119 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

119 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ

119. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 

Mánudaginn 7. apríl 2014 kl: 16:15 var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, Melahverfi.
 
Á fundinum voru:
Ólafur Adolfsson (ÓA) formaður
Sigrún Guðmundsdóttir, (SG)
Eyþór Garðarsson (EG)
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Dagbjartur Arilíusson (DA)
Þröstur Þór Ólafsson (ÞÞÓ)
 
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundarins og var síðan  gengið til dagskrár. 
 
Dagskrá.
 
1.      Ársreikningur HeV fyrir árið 2013.
Framkvæmdastjóri skýrði og fór yfir ársreikning Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2013.
Ársreikningur samþykktur og undirritaður af stjórn og framkvæmdastjóra HeV.
 
2.      Aðalfundur HeV 28. mars 2014, Hótel Borgarnesi.
Framkvæmdastjóri greindi frá  efni ársskýrslu HeV 2013, skýrslu stjórnar 2013 sem kynnt var á aðalfundi 28. mars s.l og fundargerð aðalfundar 2014.
 
3.      Aðgangur varamanna heilbrigðisnefndar að fundargögnum.
Rætt var  um aðgang varamanna að gögnum nefndarinnar fyrir fundi. Samþykkt að varamenn fái aðgang í gegnum dropbox nefndarinnar.
 
4.      Neysluvatnsmál Hvalfjarðarsveitar.
Yfirborðsvatn  var sett í vatnsveitu  í Hvalfjarðarsveit (Tunguveita) í tæpar 3 vikur  vegna vatnsskorts fyrir Grundartangasvæðið, Melahverfi og  12 sveitabæi í Hvalfjarðarsveit.  Elkem ehf (eigandi veitunnar) sá um sýnatökur úr vatnsveitunni.  Íbúar á svæðinu voru varaðir  við neyslu vatns og hvattir til að sjóða allt neysluvatn. Framkvæmdastjóri greindi frá málinu.
 
5.      Starfsleyfi
B.A Einarsson, Vesturbraut 8, Búðardal. Bifreiða- og vélaverkstæði. Nýtt
Verslunin Skriðuland, Saurbæ, Dalabyggð. P1 ehf.- Nýtt
Skeljungur Hf., Skriðuland, Dalabyggð. Sjálfsafgreiðslustöð. Tímabundið leyfi til 31. des n.k.
   Veisluþjónusta, Reynigrund 43, Akranesi. Nýtt.
  Skelvinnsla Agustson ehf Austurgötu 12, Stykkishólmi. – Skelvinnsla.
  Endurnýjað og breytt leyfi.
 
   Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind leyfi.
 
6.      Umsagnir til sýslumanns.
Félagsheimilið Dalabúð, Búðardal. (Samkomusalur og greiðasala). Endurnýjun.
Félagsheimilið Árblik, Miðdölum, Dalabyggð. – Endurnýjun.
Hamraendar Stafholtstungum Borgarbyggð. Sumarhús. Nýtt.
Grund, Grundarfirði.  Eyrarsveit ehf. –  Gisting-Einbýlishús. Nýtt.
Laxárbakki, Hvalfjarðarsveit., Vöttur ehf. Gisting og veitingar. Endurnýjun.
Ferðaþjónustan Snorrastöðum, Borgarbyggð. Gistiskáli og sumarhús. Endurnýjun.
Vegamót, Eyja-og Miklaholtshreppi, Rjúkandi ehf. – Gisting og veitingar.- Nýtt leyfi /breytt.
Hömluholt, Eyja-og Miklaholtshreppi. Heimagisting og 2 sumarhús.- Nýtt.
Primus Kaffi Hellnum. Snæfellsbæ. Veitingar.- Nýtt leyfi.
Veitingahúsið Munaðarnesi, Borgarbyggð.- Nýtt leyfi.
Leifsbúð, Búðardal. Veitingastaður. Nýtt leyfi.
 
Framlagt.
 
7.      Umsagnir vegna tækifærisleyfa
Hjálmaklettur MB  Borgarnesi, Nemendafélag MB. Dansleikur 5. mars s.l.
Jaðarsbakkar, Akranesi, Konukvöld ÍA 11. apríl n.k
Félagsheimilið Lyngbrekka, Borgarbyggð. Mýrareldahátíð  5. apríl n.k
 
Framlagt.
 
8.      Tóbakssöluleyfi
Verslunin Skriðulandi, Saurbæ, Dalabyggð. P1 ehf.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreint leyfi.
 
9.      Aðrar umsagnir
-Grundartangi, Hvalfjarðarsveit. Framleiðsla á sólarkísli . Beiðni um umsögn vegna laga um mat á umhverfisáhrifum. Umsögn send skipulagsstofnun.
– Norðurál, Grundartanga.  Afkastaaukning Norðuráls úr 300 þúsund tonnum upp að 350 þús. tonnum. Beiðni um umsögn vegna laga um mat á umhverfisáhrifum. Umsögn send Skipulagsstofnun.
– Dalabyggð. Breytt aðalskipulag Dalabyggðar. Umsögn send byggingarfulltrúa  
  Dalabyggðar.
  Framlagt.
 
 
 
10.  Önnur mál
Olíumengun í Brákarey, Borgarnesi.-N1.
Olíuleki  úr gömlum leiðslum uppgötvaðist í Brákarey fyrr í vetur (Olíufélagið / N1).  N1 greip strax  til  aðgerða við hreinsun á svæðinu og er hreinsun nú lokið.
Framkvæmdi stjóri greindi frá málinu.
 
Opinn kynningarfundur um niðurstöður umhverfisvöktunar.
Árlegur kynningarfundur um niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir iðnaðarsvæði á Grundartanga 2013, verður haldinn 9. apríl n.k kl 13-16 að Hlöðum Hvalfjarðarsveit.
 Samþykkt að heimila að stjórnarmenn sæki fundinn.
 
SO2 innan og utan þynningarsvæðisElkem ehf. Undanþágubeiðni  frá fyrirtækinu send Umhverfis- og Auðlindaráðuneyti.
Framkvæmdastjóri greindi frá undanþágubeiðni frá Elkem Ísland  ehf vegna ákvæða um sólarhringsgildi  SO2 í reglugerðum. HeV var sent afrit af beiðninni en Umhverfisstofnun mun svara erindinu.
 
Nýr úrskurður vegna hunds/Austurland. Úrskurðarnefnd Umhverfis- og Auðlindamála frá 27. mars 2014.
Framkvæmdastjóri sagði frá nýlegum úrskurði vegna hunds á Austurlandi sem ítrekað hafði bitið fólk og átti að aflífa samkvæmt ákvörðun Heilbrigðisnefndar Austurlands. Úrskurðarnefnd felldi ákvörðun nefndarinnar úr gildi.
Úrskurðurinn verður sendur sveitarstjórnum.  Sjá hér.
 
Fundi slitið kl:   17:50