23 – Sorpurðun Vesturlands

admin

23 – Sorpurðun Vesturlands

Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

Föstudaginn 6. febrúar 2004.

Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. haldinn á srkifstofu SSV í Borgarnesi föstudaginn 6. febrúar 2004 og hófst fundurinn kl. 13.30.  Mætt voru.  Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir og Gunnólfur Lárusson, Kristinn Jónasson og  Sæmundur Víglundsson.  Bergur Þorgerisson boðaði forföll. 

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Ársreikningur Sorpurðunar Vesturlands 2003.
2. Aðalfundur
3. Sorpmagn
4. Samráðsfundur Umhverfisstofnunar o.fl.
5. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
6. Aðlögunaráætlun fyrir urðunarstaði.
7. Útboðsmál.
8. Fundargerð samráðsnefndar um framkvæmd laga um meðhöndlun úrgangs.
9. Haustfundur FENÚR og Kárahnjúkar.
10. Önnur mál.

 

Ársreikningur Sorpurðunar Vesturlands 2003.
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreiking Sorpurðunar vegna ársins 2003.  Rekstrartekjur eru 33.307.333.  Heildargjöld eru 34.278.065.  Þar af eru afskriftir kr. 8.326.999   Heildarniðurstaða félagsins er tap að upphæð kr. 970.732.   Eignir samtals eru kr.  36.538.213.  Ársreikningurinn var samþykktur.

 

Aðalfundur:
Aðalfundur ákveðinn 27. febrúar 2004.

 

Sorpmagn
Á árinu 2003 var alls urðað 8.668.758 kg. sorps í Fíflholtum.  Þar af voru 203 tonn urðuð af sláturúrgangi.  Alls hefur því verðið urðað  frá upphafi 34.114 tonn frá því í desember 1999 til ársloka 2003.  Þar af eru 2.117 tonn sláturúrgangur.

 

Samráðsfundur Umhverfisstofnunar o.fl.
Þann 3. desember fór fram reglubundið mengunarvarnareftirlit Umhverfisstofnunar á urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands í Fíflholtum.  Einnig var haldinn samráðsfundur um málefni urðunarstaðarins.  Niðurstöður eftirlits lagðar fram og fundargerð fundarins.

 

Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir kynningarfundi Umhverfisstofnunar á drögum að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.


Aðlögunaráætlun fyrir urðunarstaði.
Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I í reglugerð nr. 738/2003, um úrgangs, ber rekstraraðila starfandi urðunarstaðar að senda Umhverfisstofnun aðlögunaráætlun um hvernig unnt era ð laga rekstur urðunarstaðarins að ákvæðum reglugerðarinnar fyrir 31. desember 2003.  Drög að aðlögunaráætlun lögð fram.

 

Útboðsmál.
Rætt um samning við Gámaþjónustu Vesturlands varðandi rekstur urðunarstaðarins í Fíflholtum. 

 

Fundargerð samráðsnefndar um framkvæmd laga um meðhöndlun úrgangs.
Lögð fram fundargerð samráðsnefndar um framkvæmd laga um meðhöndlun úrgangs frá 20. janúar 2004.

 

Haustfundur FENÚR og Kárahnjúkar.
Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá haustfundi FENÚR á Egilsstöðum 14. nóvember 2003.

 

Önnur mál.
Framkvæmdastjóra falið að skoða með útgáfu fréttabréfs.

Framkvæmdastjóra falið að skoða með námskeið um grænt bókhald.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Fundarritari.
Hrefna Bryndís Jónsdóttir.