarþungi á ákveðnum svæðum er meiri vegna ferðamanna og getur það komið niður á forgangsröðun gagnvart tiltölulega þéttri byggð við aðra tengivegi þar sem minni ferðamannastraumur er.

Rætt um slakt ástand stofnvega og tengivega og fjárframlög til þeirra. Tekið dæmi um Útnesveg sem er tengivegur en endurbótafjármagn kemur í gegnum ferðamannafé.  Inn í þessa umræðu fléttuðust umræður um framkvæmdafé til stórframkvæmda. 
Langtímaáætlun vegaáætlunar er gildandi til 2012 og verður endurskoðuð nú fljótlega eða í lok ársins 2006. 
 
Lagt fram afrit af bréf frá Leirár- og Melahreppi sem sent var Vegagerðinni í Borgarnesi í ágúst sl.  Varðandi tengivegi í Leirár- og Melahreppi.

 

Ályktanir samgöngunefndar fyrir aðalfund SSV.
Unnið var að ályktunum til að leggja fyrir aðalfund SSV sem haldinn verður 28. október n.k. í Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.