20 – Sorpurðun Vesturlands

admin

20 – Sorpurðun Vesturlands

Sorpurðun Vesturlands hf.
Stjórnarfundur, þriðjudaginn 20. maí 2003.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn í Fíflholtum og á skrifstofu SSV þriðjudaginn 20. maí 2003 kl. 15  Mætt voru:  Bergur Þorgeirsson, Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Gunnólfur Lárusson, Kristinn Jónasson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sæmundur Víglundsson og Hrefna B. Jónsdóttir.

 

Fundurinn hófst í Fíflholtum kl. 15.  Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður, bauð fundarmenn velkomna til fundarins, einkum nýja stjórnarmenn sem ekki hafa áður komið til Fíflholta.  Í upphafi var byrjað á því að fara skoðunarferð um urðunarsvæðið.

 

Umhverfisskipulag í Fíflholtum
Farið yfir minnispunkta og spurningar varðandi umhverfisskipulag.  Framkvæmdastjóra falið að koma athugasemdum til Teiknistofunnar Eik ehf.

 

Gasmælingarverkefnið
Sagt frá rannsóknaráætlun fyrir gasmælingar á urðunarstöðum á Íslandi.  Verkefnið tengist gasmælingum á öllum urðunarstöðum sem taka á móti lífrænum úrgangi og þurfa að starfrækja gassöfnunarkerfi skv. urðunartilskipun.  Skoðuð voru þau þrjú gasmælingarör sem hefur verið komið fyrir í urðunarrein 1 í Fíflholtum.

 

Endurheimt votlendis.
Komið við í landi Saura á Mýrum þar sem skoðaðar voru tjarnir sem sem hafa verið stíflaðar vegna skilyrða starfsleyfis um endurheimt votlendis.  Samningur sem Sorpurðun gerði við Hannes Blöndal, eiganda Saura, um stífluna hefur verið þinglýst og afrit sent Umhverfisstofnun og Votlendisnefnd.

 

Úrvinnslusjóður og ráðgjafahópur.
Hrefna sagði frá ráðgjafahópi Úrvinnslusjóðs sem í sitja fulltrúar frá landshlutunum.  Hrefna sagði frá þeim fundum sem hún hefur átt með ráðgjafahópnum og afhenti fundarmönnum göng.  Úrvinnslusjóður hefur sent gögn til sveitarfélaganna og munu fulltrúar frá sjóðnum verða á ferð um Vesturland 22. maí n.k.

 

Vigtin
Lagt fram tilboð í vigtarkerfi við vigtina í Fíflholtum frá Leiðum ehf.  Samþykkt að ganga til samninga við þá um framkvæmd verksins.

 

Samstarf sorpsamlaga á Suður- og Suðvesturlandi.
Tekið til afgreiðslu erindi SORPU varðandi hugmyndir um samstarf sorpsamlaga á Suður- og Suðvesturlandi og efnistök þess efnis á fulltrúaráðsfundi SORPU á komandi hausti.  Samþykkt að vera með í því verkefni.

 

Kynningarfundur með sorpaðilum á Vesturlandi.
Hugsanlegur kynningarfundur um málefni Sorpurðunar og urðunarstaðarins í Fíflholtum ræddur.  Ákveðið að halda slíkan fund í júní með viðskiptaaðilum.  Hrefnu falið að undirbúa fundinn og kynningu.

 

Erindi frá Búnaðarfélagi Hraunhrepps.
Tekið fyrir erindi frá Búnaðarfélagi Hraunhrepps, dags. 22.04.2003 þar sem skorað er á stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. að standa fast við fyrri ákvörðun um að urða ekki sorp annarsstaðar frá en af Vesturlandi.  Auk þess lýsir aðalfundur Búnaðarfélagsins mikilli óánægju með að urðaður væri sláturúrgangur á svæðinu.  Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.

 

Fundur Félags heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa, FHU.
Guðbrandur lagði fram minnisblað frá fundi Félags heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa sem haldinn var í Norrænahúsinu 28. apríl 2003. 

 

Önnur mál.
Guðbrandur sagði frá erindi Sorpurðunar til Landbúnaðarháskólans þar sem farið var þess á leit við LBH að háskólinn kæmi að rannsóknar- og tilraunaverkefni sem viðkemur umbreytingu sláturúrgangs í vænlegra urðunarform.  Framkvæmdastjóra falið að ræða við forsvarsaðila LBH varðandi áframhaldandi vinnslu þess.

 

Lögð fram viðurkenning fyrir þátttöku í átaksverkefninu Fegurri sveitir. 

 

Sagt frá viðauka I í urðunartilskipuninni um almennar meginreglur um móttöku úrgangs og viðmiðunarreglur varðandi flokkun og móttöku sorps.  Frá gildistöku á að skrá allan úrgang sem kemur til urðunar og flokka í samræmi við Evrópsku úrgangsskrána sbr. reglugerð nr. 184/2002. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir