118 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

118 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

FUNDARGERÐ

118. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Þriðjudaginn 25. febrúar 2014 kl: 16:00 var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, Melahverfi.
 
Á fundinum voru:
Ólafur Adolfsson (ÓA) formaður
Sigrún Guðmundsdóttir, (SG)
Eyþór Garðarsson (EG)
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Davíð Pétursson (DP)
 
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Davíð Pétursson varamaður var boðaður á fundinn vegna vanhæfis Dagbjarts Arilíussonar við 1. lið dagskrár. Þröstur Þór Ólafsson og varamaður hans komust ekki á fundinn
Formaður bauð fundarmenn velkomna til  fundarins og var síðan  gengið til dagskrár. 
 
Dagskrá.
 
1.      Kæra vegna sölustöðvunar og innköllunar hvalabjórs hjá Brugghúsi Steðja ehf.
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur beðið (þann 24. jan s.l) um umsögn HeV vegna stjórnsýslukæru frá Brugghúsi Steðja ehf frá 21. janúar s.l. Frestur til að skila inn umsögn til ráðuneytis er veittur til 27. febrúar n.k.
Formaður fór yfir tildrög málsins og  lagði fram  drög að umsögn  HeV dagsett 25. febrúar 2014 til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis.
Eftir talsverðar umræður nefndarmanna um umsögn HeV var bréfið samþykkt (SG, EG, TG, ÓA). DP gerir athugasemdir við bréfið og er ekki samþykkur því . RS, fulltrúi náttúrverndanefnda,  hefur ekki atvæðisrétt sbr. lög nr. 7/1998.
 
2.      Gagnagrunnur MAST.- Framhald máls frá síðasta fundi.
Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum milli heilbrigðiseftirlitsvæðanna um gagnagrunnsmál. Þrjú heilbrigðiseftirlitssvæði eru tilbúin að prófa og þróa gagnagrunninn í eitt ár.
 
3.      Aðalfundardagur hjá SSV 28. mars 2014.
Stjórn SSV hefur lagt til (11.11.´13) að sameiginlegur aðalfundardagur á vegum nefnda hjá SSV verði 28. mars n.k.
Samþykkt. Lögð verður fram tillaga á aðalfundi um framlengingu umboðs stjórnar HeV til framhalds aðalfundar sem haldinn verður eftir sveitarstjórnarkosningar 2014.
 
4.      Starfsleyfi frá síðasta fundi:
G.J. Hafur ehf. Svarfhóli, Hvalfjarðarsveit.- Frístundaheimili f. fatlaða. – Nýtt
Kró, Varmalandsskóla.- Samlokugerð fyrir Ljómalind, Sólbakka 2, Borgarnesi. – Nýtt
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
 
5.      Umsagnir  til sýslumanns (afgreitt frá síðasta fundi):
GG 18 Grundargötu 18, Grundarfirði. – Gisting, íbúð.- Nýtt
Bjarteyjarsandur, Hvalfjarðarsveit. – Heimagisting.- Nýtt
Sóltún 2, Hvanneyri, Borgarbyggð- Gisting, íbúð – Nýtt.
Lagt fram.
 
6.      Umsagnir vegna tækifærisleyfa:
Félagsheimilið Lyngbrekka, Borgarbyggð, Þorrablót  31. janúar s.l.
Félagsheimilið Þinghamar, Borgarbyggð, Þorrablót 1. febrúar s.l
Félagsheimilið Lindartunga, Borgarbyggð, Þorrablót 7. febrúar s.l
Hjálmaklettur, Borgarnesi,  Þorrablót 15. febrúar s.l, Körfuk.deild Skallagríms.
Félagsheimilið Miðgarður, Hvalfjarðarsveit, Þorrablót 22. febrúar n.k.
Félagsheimilið Brautartunga, Borgarbyggð, Þorrablót 22. febrúar n.k.
Félagsheimilið Brúarás, Borgarbyggð, Góugleði 1. mars n.k.
Lagt fram.
 
7.      Tóbakssöluleyfi –  Útgefin til 4 ára.
Skeljungur hf, Stöðin  Skagabraut 43, Akranesi
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreint leyfi.
 
8.      Aðrar umsagnir.
– Berserkseyri, Grundarfirði. Deiliskipulag. Umsögn send til byggingarfulltrúa Grundarfjarðar 22. janúar s.l.
– Húsafell, Borgarbyggð- Deiliskipulag þjónustusvæðis á Húsafelli. Umsögn send byggingafulltrúa Borgarbyggðar en beðið upplýsinga vegna fráveitumála.
– Urðarfellsvirkjun, Húsafelli- Deiliskipulag svæðisins.  Umsögn send til byggingafulltrúa 21. febrúar s.l
– Fossatún, Borgarbyggð – Breytt deiliskipulag vegna þjónustusvæðis. Umsögn send til byggingafulltrúa 21. febrúar s.l
-Deildartunga 2, Borgarbyggð. – Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis. Umsögn send til byggingafulltrúa 25. febrúar s.l
 
Lagt fram.
 
9.      Önnur mál:
·         Breyting á reglugerð 785/1999 frá 19. febrúar s.l. – Rg um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Breytingar á rg vegna útgáfu starfsleyfa á óskipulögðum svæðum.
Lagt fram.
·         Vorfundur HES, MAST, UST, ANR og UAR verður á Vesturlandi  12.-13 maí 2014.
Árlegur sameiginlegur fundur Heilbrigðiseftirlitsvæða á Íslandi, Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti verður á Hótel Glym 12.-13. maí. Heilbrigðiseftirlit Vesturland hefur umsjón með skipulagningu fundarins nú í ár.
Lagt fram.
 
·         Sorpurðun Vesturlands hf Fíflholtum. Nýtt starfsleyfi frá UST útgefið þann 5. febrúar s.l og gildir í 14 ár.
Lagt fram.
 
·         Umhverfisskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2013.
Framkvæmdastjóri greindi frá kynningarfundi,  sem var þann 7.feb. s.l í húsakynnum OR,  um drög að  umhverfisskýrslu OR og sagði frá helstu atriðum í skýrsludrögum. Skýrslan mun væntanlega koma út í apríl n.k.
Lagt fram.
 
·         Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála.:
– Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og fyrirtæki í moltugerð. Dags. 13.02´14
– Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og olíumengaður jarðvegur. Dags. 13.02.´14
       Lagt fram
 
·         Tilnefning fullrúa í samstarfshópa Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitssvæða sveitarfélaga. Erindi frá UST dags. 13.02´14.
Lagt fram
·         Urðunarstaður í Dalabyggð. Áminning og krafa um úrbætur. Afrit af bréfi frá UST til Dalabyggðar sent 17. 02´14.
Áminning dregin til baka af UST með bréfi dagsettu 21. feb s.l
 Lagt fram.
·         Urðunarstaður í Borgarbyggð, í landi Hamars. Áform um dagsektir og krafa um úrbætur. Afrit af bréfi sent til UST til Borgarbyggðar 17. 02´14.
       Lagt fram
 
 
 
Fundi slitið kl: 17:10