106 – SSV stjórn

admin

106 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundar  SSV, þriðjudaginn 15. apríl 2014 kl. 9:00 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt eru: Gunnar Sigurðsson, formaður, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Jón Þór Lúðvíksson  og  Halla Steinólfsdóttir var í símasambandi. Hún sat fundinn sem aðalmaður í forföllum Hallfreðs Vilhjálmssonar.

Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson. Elísabet Haraldsdóttir sat fundinn undir liðnum menningarmál, úthlutun.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar

Lögð fram og samþykkt.

 

2.   Lagabreytingar, framhald frá aðalfundi.

Rætt um niðurstöðu aðalfundar SSV þann 28. mars sl., lagabreytingar og innlegg  Gretars D Pálssonar.  Gunnar lagði fram eftirfarandi tillögu:

 

Stjórn SSV leggur það til að tillögur að lagabreytingum verði lagðar fram á málþingi að hausti þann 19. september n.k. og verði skipað í stjórn með eftirfarandi hætti.

            Sveitarfélag með 3000 íbúa eða fleiri eiga 2 fulltrúa

            Sveitarfélag með færri en 3000 íbúa eiga 1 fulltrúa.

Samþykkt.

 

3.   Fundur um sóknaráætlanir og vaxtarsamninga. 11.04.14

ÓS gerði grein fyrir fundi með fulltrúum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um sóknaráætlun og vaxtarsamninga þann 11. apríl sl.   Fjárframlag mun skila sér til samninganna.  Til sóknaráætlunar er 13,8 m.kr. og til vaxtarsamnings kr. 23.750 m.kr.  Samningarnir verða báðir gerðir við SSV. 

Gildandi sóknaráætlanir verða framlengdar til 31. desember 2014.

Skilaboð fundarins eru þau að heimamenn þurfa að tilnefna fulltrúa í stjórn vaxtarsamnings.  Formaður óskaði eftir því að stjórnarmenn tilnefndu einstaklinga og sendu honum í tölvupósti og unnið yrði úr þeim nöfnum sem berast m.t.t. kynja- og svæðaskiptingar.

 

Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi Vesturlands, kom inn á fundinn.

4.   Menningarsamningur

Fundargerð fagráðs 2. apríl 2014

Lögð fram

 

Tillögur fagráðs um úthlutun lagðar fyrir stjórn og til afgreiðslu.

Menningarfulltrúi fór yfir vinnuferla nefndarinnar  og lagði fram tillögur sínar um stofn- og rekstrarstyrki og starfshópsins.  Tillögurnar lagðar fram og samþykktar. 

Einnig sagði menningarfulltrúi frá fjölhæfum heimamönnum sem margir eru með góða menntun en eru að vinna annarsstaðar.  Því væri nú búið að stofna félagsskapinn ,,Vitbrigði Vesturlands“ en innan hópsins eru vestlenskir ungir og skapandi listamenn.

 

Elísabet fór síðan yfir tillögur að hækkun stofn- og rekstrarstyrkja upp í 9 milljónir. Samþykkt að hækka þennan hluta úthlutunar upp í 9 millj. með fyrirvara um að fjárframlag komi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.

Elísabet vék af fundi.

 

Fjárhagsáætlun.

Lögð fram fjárhagsáætlun þar sem reiknað er með framlagi atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti kr. 6 millj. kr.  Samþykkt með fyrirvara um endanlega staðfestingu frá ráðuneyti .

Fundað verður aftur í fagráði þegar endanleg staðfesting atvinnuvegaráðuneytis liggur fyrir.

Samþykkt

Bjarki vék af fundi.

 

5.   Málefni fatlaðra.

a.    Tölvupóstur milli Hrefnu og Odds KPMG

Lagt fram.

 

6.       Önnur mál.

a.       Fundur um samgöngu- og fjarskiptaáætlun 7. apríl sl.

Fulltrúar gerðu grein  fyrir fundi um samgöngu- og fjarskiptaáætlun.  Fulltrúar nær allra sveitarfélaga sátu fundinn.

b.    Byggðaáætlun – stutt greinargerð frá Sambandi ísl. sveitarfélaga

Lagt fram

c.    Uppbygging og vernd ferðamannastaða. – tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni sem sendur var á öll sveitarfélög.

Lagt fram.

d.   Skýrsla stjórnar heilbrigðisnefnda á Vesturlandi, 28.03.2014

Lagt fram.

Fundargerð lesin yfir og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00

Fundarritari: Hrefna B. Jónsd.