43 – SSV stjórn

admin

43 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur í stjórn SSV haldinn á skrifstofu SSV föstudaginn 21. október 2005 kl. 10.

Stjórnarfundur í stjórn SSV haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi föstudaginn 21. október 2005 kl. 10.
Mætt voru: Helga Halldórsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Ólína Kristinsdóttir, Sigríður Finsen, Þorsteinn Jónsson, Kristján Sveinsson og Jón Gunnlaugsson.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir.

 

1. Dagskrá aðalfundar
2. Fjárhagsáætlun
3. Ályktanir aðalfundar.
4. Menningarsamningur
5. Vaxtarsamningur
6. Starfsmannamál.
7. Ráðstefna um landbúnaðarmál.
8. Samstarf Bifrastar og SSV.
9. Umsögn byggðaáætlunar.
10. Önnur mál.
a. Ungir frumkvöðlar.
b. Þingmannafundur 31. október 2005.

 

Dagskrá aðalfundar
Formaður fór yfir drög að dagskrá aðalfundar.  Enn er ekkert staðfest varðandi undirritun menningarsamnings en gert ráð fyrir dagskrárlið um menningarmál.  Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur staðfest komu ráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, og mun hún tilnefna í vaxtarsamningshóp fyrir Vesturland.

 

Fjárhagsáætlun
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir SSV.  Gert er ráð fyrir hækkun árgjalds sveitarfélaga.  Heildarframlög sveitarfélaga hafa verið 10,4 á ári í 3 ár og gert er ráð fyrir hækkun upp í 12,2 millj. króna.  Nokkrar umræður urðu um hækkunina og breytingar á fastagjaldi sveitarfélaganna út frá sameiningu sveitarfélaga.

 

Ályktanir aðalfundar.
Farið var yfir ályktanir aðalfundar frá fyrra ári. 
30. sept. sl. var sent út erindi til sveitarfélaganna varðandi að senda inn tillögur að ályktunum fyrir aðalfund.  Fáar tillögur hafa borist.  Stjórnarmenn skiptu með sér verkum að skoða ákveðna málaflokka og vinna drög að ályktunum í samstarfi við framkvæmdastjóra.

 

Menningarsamningur
Enn liggur ekkert ákveðið fyrir um menningarsamning fyrir Vesturland en sterkar vonir og vísbendingar eru um að undirritun samnings eða viljayfirlýsingu muni fara fram á aðalfundi SSV 28. okt. n.k.  Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinna áfram að málinu.

Vaxtarsamningur
Framkvæmdastjóri sagði frá fundi sem Iðnaðarráðuneytið boðaði til, ásamt SSV, þar sem Baldur Pétursson frá ráðuneytinu hélt erindi um gildi vaxtarsamnings og starfið framundan.  SSV var falið að tilnefna 8 fulltrúa í vaxtarsamningsnefnd og mun ráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, skipa nefndina á aðalfundi SSV 28. október n.k.
Farið var yfir nafnalista varðandi fulltrúa í nefndina en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir þar sem fulltrúar atvinnulífsins hafa ekki sent inn tilnefningar.

 

Starfsmannamál.
Hrefna fór yfir stöðu starfsmannamála.  Þorbergur Þórsson, hagfræðingur, hefur hafið störf og mun starfa hjá SSV í 10 mánuði, eða á meðan Vífill er í leyfi.  Guðný Anna Vilhelmsdóttir hóf störf í byrjun september sem þjónustufulltrúi og atvinnuráðgjafi.  Þann 1. nóvember kemur til starfa Kristín Björg Árnadóttir og mun hún hafa starfsaðstöðu í Snæfellsbæ.

 

Ráðstefna um landbúnaðarmál.
SSV og Búnaðarsamtök Vesturlands munu standa saman að ráðstefnu um landbúnaðarmál 17. nóvember á Hvanneyri.  Stjórn samþykkti 300.000 kr. framlag til ráðstefnunnar.

 

Samstarf Bifrastar og SSV.
Lagðir fram minnispunktar frá fundi fulltrúa Viðskiptaháskólans og SSV frá 29.09.05.  Niðurstaða þess fundar var að standa sameiginlega að ráðstefnu um byggðamál föstudaginn 27. janúar 2006 .  Útgangspunkturinn verður framtíðin.  Ráðstefnan verður haldin í Hriflu á Bifröst.  Kynntar voru hugmyndir að efnistökum að ráðstefnunni.


Umsögn byggðaáætlunar.
Borist hefur erindi frá Iðnaðarráðherra þar sem þess er farið á leit við SSV og Atvinnuráðgjöf að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun sem ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi á næstunni. 
Eftirfarandi bókun var samþykkt.

Á vordögum kom fram beiðni frá Iðnaðarráðuneytinu um að lagðar yrðu fram tillögur Vestlendinga um áhersluatriði þeirra í nýrri Byggðaáætlun fyrir árin 2006 – 2009.  Í framhaldi af því settu sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi fram áhersluatriði sem voru send ráðuneytinu.  Samkvæmt þeim drögum sem nú eru til umsagnar virðist hafa verið tekið tillit til þeirra atriða sem Vestlendingar lögðu fram.  Vestlendingar leggja áherslu á að við afgreiðslu byggðaáætlunar verði fjármögnun framkvæmdaþátta tryggð á tímabilinu

 

Önnur mál.
a. Ungir frumkvöðlar.
Hrefna sagði frá ferð ungra frumkvöðla til Svíþjóðar en fararstjóri var Inga Dóra Halldórsdóttir starfsmaður SSV. 
b. Þingmannafundur 31. október 2005.
Þingmenn hafa boðað stjórn SSV og sveitarstjórnarmenn til fundar mánudaginn 31. október 2005 kl. 13. 
Ákveðið að hittast fyrr um daginn til undirbúnings
Ákveðið að boða alla oddvita og framkvæmdastjóra sveitarfélaganna og fulltrúa í bæjarráðum á Vesturlandi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:30.

 

Fundarritari,
Hrefna B. Jónsdóttir