59 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

59 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 13, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
FUNDARGERÐ
59.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS


Miðvikudaginn 21.09.2005 kl. 14.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Hótel Ólafsvík, Ólafsbraut 20, Ólafsvík
Mættir voru:     Rúnar Gíslason
Jón Pálmi Pálsson
Sigrún Pálsdóttir
Hallveig Skúladóttir
Bergur Þorgeirsson (varamaður Finnboga)
Helgi Helgason sem ritaði fundargerð
Laufey Sigurðardóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir, Finnbogi Rögnvaldsson og Björg Ágústsdóttir boðuðu forföll.

1. Málefni Klumbu ehf. Ólafsvík.
Leifur Halldórsson Klumbu mætti og skýrði út framleiðslu og mengunarvarnir væntanlegrar heitloftsþurrkunar að Ólafsbraut 80. Farið var yfir málið m.a. með hliðsjón af lyktarvandamálum sem komið hafa upp vegna slíkrar starsemi. Kom fram á fundinum að byggingaryfirvöld Snæfellsbæjar hafa gefið út leyfi fyrir starfseminni á þessum stað. Eftir að Leifur hafði yfirgefið fundinn ræddu nefndarmenn um stöðu mála. Nefndarmenn voru sammála um að slík starfsemi ætti ekki heima í þéttbýli og því ættu sveitarstjórnaryfirvöld á hverjum stað að skoða vel stöðuna áður en þau skipulegðu svæði fyrir slíka starfsemi.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi starfsleyfisdrög.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi starfsleyfisdrög og árétta við sveitarfélögin á Vesturlandi að lóðum verði ekki úthlutað til fyrirtækja eða starfsemi heimiluð í eldra húsnæði fyrr en fyrir liggur umfjöllun Heilbrigðiseftirlits á þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er í viðkomandi húsnæði til að fyrirbyggja möguleg vandamál á síðari stigum.
2. Staðfest starfsleyfi
 Stofnungi, Mófellsstöðum
 Stofnungi, Hvanneyri
 Leikskólinn Andabær (bráðabirgðahúsnæði), Hvanneyri
 Starfsmannabústaður/-búðir Vattar, Stóra Lambhaga
 Fortuna á Íslandi, Mánabraut 20, Akranesi
 Þjónustumiðstöð Húsafelli, tjaldsvæði
 Hársnyrting Dagnýjar Mávakletti 2, Borgarnesi
 Tóbakssala endurnýjun:
a. Hraðbúð Essó-Ragnar Kristjánsson ehf. Grundarfirði
b. Við Vörðuás, Munaðarnesi
c. Dalakjör
3. Önnur mál
a. Vatnsból í landi Hvammsskóga
Framkv.stj. greindi frá bréfi til Eignarhaldsfélags Hvammsskógar ehf. þar sem gefinn var frestur til 15.09 til að sækja um starfsleyfi fyrir vatnsból sbr. neysluvatnsreglugerð nr. 536/2001. Engin umsókn hefði borist.
Samþykkt að gefa eiganda frest til 3. október til að sækja um starfsleyfi að viðlagðri formlegri áminningu.
b. Einkavatnsból kúabænda
Samþykkt að senda kúabændum á Vesturlandi bréf þar sem þeir væru minntir á það að láta fara fram úttekt á vatnsbólum.
c. Afgreiðslustöð Olíufélagsins ehf. Ólafsvík
Komið hefur í ljós að Olíufélagið hefur sett niður og hafið rekstur sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir olíu að Ólafsbraut 57, Ólafsvík, án starfsleyfis og viðunandi mengunarvarnabúnaðar.
Samþykkt að krefjast þess að afgreiðslustaðnum verði lokað þegar í stað þar til tilskilin leyfi lægju fyrir.
d. Yfirtaka eftirlits frá UST
Kom fram í umræðum að ekki hefðu fengist svör frá Umhverfisráðuneyti við bréfi sem sent var í mars s.l.
Samþykkt að senda bréf og óska eftir svari.
e. Starfsmannabúðir RGB verktaka á Kleppjárnsreykjum
Framkv.stj. greindi frá bréfi sem fyrirtækinu var sent 1. september þar sem gefinn var frestur til að sækja um starfsleyfi fyrir 12. september fyrir starfsmannabúðum að viðlagðri stöðvun starfseminnar. Umsókn hefði borist frá fyrirtækinu 05.09. um allt annað efni og ekki í samræmi við bréf HeV frá 1. september.
Samþykkt að gefa eiganda frest til 3. október til að sækja um starfsleyfi fyrir starfsmannabúðunum að viðlagðri formlegri áminningu.
f. Starfsemi Járnblendifélagsins á Grundartanga. Sigrún vék af fundi.
Jón Pálmi, Finnbogi og framkv.stj. sóttu kynningarfundi Járnblendifélagsins sem haldinn var að Mörk 1. september s.l. Í framhaldi af upplýsingum sem þar komu fram lagði Jón Pálmi fram eftirfarandi tillögu:
Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem fram koma í vöktunarskýrslum um umhverfismál hjá Járnblendifélaginu fyrir árin 2003 og 2004, beinir Heilbrigðisnefnd þeim tilmælum til Umhverfisstofnunar að við endurskoðun á starfsleyfi Járnblendifélagsins verði það skoðað hvort ekki sé eðlilegt að viðmiðunarmörk á mengunarþáttum í starfsleyfi verksmiðjunnar verði endurskoðuð og lækkuð.  Jafnframt hvort ekki sé nauðsynlegt að taka upp mælingar á öðrum mengunarþáttum sem frá verksmiðjunni koma svo sem PAH og fleiri efnum með sama hætti og farið er að gera í sambærilegum verksmiðjum erlendis.

Samþykkt
Formlegum fundi slitið kl. 15.30
4. Skoðunarferð í Klumbu, Ólafsbraut 80
Nefndarmenn skoðuðu húsnæði fyrirhugaðrar starfsemi heitloftsþurrkunar Klumbu að Ólafsbraut 80 í fylgd Leifs Halldórssonar.