77 – Sorpurðun Vesturlands

admin

77 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G ER Ð

 

Sjórnarfundur haldinn í Sorpurðun Vesturlands hf.  haldinn  fimmtudaginn 27. febrúar 2014 kl. 12:30. á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Sævar Jónsson, Magnús Freyr Ólafsson, Friðrik Aspelund, Halla Steinólfsdóttir og Auður H. Ingólfsdóttir. Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar. 

Samþykkt.

 

2.   Ársreikningur og grænt bókhald

Ársreikningur 2013

Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning félagsins fyrir liðið starfsár, 2013. 

Tekjur ársins kr. 83.555.344 kr. Rekstrargjöld 65.132.859 kr.  Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 18.422.485 kr.  Fjármunatekjur 2.260.456 kr.  Hagnaður ársins eftir tekjuskatt kr. 16.542.593.  Eigið fé og skuldir samtals kr. 97.378.312. Handbært fé í árslok 31,5 millj. kr.

Stjórn leggur til við aðalfund að greiddur verði út 20% arður.

Ársreikningur samþykktur samhljóða.

Framkvæmdastjóra falið að skoða ávöxtunarleiðir.

 

Grænt bókhald 2013

Lagt fram grænt bókhald ársins 2013.  Urðað magn úrgangs voru 11.883 tonn.  Í grænu bókhaldi er m.a. farið yfir vinnu við endurnýjun starfsleyfis, þróun magns sem urðað hefur verið frá upphafi, framkvæmdir við urðunarrein nr. 4, vinnu við gasrannsóknir auk þess sem skýrslunni fylgja upplýsingar úr  umhverfisvöktunarskýrslu Stefáns Gíslasonar, UMÍS.

Grænt bókhald samþykkt samhljóða.

 

3.   Dagsetning aðalfundar

Samþykkt að halda aðalfund 28. mars 2014 í Borgarnesi.

 

4.   Starfsleyfi.

Nýtt starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn var gefið út þann 5. febrúar sl. og gildir það til 5. febrúar 2028 m.v. 15.000 tonn á ári.

 

5.   Hreinsivirki  – virkni og stillingar á rennsli

Lagt fram minnisblað frá Stefáni Gíslasyni um ráðstöfun sigvatns frá urðunarstaðnum.  Í framhaldi af vísbendingum sem fram komu í árslok 2012 um skerta virkni hreinsikerfisins var ákveðið að ráðast í endurnýjun kerfisins.  Settjörn hefur verið stækkuð og endurbætt og þannig gengið frá lögnum að hægt er að skipta sigvatni frá eldri hluta urðunarstaðarins á milli þriggja aðskilinna hluta hreinsikerfisins, þ.e. sandsíu, settjarnar og

 hreinsikerfis nýrri hluta urðunarstaðarins en þar var sett upp ný olíu- og fituskilja.  Þessum framkvæmdum lauk í árslok 2013.  Minnisblað SG segir frá vinnu við rennslismælingar og vinnu við að stilla rennslið.

Ekki hafa verið tekin sýni til efnagreininga úr útrásum hins endurnýjaða kerfis þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi í desember sl. þegar sýnataka hefði átt að fara fram. Hefur Umhverfisstofnun verið gerð grein fyrir þessari stöðu.  Stefnt er að sýnatöku, samkvæmt nýju starfsleyfi, fyrir 1. júlí n.k.  Rætt um þessi nýju útfærslu og framkvæmdastjóra falið að fá Stefán Gíslason á næsta fund til að umræðna um hreinsivirkið.

 

6.   Gasmælingar í yfirborðslagi reina.

Alexandra Kjeld lauk mastersverkefni sínu í desember sl. og ber það yfirskriftina ,,Microbial methane oxidation at the Fíflholt landfill in Iceland”  AK kynnti verkefnið fyrir stjórninni 10. janúar sl. og leist stjórn vel á verkefnið og óskaði eftir því að fá frá henni hugmyndir um áframhaldandi rannsóknir.  Nú liggur fyrir minnisblað frá Alexöndru Kjeld og Helgu J. Bjarnadóttur, EFLU.  Markmið með verkefninu er að styrkja fyrirliggjandi gagnasafn um oxun metans í yfirborði reinanna í þeim tilgangi að meta raunverulega oxunarhæfni yfirborðslagsins og virkni yfir árið við mismunandi veðurfarsaðstæður. Settir verða upp þrír mælireitir, til viðbótar við þá sem fyrir eru.

Kristinn fór yfir aðdraganda verkefnisins út frá fundinum 10. jan. sl.  Stjórnarmenn voru almennt sammála um að fá skýrari mynd af verkefninu og taka það fyrir síðar.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að afla betri upplýsinga og fá Lúðvík Gústafsson, verkefnisstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, til að koma að skoðun verkefnisins. 

 

7.   Samráðsnefnd SV-hornsins

a.    Fundur í Kjósinni 10. janúar 2014

Lögð fram fundargerð frá fundi stjórna SORPU bs., Sorpstöðvar Suðurlands, Kölku á Reykjanesi og Sorpurðunar Vesturlands hf.

 

8.   Nefnd um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum.

a.    Fundargerð frá 16. desember 2013

Lögð fram.

 

9.   Önnur mál.

Trjárækt í Fíflholtum.

Rætt við Friðrik Aspelund um að skoða með að gera skógræktaráætlun.  Friðrik og framkvæmdastjóra falið að skoða með áætlanagerð.

 

Magnús Freyr Ólafsson þakkaði samstarfið innan stjórnar en hann situr nú sinn síðasta stjórnarfund.  Magnúsi þökkuð góð störf innan stjórnar Sorpurðunar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:07

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir