10 – Hópur um almenningssamgöngur

admin

10 – Hópur um almenningssamgöngur

Fundur vinnuhóps um almenningssamgöngur á Vesturlandi

Haldinn 26. febrúar 2014 á skrifstofu SSV í Borgarnesi

 

Mættir: Gunnar Sigurðsson (GS), Eyþór Garðarsson (EG); Lárus Á Hannesson(LAH); Páll Brynjarsson (PB); Ása Helgadóttir (ÁH) og Davíð Pétursson (DP), Reynir Þór Eyvindarson (RÞE) og Ingveldur Guðmundsdóttir (IG).

 

Kristinn Jónasson (KJ) boðaði forföll.

 

Einnig sat fundinn Ólafur Sveinsson (ÓS).

 

Páll setti fund og fór yfir þau atriði sem fyrir lágu.

 

1.       Farið yfir stöðu fjármála/farþegafjölda

Fundarmönnum var send gögn um afkomu leiðakerfisins ársins 2013. Niðurstaða ársins er á árinu 2013 var jákvæð af leiðakerfinu samtals 2.938.949, kr. Uppsafnað tap í kerfinu frá upphafi nýs leiðakerfis er því samtals rúmlega 16 mkr.

Afkoma janúarmánaðar 2014 var jákvæð um 3,1 mkr. sem er vísbending um að notkun á kerfinu er enn að aukast. Ástæður er þó til að hafa áhyggjur á afkomu 2014 vegna þess að farþegagjöld voru ekki hækkuð um áramótin eins og búið var að ákveða, en ástæðan var barátta við verðbólgu og kjarasamningsgerð. Vitað er að lækkun á niðurgreiðslu olíugjalds muni kosta 6 mkr. á yfirstandandi ári til viðbótar lækkuninni sem varð á síðastliðnu ári.   

Farþegafjöldi hefur farið vaxandi, heildarfarþegafjöldi í kerfinu á síðast ári var 141.693, lægsta tala farþega var í janúar 9.053 en sú hæsta í október 13.790 sem kom nokkuð á óvart, en stígandi var í farþegafjölda allt árið fram í desember en þá voru rúmlega 11 þús farþegar, en hafa verður í huga erfitt veðurfar og færð í desember.

 

2.       Staða í viðræðum við samstarfsaðila verkefnisins (hin landshlutasamtökin).

Farið yfir stöðu viðræðna við samstarfsaðilana í leiðakerfinu, frágangi á tapi ársins 2012 og fyrirkomulag samstarfsins til lengri tíma. Nokkrir fundi hafa verið haldnir, en niðurstaða er ekki í sjónmáli. Landshlutasamtökin á Vesturlandi (SSV), Vestfjörðum (FV) og Norðurlandi Vestra (SSNV) ganga algjörlega í takt í þessu máli, en Eyþing er með allt annan skilning á forendum samstarfsins og framtíðarfyrirkomulagi. ÓS hefur lagt fram tillögu til þess að ljúka uppgjöri ársins 2012 ásamt með tillögu um framtíðarfyrirkomulag samstarfsins, en Strætó Bs hefur samþykkt að leggja fram fjármuni samtals 6 mkr. til þess loka árinu 2012, en Eyþing hefur hafnað því. Meginmunurinn í afstöðu landshlutasamtakanna er sá að SSV, FV, og EENV leggja áherslu á að horft veri á svæðið sem leiðakerfi, en Eyþing vill einangra leið 57 út úr kerfinu.

Miklar umræður urðu um málið. Niðurstaða fundarmanna var einhugur um að leggja ætti áherslu á leiðakerfi en ekki að slíta kerfið í sundur, enda hafi það verið megintilgangur þessara breytinga.

 

3.       Tillaga um fyrirkomulag sumaraksturs

Fyrir fundinum lá tillaga frá Strætó um leiðakerfi sumaraksturs ásamt minnisblaði um helstu breytingar frá fyrra sumri og fylgir það með fundargerð sem fylgigagn.

Eftir nokkrar umræður var tillagan samþykkt eins og hún lá fyrir, þó með þeim ábendingu í ljósi þess að óvissa er með hvað Sterna gerir í sumar, að hægt verði að stækka bílinn á Snæfellsnes. Fram kom fyrirspurn sem beina á til Strætó hvort hægt sé að aðlaga eitthvað komutíma 57 á Höfðanum vegna þess að hann lendir akkúrat á milli leiðar 5 og 8 þar þannig að það er alltaf 15 mín biðtími.

 

4.       Önnur mál

Lagt var fram svar við fyrirspurn RÞE um hvort standa megi í Strætó eða ekki þar sem hann vísaði til ákveðins tilviks. Strætó svaraði því að viðkomandi farþegar hefðu valið það að verða eftir. RÞE var ósáttur við þessi svör og var ákveðið að fá Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að koma á fund hópsins ásamt fulltrúa frá verktaka eða Strætó.

 

Einnig voru lögð fram eftirfarandi drög að minnisblaði með yfirliti yfir þjónustuna á svæðinu fyrir og eftir leiðarbreytingu og fjárhagslegri aðkomu sveitarfélaganna samkvæmt beiðni frá Lárusi:

 

Drög að minnisblaði um breytingar á þjónustu almenningssamgangna á 
Vesturlandi fyrir og eftir Stætó
Fyrir breytingu* Eftir breytingu
Ferðafjöldi á viku Vetraráætlun Sumaráætlun**
Akranes 40 74 74
Borgarnes 6 49 50
Reykholt 2 5 5
Dalir 3 4 6
Snæfellsnes 6 6 14
Akureyri 10 13 14
*Ath. Þessi ferðafjöldi er meðaltalsfjöldi ferða á viku yfir allt árið
** Skv. tillögu sem liggur fyrir fundinum
Sveitarfélög á Vesturlandi hafa ekki greitt neitt til almenningssamganga hvorki fyrir né 
eftir breytingu, nema Akraneskaupstaður sem annars vegar rekur innanbæjarkerfi 
og hins vegar var búið að gera samning við Strætó áður en nýtt fyrirkomulag var tekið upp 
og yfirtók SSV þann samning.
Ferðafjöldi milli Reykjavíkur og Akraness var um 40 ferðir á viku fyrir breytingar.
Þjónustuaukning á Akranesi varð umtalsverð við breytingu á leiðakerfi, þegar allir vagnar 
fóru í gegnum Akranes. Akraneskaupstaður greiddi til almenningssamganga milli 
Reykjavíkur og Akraness fyrir breytingu um 32 mkr. á ári,  en sú upphæð  lækkaði
 um 16 mkr. árið 2013 vegna hlutdeildar sem þeir fengu í sérstöku framlagi til 
almenningssamganga.
Ekki er búið að ganga frá 16 mkr. tapi frá árinu 2012, sem nettó er 11 mkr. í dag.
26.2.2014
Ólafur Sveinsson

 

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið 17:35

 

Fundargerð ritaði ÓS