28 – SSV stjórn

admin

28 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundar SSV, þriðjudaginn 16. september 2003.  haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi. 

 

Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn á skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, þriðjudaginn 16. september og hófst fundurinn kl. 15.
Mættir voru. Kristinn Jónasson, formaður, Dagný Þórisdóttir, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Helga Halldórsdóttir,  Kristján Sveinsson, Sveinbjörn Eyjólfsson, Jón Gunnlaugsson, Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.  

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.
1. Aðalfundur SSV. 
2. Fjárhagsstaða SSV.
3. Verkefni atvinnuráðgjafar
4. Húsgögn í fundarherbergi.
5. Almenningssamgöngur á Vesturlandi.
6. Tónlistarkennsla og kostun hennar milli sveitarfélaga.
7. Fyrirhuguð námskeið um félagsþjónustu sveitarfélaga.
8. Framlagt efni 
9. Framlagðar fundargerðir
10. Önnur mál.

 

Aðalfundur SSV. 
Lögð fram drög að dagskrá aðalfundar SSV.  Umræður um efnistök og tilhögun dagskrár.
Nokkrar umræður urðu um menningarsamning og stöðu samningaviðræðna milli SSV og Menntamálaráðuneytisins.  Menntamálaráðherra, Tómasi Inga Olrich, var send beiðni um að koma á aðalfund SSV og ræða stöðu menningarsamnings en hann sér sér ekki fært að mæta og enginn fulltrúi frá ráðuneytinu er tilbúinn að koma í hans stað.  Samþykkt var að fá fund með ráðherra, formanni og varaformanni fjárlaganefndar vegna samningaviðræðna um menningarsamning.
Hrefnu falið að vinna áfram að dagskrá.

 

Fjárhagsstaða SSV.
Formaður fór yfir fjárhagsstöðu SSV.

 

Verkefni atvinnuráðgjafar
a) Hvalfjarðargangaverkefni
Úrvinnsla á gögnum er í fullum gangi og standa vonir til að hægt verði að kynna niðurstöðu verkefnisins í desember.

 

b) Atvinnuvegasýning á Akranesi.
SSV – þróun og ráðgjöf mun taka þátt í atvinnuvegasýningunni á Akranesi 26. – 28. september n.k.  Símenntunarmiðstöðin og Upplýsinga- og kynningarmiðstöð verða með SSV í bás.

 

c) Málþing.
Ólafur reifaði hugmynd um hugsanleg málþing í samstarfi við háskólana í Borgarfirði, Norðurál og Járnblendifélagið.  Hugmyndir um efnistök eru ,,samfélag og stóriðja,  sjávarútvegur í framtíð og landbúnaður”. 
Fundarmenn fögnuðu þessum áformum en áformað er að málþingin verði haldin á árinu 2004.

 

d) Hagvísar. 
Hagvísar um leikskóla eru tilbúnir til útgáfu.  Í vinnslu eru hagvísar um vinnsluhlutfall landaðs afla sem vonandi munu koma út í árslok.
Stjórn lagði áherslu á að niðurstöðum hagvísnna yrði komið á framfæri því þetta væri leið til að gera starfsemina sýnilegri.

 

Húsgögn í fundarherbergi.
Samþykkt að kaupa ný húsgögn í fundarherbergi.

 

Almenningssamgöngur á Vesturlandi.
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu fyrir SSV um almenningssamgöngur á Vesturlandi sem er undirbúningur fyrir útboð á árinu 2005.  Samþykkt að fara í verkefnið með fyrirvara um mótfjármögnun frá samstarfsaðilum.

 

Tónlistarkennsla og kostun hennar milli sveitarfélaga.
Farið yfir stöðu mála í samningaviðræðum ríkis og sveitarfélaga á kostun tónlistarkennslu.  Fundarmenn voru almennt þeirrar skoðunar að tónlistarkennsla á framhaldsskólastigi ætti að vera á hendi ríkisins.  Samþykkt að tala málið upp á aðalfundi.

 

Fyrirhuguð námskeið um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Borist hefur bréf frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað eftir samstarfi við SSV vegna fyrirhugaðra námskeiða um félagsþjónustu sveitarfélaga.  Tekið vel í erindið.

 

Framlagt efni 
a. Fornleifavernd ríkisins.
b. Ályktun stjórnar SSV v//Grundartanga þar sem stjórn lýsir yfir áhyggjum sínum ef ekki tekst að útvega nauðsynlega orku vegna fyrirhugaðrar stækkunar Norðuráls.  Ályktunin send ráðherrum og alþingismönnum.
c. Ályktanir landshlutasamtaka sveitarfélaganna.
Varðandi ályktun stjórnar SSV v/orkuöflun til Grundartanga sagði Kristján Sveinsson frá því að meiri bjartsýni ríkti nú vegna málsins þar sem Orkuveitan og Hitaveita Suðurnesja væru að vinna að því að útvega þá orku sem vantar og liti það mál vel út.

 

Framlagðar fundargerðir
Sorpurðun Vesturlands, Símenntunarmiðstöðin. Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna.

Önnur mál.
Hrefna sagði frá fundi stýrinefndar í menningarmálum og Signýjar Ormarsdóttur frá Menningarsjóði Austurlands en hún kom og sagði frá reynslu Austfiringa á menningarsamningi. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.