103 – SSV stjórn

admin

103 – SSV stjórn

F U N D A RG E R Ð

Stjórnarfundar  haldinn í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn á skrifstofu SSV, mánudaginn 10. febrúar 2014.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, formaður, Ingibjörg Valdimarsdóttir, varaformaður, Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Bjarnadóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Jón Þór Lúðvíksson. Hallfreðs Vilhjálmsson og Halla Steinólfsdóttir boðuðu forföll.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og Ólafur Sveinsson, forstöðumaður atvinnuráðgjafar.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar.

Lögð fram og samþykkt

 

2.   Drög að uppgjöri SSV fyrir árið 2013.

Eyjólfur Torfi Geirsson, frá KPMG, kom inn á fundinn með drög að ársreikningi fyrir árið 2013.  Hann fór yfir helstu niðurstöðu ársreikningsins. 

 

3.   Samningar við ríki

Starfsmenn gerðu grein fyrir samningum við ríkið

a.    Vaxtarsamningar

Fjármagn mun koma til vaxtarsamninga en óvíst er með fyrirkomulag fjármagns til þeirra. 

b.    samningur við Byggðastofnun um atvinnuráðgjöf

Sama krónutala verður til starfsemi atvinnuráðgjafar á yfirstandandi ári og og var á árinu 2013.

c.    Sóknaráætlun

Ekki er ennþá víst um framgang sóknaráætlunar fyrir árið 2013.  Svo virðist sem enn sé verið að skoða að sameina fleiri samninga undir hatti sóknaráætlunar.

d.   Menningarsamningur

Í ljósi þess að tilkynning hefur borist frá Menntamálaráðuneytinu þess efnis að ekki eigi að setja fram gegnsæa reiknireglu um skiptingu fjármagns til menningarmála eins og kynnt var á fundi með forsvarsaðilum landshlutasamtakanna 13. desember sl.  Styðjast eigi við fyrri hlutfallaskiptingu sem engin reikniregla liggur á bak við og felur í sér gríðarlega ójafna skiptingu samþykkir stjórn eftirfarandi bókun:

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi gagnrýnir harðlega þá óréttlátu skiptingu fjármagns milli landshluta til menningarmála  sem eina ferðina enn hefur verið skellt framan í andlit landshlutanna sjö.  Krafist er gegnsærrar reiknireglu svo sjáist hvaða forsendur liggja að baki skiptingunni.  Stjórn SSV sendi inn ánægju með þá skiptireglu sem lögð var fram í menntamálaráðuneytinu þann 13. desember sl. og lagði áherslu á að með þeirri leið sem þar var lögð til, væri um sanngjarnari skiptingu að ræða en verið hefði áður auk þess að gegnsæ reikniregla lægi loks fyrir.

Samþykkt að skrifa ráðherra bréf vegna þessa máls og stjórn undirriti bréfið og fylgi því eftir til þingmanna.  Bréfið undirritað.

 

4.   Menningarmál.

a.    erindi menningarfulltrúa, Elísabetar Haraldsdóttur

Lagt fram.  Formaður og varaformaður hafa fundað með Elísabetu.

b.    drög að starfslýsingu

Lögð fram og rædd.  Lagðar fram breytingar og samþykktar.

c.    starfshópur og erindisbréf

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um menningarmál sem mun vinna að úthlutun menningarstyrkja.  Samþykkt með lítilsháttar breytingum.

 

5.   Vesturlandsstofa

Lagt fram minnisblað sem skýrir rekstrarstöðu Vesturlandsstofu ehf.  SSV er nú 100% eigandi hlutafélagsins sem stendur að Vesturlandsstofu ehf..  Ferðamálasamtökin og All Senses afsöluðu sér sínu hlutafé til SSV.  

Lagður fram samningur milli Borgarbyggðar og Vesturlandsstofu ehf. um fjárframlag til reksturs og þjónustu upplýsingamiðstöðvar  kr. 2.700.000.   Staðfest.

ÓS fór yfir skuldastöðu félagsins og forsendur samkomulags við Ferðamálasamtök Vesturlands.

Samþykkt að hækka framlag til Vesturlandsstofu ehf. um 3.000.000 kr. fyrir yfirstandandi ár.  Starfsmönnum falið að leggja fram tillögu að fjármögnun á næsta stjórnarfund.

 

6.   Umsagnir sveitarfélaga um skipulag SSV.

Lögð fram samantekt um umsagnir sveitarfélaganna um skipulag SSV.  Öll sveitarfélög taka undir framkomnar tillögur skýrslunnar sem kynnt var á framhaldsaðalfundi SSV, og var síðar send öllum sveitarfélögum til umsagnar.  8 sveitarfélög af 10 sendu inn umsögn.

Starfsmenn viku af fundi fram til næsta dagskrárliðar.

Formanni falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður.

 

7.   Almenningssamgöngur

ÓS fór yfir stöðu mála.  Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 3 m.kr.  Tillaga að uppgjöri vegna rekstrartaps á kerfinu fyrstu 12 mánuðina.  Eyþing hefur hafnað aðkomu að þeirri nálgun sem lögð var fram.  Tillaga gerð um að gerður verði samningur m.a. um að flytja reksturinn í hlutafélag sem sér um reksturinn þar sem hver landshlutasamtök eiga einn fulltrúa í stjórn.  Verkefnið greiði landshlutasamtökum tapið til baka.  Gerður verði samningur um umsjón og þóknun fyrir umsjón sem heldur utanum reksturinn.  Að hlutfallsleg fjárhagsleg ábyrgð sé skýr.   ÓS gefin heimild til að ganga frá því samkomulagi sem lagt er upp með á framlögðu minnisblaði. Ennfremur var samþykkt að hækka framlag Akraneskaupstaðar sem nemur lækkun á sérstöku framlagi til almenningssamganga eða um 8,17% af 16 m.kr. framlagi.

 

 

 

8.   Fundargerðir

a.      Heilbrigðisnefnd Vesturlands 17.01.14

b.      Eyþing 11.12.13

c.      FV 10.01.14

d.      SASS 31.01.14

Lagðar fram.

 

9.   Umsagnir þingmála

a.     Umsögn skýrslu nefndar um mótun stefnu um lagningu raflína í jörð, 60. mál. (lögð fram af iðnaðar- og viðskiptaráðherra)

b.     Frumvarp til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, 250. mál.

c.     Frumvarp til laga um breytingar á lögreglulögum (fækkun umdæma) o.fl.) 251. mál.

d.     Tillaga til þingsályktunar um sóknaráætlun skapandi greina til þriggja ára, 267. mál.

Lagðar fram.

 

10.        Önnur mál.

a.    Fundur um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, samráðsundur með fulltrúum SSS, SSV og SASS.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundinum.

b.    Erindi frá Skipulagsstofnun.  Mótun skipulagsstefnu.

Vífill Karlsson tilnefndur og Ingibjörg Valdimarsdóttir til vara.

c.    Starfsáætlun Símenntunarmiðstöðvarinnar árið 2014.

Lögð fram.

d.   Samstarf milli fyrirtækja um rekstur frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Bjarnarbraut. Leitað eftir samþykki stjórnar.

Samþykkt.

        

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:30

Fundarritari,  Hrefna B Jónsdóttir.