41 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

41 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ

41.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 
Miðvikudaginn 18. júní 2003 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Borgarbyggðar, Borgarnesi.
Mættir voru:     Rúnar Gíslason, formaður
    Jón Pálmi Pálsson
    Sigrún Pálsdóttir
    Finnbogi Leifsson
    Ragnhildur Sigurðardóttir
    Helgi Helgason sem ritaði fundargerð
   
Björg Ágústsdóttir og Hallveig Skúladóttir boðuðu forföll. Varamenn þeirra gátu ekki mætt.
DAGSKRÁ

1. Úrskurður umhverfisráðuneytis, dags 22.05.2003, vegna útgáfu starfsleyfis fyrir alifuglabús Móa hf. að Hurðarbaki, Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Framkvæmdastjóra falið að breyta ákvæðum í starfsleyfinu í samræmi við úrskurð ráðuneytisins og jafnframt að kynna aðilum sem hagsmuna eiga að gæta efnislegar breytingar.
2. Athugasemdir Landsvirkjunar í bréfi, dag. 22.05.2003, vegna útgefins starfsleyfis fyrir spennistöð fyrirtækisins við Brennimel.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við væntanlegar leiðbeinandi starfsleyfiskröfur Umhverfisstofnunar.
3. Bréf Samtaka atvinnulífsins, dags. 11.06.2003, vegna eftirlitsgjalda fyrir Sigurð Ágústsson ehf.
Miklar umræður urðu um málið.
Framkvæmdastjóra falið að rita fyrirtæki Sigurðar Ágústssonar bréf þar sem lýst væri eftirliti og afskipum heilbrigðiseftirlitsins með fyrirtækinu.
4. Bréf umhverfisráðuneytis, dags. 10.06.2003, þar sem óskað er umsagnar vegna framkominna kæra vegna útgáfu starfsleyfis fyrir bleikjueldi Æsis ehf. að Syðri-Rauðamel.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
5. Umsókn um stækkun alifuglabús að Fögrubrekku, Innri Akraneshreppi, úr 11000 fugla framleiðslu í 24000 fugla.
Fram kom í umræðu um málið að deiliskipulag lægi ekki fyrir og unnið væri að aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið.

Heilbrigðisnefndin samþykkti að unnið yrði að gerð breytts starfsleyfis en frestaði málinu að öðru leyti þar til ljóst lægi fyrir um skipulag svæðisins.
6. Umsókn Jóns Páls Baldvinssonar f.h. Breiðar um kræklingarækt við Purkey á Breiðafirði.
Samþykkt að vinna að starfsleyfi fyrir fyrirtækið og senda til umsagnar aðila s.s. Breiðafjarðarnefndarnefndar, sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar.
7. Önnur mál.
 Framkvæmdastjóri greindi frá samráðsfundi sem hann sat hjá Norðuráli þar sem lokaskýrsla umhverfismælinga hefði verið kynnt.
 Framkvæmdastjóri kynnti að fyrirhugað væri að fara í vinnu við að kanna neysluvatn á lögbýlum í Hvalfjarðarstrandarhreppi í samvinnu við sveitarstjórn.
Fundi slitið kl. 18:00.