21 – Sorpurðun Vesturlands

admin

21 – Sorpurðun Vesturlands

Fundargerð.

Sorpurðun Vesturlands hf.
Stjórnarfundur, þriðjudaginn 5. ágúst 2003.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi þriðjudaginn 5. ágúst 2003 kl. 14.  Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Gunnólfur Lárusson, Kristinn Jónasson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sæmundur Víglundsson og Hrefna B. Jónsdóttir.  Bergur Þorgeirsson boðaði forföll.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Fundur í Lyngbrekku 20.06.03.
2. Gjaldskrármál.
3. Umsögn um reglugerð um urðun úrgangs og meðhöndlun         úrgangs.
4. Þvottaplan í Fíflholtum.
5. Niðurstöður mengunarvarnaeftirlits frá UST.
6. Bréf dags. 29.05.03 frá UST varðandi endurheimt votlendis.
7. Umhverfisskipulag í Fíflholtum.
8. Magn og tegundir úrgagngs, skráning sorpflokka.
9. Aðalfundur Norðlenska matborðsins ehf.
10.  Kynningarefni ?
11.  Ráðstefna um endurvinnsluiðnað á Íslandi og kröfur um  endurnýtingu umbúðaúrgangs.
12. Önnur mál.

 

Formaður, Guðbrandur Brynjúlfsson, setti fundinn og gekk til dagskrár.

 

Fundur í Lyngbrekku 20.06.03.
Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá fundi sem haldinn var í Lyngbrekku 20.06. 2003 með sorpverktökum sem flytja sorp til Fíflholta og starfsmönnum sveitarfélanna sem tengjast málaflokknum.

 

Gjaldskrármál.
Umræður um gjaldskrármál varðandi flokkun sorps í Fíflholtum.  Lögð fram tillaga um flokkunargjöld og eyðublaðaform til útfyllingar á urðunarstað. 
Fundarmenn voru sammála um að það yrði að fara að taka fastari tökum á móttöku sorps þar sem of mikið er um að sorp sem ekki má urða sé að koma innan um almennt sorp.  Þetta kostar mikla umsýslu á staðnum við flokkun og komið hefur fyrir að bílfarmar hafa verið endursendir til síns heima.

 

Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að því að koma gjaldskránni í endanlegt form.  Framlagðar tillögur samþykktar.

 

Umsögn um reglugerð um urðun úrgangs og meðhöndlun úrgangs.
Framkvæmdastjóra falið að vinna að umsögn og meta kostnaðaráhrif þess fyrir sveitarfélögin.

 

Þvottaplan í Fíflholtum.
Lausleg kostnaðaráætlun við gerð þvottaplans í Fíflholtum lögð fram og samþykkt að leggja af stað í þá framkvæmd.  VST falið að vinna útboðsgögn um málið. 

 

Niðurstöður mengunarvarnaeftirlits frá UST.
Borist hafa niðurstöður reglulegs mengunarvarnaeftirlits frá Umhverfisstofnun.  Umsögn almennt góð.

 

Bréf dags. 29.05.03 frá UST varðandi endurheimt votlendis.
Umhverfisstofnun hefur tekið út framkvæmdir vegna endurheimt votlendis í landi Saura á Mýrum.  Aðstæður voru skoðaðar 27.05.03. og er aðgerðin talin vera fullnægjandi.

 

Umhverfisskipulag í Fíflholtum.
Lagðar fram athugasemdir og svör við spurningum umhverfisarkitekts vegna umhverfisskipulags í Fíflholtum.  Borinn hefur verið húsdýraáburðu á mela meðfram afleggjara til uppgræðslu.

 

Magn og tegundir úrgagngs, skráning sorpflokka.
Umhverfisstofnun hefur sent frá sér göng varðandi skráningu um tegundir úrgangs sem meðhöndlað er á urðunarstaðnum í Fíflholtum.  Strangari reglur eru orðnar varðandi skráningu magns og tegunda úrgangs sem þarf að fara að vinna markvissara eftir en verið hefur.  Á þetta bæði við um Sorpurðun Vesturlands og sorpmóttökustöðvar sveitarfélaganna og sorpverktaka.

 

Aðalfundur Norðlenska matborðsins ehf.
Hlutafé í Norðlenska matborðinu ehf. að nafnverði kr. 75.014 hefur verið afskrifað þar sem hlutafé félagsins hefur verið fært niður á aðalfundi Norðlenska 31. júlí 2003.

 

Kynningarefni
Lögð fram drög að kynningarefni.  Framkvæmdastjóra falið að athuga með kostnað við útgáfu.

 

Ráðstefna um endurvinnsluiðnað á Íslandi og kröfur um  endurnýtingu umbúðaúrgangs.
Lögð fram göng varðandi ráðstefnu um endurvinnsluiðnað á Íslandi og kröfur um endurnýtingu umbúðaúrgangs sem haldin verður á Hótel Selfossi 27. og 28. ágúst n.k.

 

Önnur mál.
Engin önnur mál.

 

Fundi slitið

 

Fundarritari
Hrefna B. Jónsdóttir.