107 – SSV stjórn

admin

107 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur SSV, haldinn miðvikudaginn 21. maí 2014 kl. 10:00 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, og Ólafur Sveinsson.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar

Lögð fram og samþykkt.

 

2.   Samningar við ríkið.

a.    Sóknaráætlun og vaxtarsamningur

Samningur liggur nú fyrir sem byggir á sóknaráætlun Vesturlands frá mars 2013 og vaxtarsamningi Vesturlands 2010 – 2013.  Samningurinn er alls kr. 35 M.Kr. sem skiptist þannig.  Vaxtarsamningur 23.750.000 og sóknaráætlun 11.270.000 kr.  Rætt um fyrirkomulag úthlutunar.  Vaxtarsamningur verður auglýstur en kalla þarf saman framkvæmdastjórn sóknaráætlunar til að fjalla um sóknaráætlun 2013 og verklag við úthlutun.

Formanni falið að senda stjórnarmönnum tillögu að skipan stjórnar Vaxtarsamnings.

 

b.   Menningarsamningur

Menningarsamningur er gerður við menntamálaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.  Alls er um að ræða samning upp á 30.593.000 auk mótframlaga frá sveitarfélögum.  Menningarfulltrúi, Elísabet Haraldsdóttir hefur sent öllum svör vegna styrkumsókna til menningarsamningsins.

 

3.   Samningur við VIRK, starfsendurhæfing.

a.       Samningsdrög

Lögð fram og gerði framkvæmdastjóri grein fyrir útfærslu þjónustunnar.  Framkvæmdastjóra falið að vinna að bráðabirgðasamningi til áramóta meðan unnið er að útfærslu samnings til framtíðar. 

 

4.   Íbúakönnun

Vífill Karlsson sagði frá helstu niðurstöðum úr íbúakönnun sem unnin hefur verið á vegum SSV.  Um er að ræða fjórðu búsetukönnunina en þær hafa verið unnar á þriggja ára fresti.  Vífill sagði svörun hafa orðið talsvert betri að þessu sinni en farið var út í það að framkvæma netkönnun.  Niðurstöður könnunarinnar hafa fengið nokkra umfjöllun fjölmiðla.

 

5.   Vesturlandsstofa

ÓS og HBJ gerðu stutta grein fyrir stöðu rekstrar.  Rætt um stöðu og framhald starfseminnar.  Stjórn óskar eftir að ráðningarsamningar verði framlengdir  til 1. september n.k.  Stjórn felur ÓS og HBJ að fylgjast vel með verkefnum og skipulagi starfseminnar. 

 

a.    Dagur ferðaþjónustunnar.

Dagur ferðaþjónustunnar verður haldinn á Bifröst 22. maí n.k. Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands verður haldinn í tengslum við ráðstefnu.  Aðalfundur ferðamálasamtakana Vesturlands verður haldinn í tengslum við ,,dag ferðaþjónustunnar“ og Ólafi Sveinssyni falið að fara með umboð SSV á fundinum.

 

b.    Fagráð ferðaþjónustunnar

Fagráð skipað samkvæmt tillögu Ferðamálasamtaka Vesturlands.  Björn Páll Fálki Valsson, formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands, Pálmi Jóhannesson, Dalakoti, og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Landnámssetrinu.

 

6.       Ráðning framkvæmdastjóra

Stjórn ákveður að auglýsa eftir framkvæmdastjóra SSV frá og með 1.sept. Formanni falið að ganga frá auglýsingu og gefa upplýsingar um starfið skv. fyrirliggjandi starfslýsingu.

 

7.       Fundargerðir

 

a.    SASS 13. maí 2014

b.    SSA 6. maí 2014

Lagðar fram.

 

 

8.       Önnur mál.

 

a.    Bókanir Dalabyggðar og verkefnið Brothættar byggðir

Lagðar fram bókanir sveitarstjórnar Dalabyggðar  er varða samgönguáætlun og fjarskipti.  Einnig ósk SSV um aðkomu að verkefninu ,,brothættar byggðir“   Það verkefni sem Byggðastofnun hefur verið með í gangi í fjórum byggðarlögum og sótti Dalabyggð um þátttöku í verkefninu.  Stjórn fagnar verkefninu og vonast til þess að það verði að veruleika.

 

b.    Almenningssamgöngur

Ólafur fór yfir rekstrartölur  fyrstu fjóra mánuði ársins. 

 

c.    Starfsmannamál.

ÓS fór yfir starfsmannamál atvinnuráðgjafar.  Ósk starfsmanns um tímabundið leyfi samþykkt og forstöðumanni atvinnuráðgjafar falið að leysa verkefnið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:45.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir