42 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

42 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
42.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Þriðjudaginn 2. september 2003 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18.
Mættir voru:  Rúnar Gíslason, Jón Pálmi Pálsson, Hallveig Skúladóttir, Sigrún Pálsdóttir, Bergur Þorgeirsson varamaður Finnboga, Ragnhildur Sigurðardóttir og Helgi Helgason. 
Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
   
Björg Ágústsdóttir og Finnbogi Rögnvaldsson boðuðu forföll.
DAGSKRÁ
1. Lagðar fram athugasemdir við drög að starfsleyfi fyrir kræklingaeldi við Purkey.
Framkv.stj. kynnti málið. Fjallað um þær athugasemdir og ábendingar sem borist höfðu við útsend starfsleyfisdrög, en þær voru frá Breiðafjarðarnefnd, Dalabyggð, Skipulagsstofnun, Hafrannsóknarstofnun og Umherfisstofnun.
Samþykkt var að gefa út starfsleyfi með nokkrum breytingum.
2. Umsókn Sigurjóns Guðmundssonar um kræklingarækt í landi Bjarteyjarsands, Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Framkv.stj. lagði til að starfsleyfi yrði unnið í samræmi við önnur starfsleyfi fyrir kræklingarækt. Starfsleyfisdrögin yrðu svo send til umsagnar til viðkomandi aðila.
Samþykkt.
 
3. Lagður fram listi íbúa í nágrenni Þorgeirs og Ellerts hf. og svar Þorgeirs og Ellerts hf., dags. 15.08., vegna athugasemda í bréfi HEV  dags. 05.08 til fyrirtækisins.
Framkv.stj. kynnti málið. Fram kom að auk undirskriftarlistans barst sér erindi frá Guðmundi Sigurbjörnssyni, Bakkatúni 4. Í umsókn fyrirtækisins um starfsleyfi hafi ekki verið gert grein fyrir málningarstarfsemi eða annarri starfsemi á lóð fyrirtækisins.
Í ljósi þess samþykkir nefndin að óska eftir við fyrirtækið að sótt verði um breytingu á núverandi starfsleyfi þar sem gert er ráð fyrir allri starfsemi fyrirtækisins jafnt innan- sem utanhúss. Jafnframt yrði fyrirtækinu kynntur andmælaréttur þess sbr. ákvæði laga nr. 7/1998. Framkv.stj. falið að undirbúa
nýtt starfsleyfi á grundvelli viðbótarupplýsinga frá fyrirtækinu og leggja fyrir nefndina, jafnframt verði þeim aðilum sem sent hafa kvartanir gert grein fyrir framvindu málsins.
4. Lagður fram listi íbúa á Akranesi vegna ólyktar frá Laugafiski við    Breiðargötu og Vesturgötu á Akranesi ásamt bréfi bæjarráðs Akraness, dags. 30.07.2003, þar sem samþykkt var að vísa erindinu til heilbrigðisnefndar til umfjöllunar. Bréf HEV til fyrirtækisins þar sem farið er fram á skýringar og áform.
Framkv.stj. gerði grein fyrir málinu svo og því bréfi og minnispunktum sem höfðu borist inn á fundinn sem skýra nokkuð ætlan fyrirtækisins um hvernig brugðist hafi verið og muni brugðist við kvörtunum m.a. með breytingu á flutningi hráefnis og lagfæringu á tækjabúnaði.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að óska nánari skýringa frá fyrirtækinu og tímasettri verkáætlun um fyrirhugaðar endurbætur til að koma í veg fyrir lyktarmengun, jafnframt verði þeim aðilum sem sent hafa kvartanir gert grein fyrir framvindu málsins.
5. Lögð fram samþykkt um fráveitu fyrir Akraneskaupstað ásamt bréfi bæjarritara, dags. 29.08., þar sem óskað er umsagnar vegna samþykktarinnar.
Samþykkt að mæla með fyrirliggjandi samþykkt.
6. Lögð fram samþykkt um fráveitur í Borgarfjarðarsveit þar sem óskað er eftir umsögn heilbrigðisnefndar um samþykktina.
Samþykkt að mæla með fyrirliggjandi samþykkt.
7. Bréf Umhverfisráðuneytis, dags. 01.07. þar sem óskað er umsagnar vegna reglugerðar um varnir gegn mengun vegna meðferðar og geymslu á olíu og líkum efnum.
Framkv.stj.  kynnti málið. Nokkrar umræður spunnust um hvernig eftirliti væri háttað í dag annars vegar í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélag og hins vegar Umhverfisstofnunar.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að ítreka fyrri samþykktir sínar þess efnis að eftirlit í þessum málaflokki verði í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna.
Sigrún Pálsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
 
8. Bréf Umhverfisráðuneytis, dags. 24.07. og 25.08., þar sem óskað er eftir umsögn vegna draga að reglugerð um meðhöndlun úrgangs.
Framkv.stj.  kynnti málið. Nefndarmenn eru á því að með gildistöku þessarar reglugerðar muni útgjöld sveitarfélaga og annarra aðila hækka mikið vegna förgunar úrgangs.
Heilbrigðisnefnd gerir ekki athugasemdir við einstaka efnisatriði reglugerðarinnar en framkv.stj. falið að kanna túlkun ráðuneytis á 7. gr. reglugerðardraganna, jafnframt sem athygli sveitarfélaga er vakin á miklum kostnaðarauka við málaflokkinn.

9. Bréf Hollustuháttaráðs, dags. 23.06., vegna gjaldskrár fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit á Vesturlandssvæði.
Lagt fram.
10. Neysluvatnsmál á frístundahúsasvæðum og í ferðaþjónustu.
Framkv.stj. greindi frá ástandi neysluvatnsmála á frístundahúsasvæðum og í ferðaþjónustu. Kom fram að á nokkrum stöðum hefði ástandið ekki verið gott og aðvarannir verið gefnar út til notenda. Unnið væri að lagfæringum og væru þær komnar langt á veg hjá flestum.
11. Önnur mál.
• Úrskurður úrskurðarnefndar vegna dagvistunar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði.
Lagt fram
• Jón Pálma spurðist fyrir um skítadreifingu og fl. frá fyrirtækjum sem hefðu starfsleyfi heilbrigðisnefndar.
Framkv.stj. greindi frá því að Stjörnugrís hefði brotið ákvæði starfsleyfis hvað varðar dreifingartíma skíts. Heilbrigðiseftirlitið hefði gefið út nótu á staðnum og bréf yrði sent til fyrirtækisins vegna alvöru þessa máls.
Þá kom fram að sýking hefði komið upp á alifuglabúi og yrði fuglum og skít frá þessu búi eytt á viðurkenndum urðunarstað og í samvinnu við yfirdýralæknisembættið og viðkomandi heilbrigðisnefnd.
• Fyrirspurn um starfsleyfis Fögrubrekku.
Framkv.stj. kynnti málið. Hann hefði bent eiganda á að hann hefði möguleika á að senda umhverfisráðherra bréf vegna ákvörðunar heilbrigðnefndar.
• Fjármál heilbrigðiseftirlitsins.
Framkv.stj. greindi frá stöðu mála og sagði frá að greiðsluseðlar vegna eftirlitsgjalda hefðu farið seint út en gjöldin væru farin að skila sér.
Fundi slitið kl: 18:45