47 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

47 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
47.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Föstudaginn 26. mars árið 2004 var stjórnarfundur heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn í Módel Venus Hafnarskógi og hófst kl. 13.00.
Mættir voru:     Rúnar Gíslason
    Jón Pálmi Pálsson
    Sigrún Pálsdóttir
    Finnbogi Rögnvaldsson.
    Hallveig Skúladóttir
    Ragnhildur Sigurðardóttir
    Helgi Helgason sem ritaði fundargerð
   
Björg Ágústsdóttir var í leyfi..
Dagskrá
1. Fundargerð 46. fundar lögð fram.
Samþykkt með örlitlum breytingum
2. Málefni Sementsverksmiðjunnar.
Framkv.stj. lagði fram bréf HeV til Sementsverksmiðjunnar dags. 10.03.2004 vegna ákvæða í starfsleyfi verksmiðjunnar. Þar var spurt ákveðinna spurninga vegna skilyrða í starfsleyfi. Svar Sementsverksmiðjunnar dags. 15.03.2004 lá fyrir, þar sem spurningum var svarað.
Jón Pálmi greindi frá fundi í samráðsnefnd verksmiðjunnar sem hann hefði setið 19. mars s.l. Þar hefði m.a. komið fram á fyrirhugað væri að nýta bráðabirgðaákvæði starfsleyfisins um brennslu á spilliefnum og dekkjum.
Nokkrar umræður urðu um málefni verksmiðjunnar m.a. um hvort sækja bæri um leyfi hjá heilbrigðisnefnd Vesturlands fyrir flutningi á efni til og frá verksmiðjunni þegar viðkomandi flutningsaðilar hefðu leyfi frá UST eða öðrum heilbrigðisnefndum. Framkv.stj. falið að kanna það mál.
3. Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Jóni Pálma:
,,Heilbrigðisnefnd ítrekar fyrri samþykktir sínar varðandi eftirlit með stóriðju og annars eftirlits sem UST sinnir í dag á eftirlitssvæði HEV og felur formanni, varaformanni og framkvæmdarstjóra að óska eftir fundi með forstjóra Umhverfisstofnunar þar sem falast verði eftir formlegum viðræðum um yfirtöku HEV á eftirliti UST með fyrrgreindum fyrirtækjum á Vesturlandi.“
Samþykkt með 4 atkv. gegn atkvæði Sigrúnar.
4. Samþykkt að senda SSV bréf vegna fulltrúa náttúruverndarnefnda í stjórn HeV og óska eftir föstu fyrirkomulagi við tilnefningu hans í stjórnina.
5. Afgreiðsla starfsleyfa:
• Námsver að Borgarbraut 11, Borgarnesi
• Bifreiðaverkstæði BHK ehf. í Brákarey, Borgarnesi
• Bleikjueldisstöð að Hvassafelli, Borgarbyggð
• Eðalfang ehf., Sólbakka 6, Borgarnesi
• Stjörnusalat, Brákarey, Borgarnesi
• Ferðaþjónusta bænda, Ensku húsunum, Borgarbyggð
• Umhleðslustöð Tómasar Sigurðssonar ehf., Ólafsvík
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.00