44 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

44 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ

44.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 
Miðvikudaginn 3. desember 2003 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Hyrnunnar, Borgarnesi.
Mættir voru:     Rúnar Gíslason
    Jón Pálmi Pálsson
    Finnbogi Rögnvaldsson.
    Ragnhildur Sigurðardóttir
    Helgi Helgason
    Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
   
Björg Ágústsdóttir er í leyfi. Sigrún Pálsdóttir og Hallveig Skúladóttir boðuðu forföll. Varamenn þeirra boðuðu einnig forföll.
Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun 2004
Framkv.stj. fór yfir áætlunina með hliðsjón af áætlaðri stöðu líðandi árs.
Áætlunin miðast við að tímagjald gjaldskrár hækki um 4,27 %. Í áætlun er gert ráð fyrir um 25 % lækkun reksturskostnaðar bifreiða sem gengur út á að taka tvær bifreiðar á rekstrarleigu fyrir starfsmenn.
Áætlunin samþykkt samhljóða.
2. Úrskurður umhverfisráðherra vegna bleikjueldis að Syðri-Rauðamel
Fyrir lá úrskurður ráðherra þess efnis að starfsleyfi heilbrigðisnefndar standi og hún hafi ekki brotið lög eða reglur við útgáfu þess eins og kæruefnið gekk út á.
Forráðamönnum Æsis ehf. verði tilkynnt efni úrskurðarins og jafnframt farið  fram á að þeir tilkynni heilbrigðiseftirlitinu þegar framkvæmdir hefjast á svæðinu.
Í framhaldi af innihaldi úrskurðarins kynni formaður heilbrigðisnefndar og framkv.stj. sveitarfélögum efnisatriði er varða flokkun vatna sbr. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns, en samkvæmt skilgreiningu ráðuneytisins átti þeirri skilgreiningu að vera lokið fyrir desember 2003.
Þá verði sent bréf til Umhverfisráðuneytis og Umhverfisstofnunar þar sem óskað væri skýringa á því hvernig sveitarfélög skuli útfæra rannsóknir með hliðsjón af þeim mikla kostnaði sem af slíkri vinnu hlýst.

3. Starfsleyfi fyrir alifuglabú Matfugls ehf. að Hurðarbaki.
Sótt er um leyfi fyrir óbreyttri starfsemi.
Samþykkt að færa útgefið starfsleyfi á fyrrverandi rekstraraðila yfir á nýjan aðila.
4. Bréf Skorradalshrepps vegna Vatnsveitu Skorradalshrepps.
Ekki er gerðar efnislegar athugasemdir við starfsleyfisdrög eða greinargerð en bent á að framkvæmdaleyfi þurfi til að hefja starfsemi vatnsveitunnar.
Samþykkt að gefa út starfsleyfi með athugasemdir þessar í huga.
5. Gjaldskrár vegna fráveitumála og sorpmála á Akranesi.
Ekki gerðar athugasemdir við gjaldskrárnar.
6. Gjaldskrár vegna hundahalds í Borgarnesi og fráveitumála og sorpmála í Borgarbyggð.
Ekki gerðar athugasemdir við gjaldskrárnar.
7. Afrit af bréfi til héraðsdýralæknis Borgarfjarðar vegna mengunar frá svínabúi.
Bréfið lagt fram.
Framkv.stj. greindi frá skoðunarferð embættismanna að svínabúinu að Melum 19 nóvember s.l. Skoðunarferð þessi var farin að frumkvæði Umhverfisráðuneytis. Á staðinn mættu skrifstofustj. ráðuneytisins, yfirdýralæknir, forstöðumaður umhverfismála hjá Umhverfisstofnun, héraðsdýralæknir og framkv.stj. heilbrigðiseftirlits. Forráðamenn svínabúsins auk lögmanns þeirra tóku á móti gestunum.
Í kjölfar skoðunarferðarinnar mun ráðuneytið senda frá sér minnispunkta.
 
8. Önnur mál.
a) Bréf Innri-Akraneshrepps vegna stækkunar alifuglabús að
Fögrubrekku með hliðsjón af skipulagsmálum.
Samþykkt að auglýsa starfsleyfi vegna stækkunar búsins enda liggi samþykki Skipulagsstofnunar fyrir.
Framkv.stj. falið að kannamálið hjá Skipulagsstofnun.
b) Umsókn Reykjagarðs um starfsleyfi fyrir alifuglabú að Oddsmýri, Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Samþykkt að færa útgefið starfsleyfi á fyrrverandi rekstraraðila yfir á nýjan aðila.
c) Umsókn Reykjagarðs um starfsleyfi fyrir alifuglabú að Svartagili, Borgarbyggð.
Samþykkt að færa útgefið starfsleyfi á fyrrverandi rekstraraðila yfir á nýjan aðila.
d) Lögð fram ný reglugerð um meðhöndlun úrgangs.
e) Rætt um starfsemi Laugafisks á Akranesi með hliðsjón af breyttum mengunarvarnabúnaði Laugafisks og stöðu mengunarvarnamála.
f) Jón Pálmi lagði til að tekið yrði gjald fyrir útselda vinnu s.s. vegna úttekta á íbúðum, umsagna vegna vínveitinga- og veitingaleyfa.
Samþykkt. Framkv.stj. falið að kynna sér hvernig þessum málum er háttað á öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum, jafnframt sem gert verði ráð fyrir í gjaldskrá innheimtu vegna úttekta á vegum eftirlitsins.
g) Stefnt að því að koma reikningum í endurskoðun í janúar.

Fundi slitið kl: 18.10